Fara í innihald

Byrjendalæsi

Úr Wikibókunum

Þessi lexía fjallar um lestrarkennslu aðferðina byrjendalæsi. Hún er ætluð kennurum eða kennaranemum sem hugsa sér að kenna eftir aðferðinni.

Tokamachi Information Hall childrens books ac (1)

Hvað er Byrjendalæsi?

[breyta]

Lestrarkennsluaðferðin Byrjendalæsi er fyrir nemendur í fyrsta, öðrum og þriðja bekk í grunnskóla. Nemendur koma inn í grunnskóla með misjafna færni og ólíkan bakgrunn, einstaklingar hafa alist upp við íslensku en margir nemendur hafa annað móðurmál. Byrjendalæsi leggur áherslu á að mæta þörfum hvers og eins við kennsluna. Nemendur vinna oft saman í hópum stórum sem smáum en um leið er mikilvægt að hver og einn nemandi fái verkefni við sitt hæfi. Lögð er áhersla á virkni og sköpun á meðal nemenda, þegar nemendur læra eitthvað nýtt eru þá byggðar upp umræður um innihald og þannig mynda þeir tengsl á milli fyrri þekkingar og þeirra nýju (Rúnar Sigþórsson og Gretar L. Marinósson, 2017).

Uppruni byrjendalæsis

[breyta]

Byrjendalæsi var þróað af Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Það var gert í samvinnu við nokkra skóla á Noðurlandi á árunum 2004-2006 en það var Rósa Eggertsdóttir sem sá um það (Rósa Eggertsdóttir, e.d.).

University of Akureyri logo

Kennsluferlið

[breyta]

Lestrarkennslunni er skipt niður í þrjú þrep. Í þessum kennsluþrepum eru þættir læsis sett saman sem ein heild og mikil áhersla er lögð á fjölbreytni viðfangsefna og við skipulagningu á kennslu. Þrepin þrjú nýtast í kennslu yfir allan veturinn með misjöfnum viðfangsefnum.

Þrep eitt byrjar og þá er farið strax í þrep tvö og svo þrep þrjú.

  • Í fyrsta þrepi er gæðatexti er lesinn af kennara. Við lesturinn er mikilvægt að kennari skapi umræður um merkingu textans. Ef erfið orð koma í textanum stoppar kennarinn og útskýrir orðin einnig leyfir kennarinn nemendum að spyrja spurninga um innihaldið og óþekkt orð (Rúnar og Gretar, 2017).
  • Annað þrep kemur á eftir upplestri og viðræðum nemenda úr textanum þar sem unnið er með tæknivinnu. Þá er unnið með hljóðavitund, tengslin á milli stafs og hljóðs, ritun, samsett orð, lítinn og stóran staf. Verkefni sem lögð eru fyrir nemendur eru við hæfi hvers og eins eftir því hvar þeir eru staddir í náminu (Rósa, 2007).
  • Þriðja þrepið í Byrjendalæsi er síðasta þrepið þar sem nemendur vinna að enduruppbyggingu textans. Verkefnin eru þar fjölbreytt þar sem nemendur fá að velja verkefni eftir innihaldi textans eða áhuga þeirra. Verkefnin eru ýmist að teikna, hugtakakort, semja texta og fleiri verkefni þar sem aðal áhersla er á hugmyndaflug nemenda. Það sem nemendur þurfa að hafa í huga er það efni sem farið var í við fyrsta þrep (Rósa, 2007).

Spurningar

[breyta]

1. Hver er uppruni Byrjendalæsis?

2. Fyrir hverja er Byrjendalæsi?

Krossapróf

[breyta]

1 Fyrir hverja er Byrjendalæsi?

Nemendur í 1. bekk grunnskóla
Nemendur í 2. bekk í grunnskóla
Nemendur í 1. og 2. bekk í grunnskóla
Nemendur í 1., 2. og 3. bekk í grunnskóla

2 Lestrarkennslunni er skipt niður í ___ þrep. Fylltu í eyðuna.

Tvö
Þrjú
Fjögur
Sex

3 Í þrepi eitt...

Lesa nemendur sjálfir gæðatexta
Les kennari gæðatexta fyrir nemendur
Nemendur vinna tæknivinnu
Nemendur vinna hugtakakort


Tenglar

[breyta]

https://lesvefurinn.hi.is/node/241

https://www.msha.is/is/byrjendalaesi-moodle

Heimildir

[breyta]

Rúnar Sigþórsson og Gretar L. Marinósson. (2017). Byrjendalæsi: Rannsókn á innleiðingu og aðferð. Akureyri : Háskólaútgáfan ; Háskólinn á Akureyri

Rósa Eggertsdóttir. (2007). Byrjendalæsi. Sótt af https://www.msha.is/static/files/rosa-skimugrein_lit2007.pdf

Rósa Eggertsdóttir. (e.d.). Byrjendalæsi. Sótt af: https://lesvefurinn.hi.is/node/241

Höfundar

[breyta]

Hrefna Rún Guðbjörnsdóttir

Sigrún Birna Sigurðardóttir