Fara í innihald

Að nota PhpStorm

Úr Wikibókunum

Hvað er PhpStorm?

[breyta]

PhpStorm er IDE (Integrated Development Environment), sem er ritill sem er notaður til að skrifa kóða fyrir forritunar mál. PhpStorm er hugsaður fyrir notkun á Forritunar málinu php , en þar sem php er oftast notað fyrir gerð á vefsíðum og við þær eru oft notuð fleiri forritunar mál eins og til dæmis JavaScript (Js), Hypertext Markup Language (Html), Cascading Style Sheets(Css) þá er PhpStorm með stuðning fyrir þau forritunar mál líka til að nefna nokkur.

Hvernig næ ég í PhpStorm

[breyta]

Hægt er að nálgast 30 daga prufu af forrituna hjá JetBrains sem er framleiðandi PhpStorm hérna https://www.jetbrains.com/phpstorm/download/ Svo er hægt að kaupa aðgang hjá þeim til að halda áfram að nota það. Einnig er hægt að sækja frían EAP (Early Access Program) útgáfu af PhpStorm hérna https://www.jetbrains.com/phpstorm/eap/ En hún er frí af því leiti að þeir gefa út nýja útgáfu af henni á um 30 daga fresti og er þá 30 daga frí útgáfa í boði. Þetta er svo kallaður Early Access Program sem þýðir að þetta er útgáfa sem er í prufu áður en hún er gefin út sem seld útgáfa svo maður er að nota hana í prufu tilgangi fyrir JetBrains og fær því frían aðgang í staðin. Einnig eru þeir með nemendaaðgang í boði fyrir nemendur sem hægt er að nálgast hérna https://www.jetbrains.com/student/ þar geturðu sótt um aðgang sem nemandi/kennari og fengið fría útgáfu af öllum kerfum þeirra. Sem dæmi þá fá allir nemendur Háskóla Reykjavíkur með frían aðgang að öllum kerfum þeirra með netfangi háskólans.

Til hvers nota ég PhpStorm

[breyta]

PhpStorm er notaður til þess að skrifa forritunar kóða, oftast í forritunar málinu php eða öðrum málum sem eru tengd php að einhverju leiti. Ástæðan fyrir því að nota PhpStorm en aðra texta ritla er að það auðveldar utanumhald á textaskrám sem innihalda kóða, bíður uppá “Code completion” fyrir mörg forritunar mál, sem aðstoða þig við að skrifa kóða með því að sýna þér föll og eigind sem eru í boði á hlutum þegar þú ert að skrifa kóða og því minnka innsláttarvillur sem og flýtir fyrir. Einnig er innbyggð tenging við margar útgáfustýringar (Version Control) einsog t.d. Git og SubVersion sem er gott að nota við vinnslu á forritunar kóða til að halda utan um sögu kóðans. Hvernig nota ég Php Storm? Þú byrjar á því að sækja forritið hjá JetBrains og keyrir uppsetjarann sem kemur frá þeim, Þar eru nokkur skref sem þarf að fara í gegnum til þess að velja hvar forritið á að vera geymt á tölvunni þinn, hvaða útlit á að nota. Eftir það er hægt að velja að stofna nýtt verkefni (Project) þegar búið er að stofna verkefnið er hægt að búa til möppur og skrár sem er síðan hægt að skrifa kóðann inní.

Hvað þarf ég til að keyra php kóða hjá mér?

[breyta]

Forritnar málið php er túlkað (Interpreted) en ekki Samþjappað (Complied) þarf að setja upp php túlk á tölvuna til þess að hægt sé að keyra forrit sem eru skrifuð í php á tölvunni hjá manni. Hægt er að sækja túlkinn hérna http://php.net/downloads.php

PhpStorm fyrir kennslu

[breyta]

Þar sem hægt er að bjóða uppá frían aðgang fyrir nemendur skóla þá hentar PhpStorm vel sem kennslu tól fyrir kennslu á forritunar málinu php. PhpStorm er innbyggður með mjög góðu villuskanna, sem lætur nemendur vita ef kóði er illa skrifaður eða rangt skrifaður, sem kemur í veg fyrir villur þegar kóði er keyrður og aðstoðar nemendur því mjög mikið við að ná tökum á forrinarmálinu.