Fara í innihald

Boltar og skrúfur

Úr Wikibókunum

Höfundur Haraldur Harðarsson

Boltar og skrúfur

[breyta]

Boltar eru notaðir til að tengja 2 hluti saman í stað þess að sjóða þá saman Yfirleitt er bolti notaður með ró, en skrúfa skrúfast í efnið án róar.

Mikið úrval er til af boltum, í mörgum stærðum og úr mismunandi efnum og ólíkir af útliti.

Styrkleiki bolta

[breyta]

Boltar og rær er flokkað í staðla og er skipt niður eftir styrkleika. Styrkleikinn er yfir stimplaður á boltahausinn nema á litlum boltum og skrúfum. Til dæmis: 4.6 – 5.8 – 8.8 – 10.9 og 12.9 sem er harðasti boltinn (með mesta brot og togþol. ÞVÍ HÆRRI SEM TALAN ER ÞESS STERKARI ER BOLTINN. Tökum dæmi 10.9, fyrri talan (10) er tíundi hluti af togþoli boltans. 10 X 10 = 100kp (1000N) Hin talan ( 9 ) sýnir hlutfallið á milli togþols og flotmarka boltans. Í þessu tilfelli eru flotmörk boltans 10 X 9 = 90 kp ( 900N)

Hersla

[breyta]

Það er mikilvægt að nota rétta stærð og styrkleika á boltum og róm. Þá er hægt að pressa hlutina rétt saman og tregðan verður það mikil að róin og boltinn losnar ekki.

Til að herslan verði rétt notum við herslumæli, herslumælir er notaður þar sem nákvæmnin þarf að vera mikil .

Jafnvel þó að boltinn sé rétt hertur getur hann losnað, það getur stafað af titringi, til dæmis í bilvélum, loftpressum og flugvélum. Til að komast hjá því að boltinn losni eru nokkrar algengar lausnir : nota spennuskífu, lásró, nota gúmmískinnu til að draga úr titring, líma boltann, nota 2 rær, nota splitti eins og er algengt í stýrisendum og margt fleira, en það eru mismunandi aðferðir sem henta við hvert verkefni.

Mynd:Þversnið.jpeg

Boltagerðir

[breyta]

Algengast er að boltar séu í millimetramáli, en tommumálsboltar eru ennþá til þó að það sé hverfandi. Millimetraboltar eru með gengjur sem eru með 60° oddhorni og til að mæla grófleika gengjanna er mæld fjarlægðin á milli gengjutoppa. Það eru til nokkrir grófleikar af gengjum í hverri boltastærð.

Amerískar skrúfur “Union American National” eru tommumálsskrúfur og táknaðar með UNC fyrir grófar gengjur og UNF fyrir fínar gengjur, oddhorn þeirra er 60°. Grófleiki þeirra er mældur með skrúfufjölda á lengdartommu (25,4mm)

Enskar skrúfur “Withworth” eru áþekkar þeim amerísku en oddhorn þeirra er 55° Grófar breskar skrúfur eru með skammstöfunina BSW Fínar breskar skrúfur eru með skammstöfunina BSF