Fara í innihald

Að nota blogger.com

Úr Wikibókunum

Leiðbeiningar um notkun á Blogger eða blogger.com

Um Blogger

[breyta]

Blogger var stofnað af þremur vinum en er í dag hluti af google samsteypunni. Frá upphafi og enn í dag hefur markmið blogger.com alltaf verið að hjálpa fólki að eiga rödd á veraldarvefnum. Í grunninn gefur blogger.com fólki tækifæri til að vera með sína eigin vefsíðu. Vefslóðin er www.blogger.com og svo er bara að byrja.


Fyrstu skrefin

[breyta]

Besta leiðin til að opna síðu og byrja að skrifa (blogga) er að byrja, learning by doing.

1. Er að stofna google account, enn það er alveg frítt og er í raun bara skráningarform.

2. Er að skíra síðuna (bloggið), t.d. menntavegur. Þá kemur vefslóðin til með að vera www.menntavegur.blogspot.com

3. Er að velja útlitið á síðunni og það er gert einfaldlega með því að smella á það útlit sem þér líkar best.

Þá er þér boðið að byrja að skrifa (blogga)

Notkun

[breyta]

Skrifin (bloggið) Það má að sjálfsögðu skrifa um hvað það sem liggur manni á hjarta. Helstu aðgerðir sem hægt er að gera eru: Skrifa texta og þá má breyta leturgerð og fleirasambærilegt við word. Hlaða inn myndum. Setja inn tengla á aðrar síður. Bjóða uppá að aðrir geti gert athugasemdir við þín skrif. Breyta lit og lögun á síðunni. O.s.frv. besta leiðin er síðan að prufa sig nógu mikið áfram.


Notkunarmöguleikar í námi og kennslu.

[breyta]

Bloggið er sérlega einfalt í notkun og getur hentað nemendum í efri bekkjum grunnskóla og í framhaldsskóla. Býður það upp á að hanna einfaldar heimasíður. Bloggið getur hentað vel í námi og kennslu. Þá fyrst og fremst til að auka fjölbreyttni í námi og fá nemendur til að fást við námsefnið á annan máta en venjulega. T.d. væri hægt að setja upp síðu um eitt norðurlandanna í staðinn fyrir að gera eins ritgerð um öll norðurlöndin. Í ákveðnu þemastarfi er hægt að setja um heimasíðu fyrir þemað og hvetja sína nánustu til að fylgjast með á síðunni. Aðrir notkunarmöguleikar Hægt er að nota blogg til að miðla upplýsingum. Hver bekkur innan skólans gæti verið með síðu þar sem kennarinn setur inn upplýsingar um t.d, hvað sé framundan, hvað sé að læra heima o.s.frv. Nemendur geta líka notað þetta til að kynna t.d. ball í skólanum, sett inn myndir og fleira. Mjög sniðugt líka að nota blogger þegar nemendur eru kannski í skólaferðalagi að þá geta foreldrar fylgst með hvernig ferðin gengur. Þá myndu nemendur sjá um að setja inn helstu fréttir og myndir úr ferðinni.

Ævar Örn Magnússon.