Fara í innihald

Að nota OneNote

Úr Wikibókunum

Hvað er Microsoft OneNote?[breyta]

Microsoft OneNote er einstaklega hentugur hugbúnaður til að skrifa góðar glósur á einfaldan máta. OneNote hentar einnig einkum vel til að til dæmis, geyma myndbönd, texta, pdf skjöl og fleira sem þú vilt geyma á skipulagðan máta.

Í forritinu er möguleiki á að skrifa með hendinni beint á skjáinn í spjaldtölvunni og hugbúnaðurinn í OneNote breytir því yfir í texta og geymir fyrir þig. Allt sem þú vinnur í OneNote geymist öruggt í skýinu þínu. Einnig er hægt að nota OneNote í hvaða netvafra sem þú notar, í hvaða tölvu sem er.

Microsoft OneNote er ókeypis hugbúnaður fyrir bæði tölvur og snjalltæki.

Uppsetning[breyta]

Tölva[breyta]

Microsoft OneNote er einkum einfalt í notkun og til þess að nota hugbúnaðinn í tölvunni, hvort sem er í fartölvu eða borðtölvu, þarft þú eingöngu að skrá þig inn með Microsoft aðgang þínum, ásamt því að annað hvort hlaða niður forritið eða nota það í gegnum vafra.

Sækja má forritið hér: https://www.onenote.com/download

Snjalltæki[breyta]

Einkum einfalt er að nota Microsoft OneNote í hverskyns snjalltæki. Eina sem þarf til þess að nota OneNote í spjaldtölvu, síma eða hvers kyns snjalltæki er möguleikinn til að hlaða forritinu niður í gegnum Play eða App store og sækja forritið. Einnig er mögulegt að nota það gegnum vafrann sem þú notar í snjalltæki þínu til dæmis með því að slá nafninu gegnum leitarvélar eins og Google.com.

Notkun[breyta]

Tölva[breyta]

Þegar uppsetningu á forriti er lokið getur notandi búið til möppur og flokkað gögnin sín eftir sínu höfði. Hægt er að geyma nánast hvaða gögn sem er. Hvort sem notandinn óskar sér að skrifa inn glósur handvirkt eður ei, er einnig ágætur möguleiki sem hentar mörgum einkum vel. Sá möguleiki er að lesa inn glósur með hljóðnema eða jafnvel taka upp myndband sem vistað er í forritinu.

Hugbúnaðurinn getur því hentað hverjum sem er, hvaða þarfir sem notandinn hefur.

Snjalltæki[breyta]

Þegar OneNote er uppsett þarf notandi að opna forritið og getur strax byrjað að glósa á þann veg sem hentar hverjum notanda best. Öll gögn er gerð eru, geymast í persónulega skýinu þínu og birtast því í hverju tæki sem notandinn er innskráður á OneNote skýið sitt.

Fyrir Nemendur[breyta]

Nemendur geta deilt glósum og skjölum fyrir prófalestur með samnemendum sínum. Einnig er hægt að vinna að verkefum saman í OneNote eftir að það er búið að deila möppu með öðrum notendum. Margir notendur geta unnið í sömu gögnum í rauntíma.

Fyrir Kennara[breyta]

Kennarar geta geymt verkefni og verkefnalýsingar í OneNote ásamt því að deila því á mjög einfaldan máta með nemendahópum sínum. Hugbúnaðurinn hentar sérlega vel ef kennari vill deila ákveðnum skjölum eða glósum með nemendum sínum, hvort sem það eru stórir hópar eða einstaka nemendur.

Í OneNote geta kennarar búið til sérstakar minnisbækur sem hægt er að senda á nemendur gegnum hugbúnaðinn. Kennarar geta einnig unnið saman og sett upp sér eða sameiginlegar minnisbækur fyrir hvern kúrs sem er kenndur.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á einfaldan hátt frá Microsoft, linkur á eitt slíkt er hér á eftir: https://www.youtube.com/watch?v=sVF90nP9qGQ