Fara í innihald

Blönduós

Úr Wikibókunum
Austur-húnavatnssýsla

Síða þessi er hugsuð sem fræðsluefni fyrir þá einstaklinga sem að óska eftir því að fræðast meira um Blönduósbæ. Í eftirfarandi texta er stutt kynning á Blönduósbæ auk umfjöllunnar um Hrútey og Blönduóskirkju. Einnig eru í boði spurningar og krossapróf sem að tengist efninu.

Blönduós

[breyta]

Blönduósbær er á Norðvesturlandi, nánar tiltekið í Austur-húnavatnssýslu og er fjölmennasti þéttbýlisstaðurinn við Húnaflóa. Bærinn liggur við þjóðveg 1 og í gegnum bæinn rennur jökuláin Blanda, en hún á upptök sín í Hofsjökli og er með bestu laxveiðiám landsins. Þann 4.júlí 1988 fékk Blönduósbær kaupstaðarréttindi sín og tilheyra póstnúmerin 540 og 541 bænum. Í dag eru íbúar Blönduósbæjar í kringum 900 manns. Grunnskóli Blönduósbæjar, Blönduskóli telur ríflega 130 nemendur og leikskólinn Barnabær í kringum 70 nemendur. Íþróttamiðstöð Blönduósbæjar er hin glæsilegasta og skartar bærinn einni af flottustu sundlaugum landsins. Atvinnulíf Blönduósbæjar tengist meðal annars verslun, þjónustu, iðnaði og ferðaþjónustu. Áhugaverðir staðir á Blönduósi eru Kvennaskólinn, Heimilisiðnaðarsafnið, Gamli bærinn, Hrútey, Kvenfélagsgarðurinn, Blönduóskirkja og fjölmargir aðrir staðir. Húnavaka er bæjarhátíð Blönduósbæjar og er í júlí ár hvert. Fleiri minni viðburðir eru til dæmis Prjónagleðin og Smábæjarleikarnir.

Hrútey

[breyta]
Hrútey

Í jökulánni Blöndu sem rennur úr Hofsjökli, rís eyja sem ber nafnið Hrútey. Blanda rennur í gegnum Blönduósbæ sem að stendur við þjóðveg 1. Eyjan er gróðurvaxin og var friðuð sem fólkvangur árið 1975 og varð svo opinn skógur árið 2003. Hrútey er sannkölluð náttúruperla en skógrækt hófst þar árið 1942. Aðgengi að eyjunni er gott og að henni liggur lítil göngubrú. Undanfarin ár hefur vinna verið lögð í aðstöðuna í kringum eyjuna og seinna meir á að bæta aðgengi að henni. Skemmtilegir göngustígar eru á eyjunni og notaleg rjóður með bekkjum. Eyjan er lokuð frá 20.apríl til 20.júní ár hvert vegna fuglavarps, einkum gæsa.



Blönduóskirkja

[breyta]

Blönduóskirkja var vígð árið 1993, þann 1.maí. Hún var hönnuð af Dr. Magga Jónssyni og sótti hann innblástur í umhverfið og fjöllin í kring. Kirkjan er mjög vinsæll áfangastaður ferðamanna sérstaklega vegna óvenjulegs útlits hennar. Um 250 manns komast í sæti í kirkjunni og í kjallara hennar er lítill salur fyrir safnaðarstarf. Blönduóskirkja tilheyrir Þingeyrarklausturprestakalli sem starfar innan Húnavatns-og Skagafjarðarprófastsdæmi. Fjölbreytt safnaðarstarf fer fram innan kirkjunnar ásamt fleiri viðburðum eins og tónleikum ýmiss konar svo eitthvað sé nefnt.



Spurningar

[breyta]
  1. Við hvaða flóa stendur Blönduós?
  2. Hvenær var Blönduóskirkja vígð?
  3. Hvenær hófst skógrækt í Hrútey?
  4. Hvaða viðburðir eru ár hvert á Blönduósi fyrir utan Húnavöku?

Krossapróf

[breyta]

1 Hvaða á rennur í gegnum Blönduós?

Ósá
Blönda
Laxá á Ósum
Blanda

2 Hvaða póstnúmer tilheyra Blönduósbæ?

550 og 551
540 og 541
545 og 540
560 og 561

3 Hvað heitir bæjarhátíð Blönduósbæjar?

Húnavaka
Blönduhátíð
Prjónagleði
Húnahátíð

4 Hvaða ár fékk Blönduósbær kaupstaðarréttindi sín?

1899
1989
1988
1889

5 Grunnskólinn á Blönduósi heitir?

Grunnskóli Blönduós
Blönduósskóli
Grunnskólinn á Blönduósi
Blönduskóli


Ítarefni

[breyta]

Heimasíða Blönduósbæjar

Íþróttamiðstöð Blönduósbæjar

Facebooksíða Blönduósbæjar

Tröll við Blönduós - Myndband

Heimildir

[breyta]

https://www.northiceland.is/is/hugmyndir/thettbyliskjarnar/baer/blonduos

https://is.wikipedia.org/wiki/Blönduós

https://www.blonduos.is/static/files/Umsoknir/ahun_tourist_2017_profork2.pdf

http://kirkjukort.net/kirkjur/blonduoskirkja-yngri_0279.html.

Höfundur

[breyta]

Arnrún Bára Finnsdóttir

Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Vorönn 2020

Nám og kennsla á netinu - SNU008M

Salvör Gissurardóttir