Ajax/Javascript

Úr Wikibókunum, frjálsa kennslubókasafninu

AJAX[breyta]

AJAX (Asynchronous JavaScript And Xml) er aðferð fyrir vefsíður til að hafa samband við netþjóna án þess að nota venjulega HTTP beiðni. Í stað þess að uppfæra alla síðuna þegar beiðni er send þá uppfærist aðeins hluti af henni í einu og því sparast tími og notandinn lendir því minna í biðtíma þegar vefsíðan hefur samband við vefþjóninn. Þegar notandi gerir eitthvað á vefsíðu t.d. með músarsmelli þá er kallað á JavaScript sem kallar svo áfram á AJAX til að fá samband við vefþjón. Í dag er farið að nota JSON í stað XML svo í raun er þetta ekki lengur AJAX heldur AJAJ en nafnið stendur engu að síður óbreytt.

JavaScript[breyta]

JavaScript er mest notaða scripting-málið sem vafrar styðja í dag. Formlegt nafn þess er í raun ECMAScript og það er ekki að neinu leyti skylt forritunarmálinu Java. Það hefur vissulega svipaða uppbyggingu en það er líka alveg eins líkt C og C++ eins og Java. JavaScript eins og önnur scripting-mál er túlkað af vafranum á meðan það er keyrt og því þarf ekki að þýða það áður í þar til gerðum þýðanda. Hægt er að bæta kóðanum hvar sem er í HMTL-skjal, þ.e. í head-hlutann og hvar sem er í body-hlutann, þó vissulega sé hreinlegast að setja það í body-hlutann eins og annað sem fer inn í HTML-skjöl.


Sagan[breyta]

Sögu JavaScript má rekja aftur til ársins 1995 þegar Netscape Navigator fór fyrst að styðja Java applet en þá fundu menn þörf fyrir því að einfalda þá vinnu fyrir þá sem ekki gátu forritað í Java og til varð LiveScript sem síðar fékk svo nafnið JavaScript. Það var forritari að nafni Brendan Eich sem fann upp JavaScript.

Sýnidæmi[breyta]

# Dæmi:
<script type="text/javascript">
alert( "Hello world!" );
</script>
Tenglar[breyta]

www.w3chools.com-AJAX
http://www.xul.fr/en-xml-ajax.html-AJAX
www.w3schools.com-JavaScript

Heimildir[breyta]

Web programming v1.04 - Höfundur: Daníel B. Sigurgeirsson
http://en.wikipedia.org/wiki/Ajax_(programming). Sótt 21.01.2013
http://en.wikipedia.org/wiki/JavaScript. Sótt 21.01.2013
http://www.oreillynet.com/pub/a/javascript/2001/04/06/js_history.html. Sótt 21.01.2013


Höfundur[breyta]

Guðmundur Rúnar Einarsson