Bólivía og spænskan í Bólivíu

Úr Wikibókunum
<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Höfundur: Laufey Ósk Þórðardóttir

Þetta er wikibók um Bólivíu og spænskuna í Bólivíu. Hún hentar sem námsefni í spænsku á menntaskólastigi.

Cristo de la Concordia. Cochabamba

Bólivía

Staðhættir[breyta]

Kort af Bólivíu

Bólivía er í Suður-Ameríku og á landamæri að Brasilíu, Paragvæ, Argentínu, Chile og Perú. Eins og Paragvæ er Bólivía landlukt ríki.

Opinbert heiti landsins er República de Bolivia. Upprunalega var landið stofnað sem República Bolívar til heiðurs frelsara þess Simón Bolivar. Hann á að hafa sagt ef að Róm er nefnd eftir Rómúlusi og Kólumbía eftir Kólumbusi skal Bólivía verða dregið af Bolivar.

Bólivía hefur í gegnum tíðina átt í nokkrum bardögum vegna landamæradeilna og yfirleitt borið skarðan hlut frá borði. Árið 1870 voru Bólivía og bandamenn þeirra Perúmenn gjörsigrðair af Chile í stríði sem kallað var Kyrrahafsstríðið (Guerra del Pacífico) Bólivíumenn misstu þá landsvæði og aðgang að sjó. 1904 var gerður friðarsamningu þar sem eignaréttur Chile yfir landsvæðinu var tryggður en Bólivíumönnum jafnframt tryggður aðgangur að sjó.

1932 börðust Paragvæ og bólivía um landsæði sem kallað var Chaco og vildu bæði ríkin fullan eignarétt yfir því. 50.000 Bólivíumenn og 35.000 Paragvæjar dóu. Í friðarsamningum sem gerðir voru 1938 fengu Paragvæmenn 70% svæðisins í sinn hlut.

Í Bólivíu má finna allar gerðir veðurfars, frá hitabeltisloftslagi í Los Llanos yfir í svaltemprað loft í Andesfjöllunum. Auk þessara fjölbreytni í veðurfarinu eru sumir staðirnir með breytilegt loftslag yfir árið og ófyrirsjáanlegar og miklar sviptingar. Á flestum svæðum í Bólivíu er samt meðalhitinn yfir allt árið um 30 stig.

Titicaka-stöðuvatnið er stærsta stöðuvatnið í Bólivíu og hæsta stöðuvatn í heiminum sem hægt er að sigla á.

Stjórnarfar[breyta]

Bólivía fékk sjálfstæði frá Spáni 25maí 1809 og varð fullvalda 6.ágúst 1825.

Stjórnarfar í Bólivíu er lýðræði með forsetavaldi. Skýr aðgreining er milli löggjafarvalds, framkvæmdarvalds og dómdvalds.

Forseti Bólivíu er Evo Morales. Hann kosinn forseti 22. janúar 2006 með meirihluta atkvæða eða 53,74% og er fyrsti forseti Bólivíu sem er af indjánaættum. Morales er aðeins annar forsetinn í sögu Bólivíu sem hefur verið kosinn með hreinum meirhluta. Sá fyrsti sem náði þeim árangri var Victor Paz Estensoro árið 1960. Meðal þess sem hann lofaði að framkvæma yrði hann forseti er að þjóðvæða eldsneytisframleiðslu landsins, berjast gegn spillingu og óhófi alþjóðafyrirtækja, lögleiða sölu kókalaufa og skipta betur jarðeignum. Hann hefur barist fyrir réttindum bænda, námumanna, verkamanna og indjána og er stofnandi og æðsti stjórnandi Hreyfingar til sósílisma, Movimiento al socialismo (MAS).

21. janúar 2006 tók Morales þátt í trúarlegri athöfn í hinum fornu rústum Tiahuanaco þar sem hann var krýndur „Apu Mallku“ eða yfirhöfðingi indjánaþjóðflokkanna í Andesfjöllunum og fékk við það tækifæri gajafir frá fulltrúm indjána í latnesku Ameríku og víðar að. Þetta var í fyrsta sinn síðan Tupac Amaru var krýndur sem þessi heiður er veittur. Forsætisráðherra Bólivíu er Alvaro Garcia Linera.

Höfuðborgirnar eru tvær, LaPaz þar sem framkvæmdavaldið og löggjafarvaldið eru staðsett sem og aðsetur stjórnarráðsins og Sucre þar sem aðsetur dómsvaldsins er, stjórnarskrárdómstólsins, ráðgjafarráðs dómstólanna og saksóknaraembættisins.

Íbúar[breyta]

Miðbær La Paz

Samkvæmt opinberum tölum voru íbúar Bólivíu 9.329.676 árið 2005. Á síðustu fimmtíu árum hefur ibúafjöldinn þrefaldast. Stærsti hluti íbúanna býr í La Paz, Santa Cruz og Cochabamba, en samanlagt búa þar um 70% fólksfjöldans. Það sem er einkennandi fyrir Bólivísku þjóðina er það hversu ung hún er. Samkvæmt manntali frá 2001 voru 54% íbúanna milli 15 og 59 ára, 39% yngri en 15 ára og þar af þriðjungurinn yngri en 5 ára. Samanlagt er um 60% íbúanna yngri en 25 ára og aðeins 7% eldri en 60.

Samsetning Bólivísku þjóðarinnar er mjög fjölbreytt hvað varðar menningu og þjóðfræðilegan uppruna. Meðal helstu hópanna eru indjánar sem eru afkomendur hinna fornu Inka og tala quechua eða aymara. Samfélög indjána í Norður og austur Bólivíu eru aðallega guaraníes og mojenos.

Tungumál[breyta]

Opinber tungumál eru spænska, quechua, aymara og tupí-guaraní. Auk þessara mála eru um 52 innlend og erlend tungumál töluð í Bólivíu og 127 mállískur.

Spænskan í Bólivíu[breyta]

Bólivíski fáninn

Andes spænskan er mállíska af spænskunni sem er töluð í miðjum Andes fjöllunum, frá Suður-Kólumbíu til Norðvestur-Argentínu og fjallgörðum Chile, yfir Ecuador, Perú og Bólivíu. Hún er undir áhrifum frá quechua og aymara auk annarra tungumála sem nú eru útdauð.

Meðal þess sem einkennir Andes-spænskuna er að /s/ í enda orðs er aldrei borið fram fráblásið. Það er greint á milli ll og y í framburði, sérstaklega í Bólivíu. Það er ruglast á sérhljóðunum /e/ og /i/ og /o/ og /u/, sem eru áhrif frá þriggja sérhljóða kerfis í quechua. Framburðurinn er eða hefur tilhneygingu til að vera paroxítóna það er með áherslu á næstsíðasta atkvæði orðs. Hvað málfræðina varðar er útbreidd notkun á: þáliðinni tíð og lýsingarhætti nútíðar

Meðal orða sem hafa komið í spænskuna úr quechua eru alpaca (alpaca-ull), carpa (tjald), papa (kartafla), guagua (smábarn), choclo (maís) og mörg fleiri.

Talsverður munur er á milli landshluta og er hægt að greina auðveldlega á milli þeirra sem koma úr Andesfjöllunum og þeirra sem koma úr hitabeltinu í á Amasónsvæðinu, einnig er hægt að merkja greinileg áhrfi frá Argentínu í Tarija sem er við landamærin að Argentínu. Einnig má auðveldlega greina á milli þeirra sem koma frá LaPaz, Cochabamba og Santa Cruz eftir framburði. Í Santa Cruz er til að mynda algengt að sleppt sé s í enda orðs.

Menning[breyta]

Bólivía hefur verið í byggð síðan meira en 12000 árum f.Kr. Þar dafnaði margs konar menning, aðallega í Andes fjöllunum. Á landsvæði því sem nú tilheyrri Bólivíu lifðu tvær merkar menningar fyrir tíma Kólumbusar. Það var annars vegar Tiahuanaco sem bjuggu nálægt Titicaka stöðuvatnsins sem var miðstöð trúarbragða aymara og sennilega stofnað fyrir árið 300 e.Kr. og síðar Inkarnir sem að komu á fót stórveldi á 15. öld stuttu áður en Spánverjarnir komu til Suður-Ameríku.

Bólivía var í næstum eina öld ein hinna fjóru stóru stofna Inka veldisins sem bar heitið Collasuyo. Þessar fornu menningarþjóðir hafa skilið eftir sig miklar fornmenjar og í dag eru tungumálin aymara og quechua þau mikilvægustu í landinu fyrir utan spænsku.

Krossapróf[breyta]

1 Hvað heitir forseti Bólivíu ?

Lula Da Silva
Fidel Castro
Evo Morales
Hugo Cháves

2 Hver er íbúafjöldi Bólivíu?

Rúmar 9 milljónir
Rúmar 12 milljónir
Rúmar 8 milljónir
Rúmar 15 milljónir

3 Í hvaða borg er Cristo de la Concordia?

La Paz
Santa Cruz
Cochabamba
Potosí

4 Hvað heita afkomendur Inkanna?

Quechuar
Astekar
Mayar
Zulumenn

5 Í Cerro Rico voru miklar námur. Hvernig námur?

Demantanámur
Gullnámur
Silfurnámur
Koparnámur

6 Hver er frelsishetja Bólivíu?

Ernesto Che Guevara
Simon Bolivar
Kristófer Kólumbus
Fidel Castro

7 Hvaða ríki eiga landamæri að Bólivíu?

Ekvador, Perú, Venesúela, Úrúgvæ og Mexíkó
Argentína, Perú, Úrúgvæ, Kólumbía og Brasilía
Chile, Perú, Venesúela, Kólumbía og Paragvæ
Argentína, Perú, Chile, Paragvæ og Brasílía

8 Opinber tungumál í Bólivíu eru?

Spænska, quechua, aymara og tupí- guaraní
Spænska, enska, aymara og quechua
Bólivíska, portúgalska og aymara
Spænska, bólivíska og tupí-guaraní

9 Hvernig er fáni Bólivíu á litinn?

Gulur, rauður og blár
Svartur, gulur og grænn
Gulur, rauður, grænn
Rauður, gulur og hvítur

10 Hvað heitir hæsta siglingafæra stöðuvatnið?

Lago Uyuni
Lago Titicaca
Lago Sipe Sipe
Lago Tiwanaku


Sama próf í Hot Potatos: Krossapróf um Bólivíu

Heimildir[breyta]

Ítarefni[breyta]

Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt: