Bolludagur sprengidagur öskudagur

Úr Wikibókunum


Höfundur Elín Þóra Stefánsdóttir

Bolludagur, jamm, jamm. Sprengidagur, puff. Öskudagur, arg….. Þrír skemmtilegir dagar í röð. En af hverju eru þeir? Var það af því að sá sem bjó til fyrsta dagatalið ákvað það? Allir þessir dagar hafa sína sögu sem gaman er að þekkja. Lexían nýtist öllum sem hafa áhuga á þessu efni, en er sérstaklega ætluð grunnskólafólki. Hægt er að blanda saman aldri, unglingar aðstoða yngri nemendur í vinnu eða hafa vinnuna kennarastýrða.

Fasta[breyta]

                                  


Sérðu dagatalið hér fyrir ofan, það sýnir mars og apríl 2019. Frá öskudegi og fram að miðvikudegi í dymbilviku eru sex vikur. Þessi tími er kallaður fasta. Fasta tengist því að maður leggi eitthvað á sig svo manni sé fyrirgefið það sem maður hefur gert rangt. Í gamla daga borðaði fólk ekki kjöt á þessum tíma, en þegar fastan var liðin í Evrópu var lambi slátrað svo fólk fékk kjöt að borða. Á Íslandi mátti það ekki því að á þeim tíma eru kindurnar ennþá óbornar. Af því að fólk var að fara að fasta eru bolludagur og sprengidagur á undan öskudegi.

Spurningar[breyta]
  • Hversu oft borðar þú kjöt í viku?
  • Hvað þýðir að vera óborin?

Bolludagur[breyta]

Islensk vatnsdeigsbolla

Bolla, bolla, bolla. Þegar ég var púki (á Ísafirði eru börn kölluð púkar) var bolludagurinn mikil hátíð. Við bjuggum okkur til bolluvendi til þess að flengja foreldra okkar með í rúminu áður en þau fóru á fætur og fengum bollu í staðinn. Ég var mjög heppin því bræður mínir unnu oft með skólanum í bakaríinu og komu heim með fullt af alskonar bollum. Seinnipartinn fórum við svo að maska, klæddum okkur í alskonar föt og gengum um bæinn og bönkuðum í einstaka húsum.


Spurningar[breyta]
  • Hvaða bollutegundir þekkir þú? Teiknaðu þær.

Sprengidagur[breyta]

Saltkjöt og baunir

Mmmm saltkjöt og baunir, túkall. Þessi frasi er kominn úr skemmtiatriði sem var kallað Baldur og Konni. Túkall, já það var einu sinni til peningur sem var tvær krónur og var kallaður túkall, eins og fimmkall og hundraðkall. En af hverju segjum við ekki einkall, fyrir krónu? Sprengidagurinn var síðasti dagurinn í föstuinngangi og þá var eins gott að borða vel af kjöti því það var ekki á boðstólnum næstu vikurnar.

Spurningar[breyta]
  • Er borðað saltkjöt og baunir heima hjá þér á sprengidaginn?
  • En einhver tíman á öðrum dögum?

Öskudagur[breyta]

Öskupokar

Öskudagur getur verið á bilinu 4. febrúar til 10. mars og páskarnir eru alltaf rúmum sex vikum seinna. Þess vegna er stundum talað um að páskarnir séu snemma eða seint þetta árið. Þegar ég var krakki saumuðu allir öskupoka og reyndu að hengja aftan á fólk án þess að það tæki eftir því. Við saumuðum ýmist í höndum eða í saumavél og svo var reynt að fá títuprjóna í fatabúðum því það var best að beygja þá. Í dag er öskudagurinn aðal búningadagurinn á Íslandi og ganga krakkar í fyrirtæki eða hús úr húsi, syngja og þyggja góðgæti í staðinn.

Spurningar[breyta]
  • Hvenær eru páskarnir þetta árið og er það snemma eða seint?
  • Hversu oft í mánuði borðar þú sælgæti?
  • Hvað er uppáhalds sælgætið þitt?


Verkefni[breyta]

Þegar ég var lítil fanntst mér gaman að gera bolluvendi. Bolluvendir þurfa ekki endilega að vera stórir og kosta mikið. Þess vegna datt mér í hug að hægt væri að búa til bollublýant.


Efni og áhöld

Skæri, kreppappír, límband og blýantur

           Dót til að föndra           Bollublýantur

Aðferð

Klipptu kreppappírinn í ca. 5 sm breiða ræmu. klipptu ca 6 sm af ræmunni og brjóttu hana tvöfalda. Klipptu upp í ræmuna þar sem hún er heil með ca 5 mm millibili, en passaðu að klippa ekki nær hinni brúninni en 1 sm svo þetta detti ekki í sundur. Gerðu þetta sama með öðrum lit af kreppappír. Límdu saman renningana með límbandi og láttu þá skarast pínu lítið. Festu einn endann af kreppappírnum á blýantsendann með límbandi. Vefðu síðan renningnum utan um blýantinn og láttu hann færast aðeins neðar við hvern hring. Festu með límbandi í lokin. Ef þú vilt gera stóran bolluvönd þarft þú prik og kreppappístrenningarnir þurfa þá að vera miklu breiðari t.d. 15-20 sm og brjóta tvöfalt.


Gaman væri að vita hvernig gekk. Þú mátt gjarnan senda mér línu email me

Krossapróf[breyta]

1 Hvað heita þessir þrír skemmtilegu dagar?

bolludgur, sprengidagur og öskurdagur
bolludagur, sprengjudagur og öskudagur
bolludagur, sprengidagur og öskudagur

2 Hvað er fastan margar vikur?

4
6
8

3 Orðið bolla getur haft tvennskonar merkingu eftir því hvernig þú berð það fram -ll-. Það getur þýtt

eitthvað til að drekka úr
eithvað til að búa til gat
brennsluefni sem finnst í mýrum

4 Hver var þessi Baldur í tvíeykinu Baldur og Konni?

brúða
bróðir Hrafna-Flóka
búktalari

5 Hvað þarf til að búa til öskupoka

ösku og strigapoka
öskubíl og kaðal
efnisbút, þráð og títuprjón


Heimildir og ítarefni[breyta]

Langafasta

Bolludagur

Sprengidagur

Öskudagur