Aðstoðarfólk í skólum
MENNTUN AÐSTOÐARFÓLK Í SKÓLUM
[breyta]Menntun aðstoðarfólks í skólum er að hluta almenn framhaldsskólamenntun en þó að stærri hluta sérhæfð fræðileg og hagnýt menntun. Hún nýtist þeim sem þegar starfa sem aðstoðarfólk eða hyggjast starfa sem aðstoðarfólk í skólum en hafa ekki lokið framhaldsskólanámi. Þótt námefnið kunni að vera prýðilega gagnlegt þeim sem lokið hafa framhaldsskólanámi þá vinnast meiri réttindi með því að viðkomandi snúi sér að háskólanámi. Þær námsbrautir sem ætlaðar eru aðstoðarfólki í skólum bjóða upp á ákveðinn sveigjanleika eins og títt eru um starfsnámsbrautir framahaldsskólanna. Nemendur geta útskrifast að lokinni tiltekinni starfsnámsbraut t.d. skólaliðabraut, eða bætt við sig og útskrifast af stúdentsbraut (sem veitir rétt til að hefja háskólanám).
Almennar kjarnagreinar framhaldsskólanna
[breyta]Áfangar sem eru sameiginglegir flestum nemendum í framhaldsskólum, hvort heldur þeir eru á bóknáms- eða iðnbrautum. Þetta eru t.d. íslenska og stærðfræði. Til að útskrifast af stúdentsbraut þarf að taka mun meira af kjarnagreinum heldur en á starfsnámsbrautunum.
Almennar kjörsviðsgreinar
[breyta]Áfangar sem tengjast ákveðnum brautum, sérstaklega félagsfræðabraut. Þetta eru t.d. sálfræði og uppeldisfræði.
Áfangar sérhæfðir fyrir aðstoðarfólk í skólum
[breyta]Áfangar sem er sérsniðnir fyrir aðstoðarfólk í skólum og eiga að vera hagnýtir. Þetta eru t.d. Umö103 (umönnun og daglegt starf)og Hea 102 (hegðun og atferlismótun).