Blóð
Útlit
Um blóð
[breyta]Rauð blóðkorn
[breyta]Rauðkorn eru algengustu blóðkornin. Þau hafa engan kjarna. Hlutverk þeirra er að bera súrefni um líkamann. Rauð blóðkorn eru aðallega búin til í beinmergnum.
Hvít blóðkorn
[breyta]Hvít blóðkorn sjá um að eyða sýklum og öðrum óæskilegum efnum úr líkamanum. Þegar um sýkingu er að ræða eykst fjöldi hvítra blóðkorna mikið.
Blóðflögur
[breyta]Blóðflögur hafa engan kjarna og ekkert erfðaefni. Meginhlutverk þeirra er að stöðva blóðflæði úr æð ef sár verður. Þær mynda tappa sem stöðvar blæðinguna.
Blóðvökvi
[breyta]Blóðvökvi inniheldur fyrst og fremst vatn, en einnig vatn, jónir, storkuþætti, mótefni og fleira.
Heimildir:
[breyta]Vísindavefurinn: Hvað er blóð?