Fara í innihald

Balí

Úr Wikibókunum

Höfundur er Hanna Ósk Helgadóttir

Þessi síða er smá kynning um Balí og er ætluð öllum þeim sem langar að fræðast aðeins um eyjuna og getur verið hluti af námsefni í landafræði í grunnskólum. Markmiðið með lexíunni er að eftir lestur á henni ætti lesandinn að vera fróðari um Balí.

Fire Dance Bali

Balí

[breyta]


Balíer hérað í Indónesíu og er á Lesser Sunda-eyjunum vestast. Sem er austur af Java og vestur af Lombok.

Í Indónesíu eru 34 héruð, þeim er síðan skipt enn frekar niður. Í Indónesíu eru 17.800 eyjur og er Balí ein af þeim. Balí hefur sína sveitastjórn sem er þó undir stjórn ríkisstjóra og löggjafastofu. Denpasar er héraðshöfuðborgin og er fjölmennasta borg Lesser Sund-eyjanna


Íbúafjöldi og trúarbrögð

[breyta]

Íbúar skráðir um mitt árið 2019 voru 4.362.000 og er 5636 ferkílómetrar að stærð. Hindúatrú er ríkjandi á Balí eða um 83,5% landsmanna, það er eina svæðið í Indónesíu þar sem meirihlutinn er þeirrar trúar. Síðan kemur Islam sem er 13,37% og kristni 2,47%, önnur trú nær síðan um 1%.

Balíbúar eru með sitt eigið tungumál balísku og sitt eigið letur en einnig tala þeir indónesísku en hún er mest töluð í kringum ferðamannastaðina.

Hátíðin „Nyepi“ er haldin í þrjá daga þegar áramótin eru á Balí og endar hún á degi þar sem er algjör þögn á eyjunni. Þá má enginn vera á ferðinni og ekkert vera í gangi. Rafmagn er slegið af alls staðar og þar með talinn flugvöllurinn þannig ferðamenn eiga einnig að vera í algjöri þögn.

Áhugavert við Balí

[breyta]
Kórall


Á Balí er með mjög líffræðilega fjölbreytni hvað sjávartegundir er að ræða og hluti af Kóralþríhyrninginum. Þar má helst nefna fiska og skjaldbökur. Hægt er að finna yfir 500 kóraltegundir en það er um það bil sjö sinnum meira en í öllu Karabíska hafinu. Subak áveitukerfið á heima á Bali en það er á heimsminjaskrá UNESCO.

Ferðamannastaður og lifibrauð

[breyta]

Balí er einn mesti ferðamannastaður Indónesíu og hefur aukist mikið síðan á níunda áratugnum. En þrátt fyrir að það gefi vel af sér þá er stærsti atvinnurekandinn í landbúnaði, veiðar veita einnig fjölda starfa. Handverksmenn er eitt af því sem Balí er frægt fyrir. Þar má nefna ýmsar aðferðir eins og tréskurður, steinskurð, batik og ikat klæði og fatnað, silfursmíði og málaða list. Það er þekkt fyrir listir eins og skúlptúr, leður, málmsmíði, nútímalegur dans, málverk, og tónlist. Í því samhengi má nefna að Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Indónesíu er þar haldin árlega. Eitt dýrasta kaffi í heiminum er frá Balí og heitir Luwak.

Þegar ferðast er til Balí þá er hámarksdvalartími ferðamanna á eyjunni 30 dagar í einu en hægt er að sækja um að framlengja því. Mikið er um skordýr á Balí en mjög fá þeirra eru hættuleg.

Áhugaverðir staðir til að skoða á Balí

[breyta]
Jimbaran ströndin
  • Hrísgrjónaakrana í Tegalalang.
  • Musteri Pura Masceti Petitenget sem er Hindú musteri og er mjög fallegt og skemmtilegt fyrir ferðamenn að koma og fylgjast með trúarlegum athöfnum. Það er staðsett í Kut
  • Jimbaran fiskmarkaðurinn en þar er mikið af sjávarfangi keypt sem notað er á fræga fiskiveitingarstaði sem eru á Jimbaran ströndinni Jimbaran ströndinni.
  • Kyrrahafssafnið Kyrrahafssafniðer stórt safn þar sem eru yfir 600 málverk. Þau eru gerð af yfir 200 listamönnum sem eru frá 25 löndum. Allir tilheyra þeir Kyrrahafssvæðinu og eru þau mörg hver nútímaleg en einnig er hægt að sjá sögu og menningu Indónesíu í þeim.


Krossapróf

[breyta]

1 Hvar er Balí ?

Singapore
Tælandi
Pilipseyjum
Indónesíu

2 Hver er íbúarfjöldinn?

3.300.00
4.362.000
3.462.000
5.260.000

3 Hvort er Hindúatrú eða Islam ríkjandi á Balí?

Hindúatrú
Islam

4 Er sér tungumál á Balí?

Nei

5 Eru fleiri en eitt tungumál talað á Balí?

Nei

6 Hvað er hátíðin „Nyepi“ sem er um áramóti þeirra haldin í marga daga ?

2
3
6
4

7 Hvað er hægt að finna minnst margar kóraltegundir á Balí?

200
300
500
600

8 Í hvaða grein er stærsti atvinnurekandinn á Balí?

fiskiveiðum
ferðamennsku
landbúnaði
handverki



Heimildir

[breyta]