Að nota FeedDemon

Úr Wikibókunum, frjálsa kennslubókasafninu
Jump to navigation Jump to search

FeedDemon er einfalt og frítt Windows RSS Feed Reader forrit. FeedDemon heldur utan um allar RSS færslurnar þínar á einum stað. Hægt er að sækja forritið á heimasíðu NewsGator hér að kostnaðarlausu. FeedDemon var þróað af Nick Bradbury, höfundi HomeSite, HTML editor og TopStyle, CSS editor. FeedDemon er þróað í Borland Delphi.


Hvað er RSS ?[breyta]

RSS (Really Simple Syndication) er að grunninum til XML staðall sem notaður er til að dreifa, á auðveldan hátt, efni af vefsíðum s.s. fréttum, blogg færslum og fleira. RSS færsla hefur að geyma samantekt af frétt sem svo vísar á fréttina í heild sinni. Þeir sem eru skráðir á viðkomandi RSS er því látnir vita um leið og nýtt efni kemur á síðuna.


Uppsetning[breyta]

Nálgast má Windows FeedDemon 2.7 hér. FeedDemon 2.7 er 3.9 mb að stærð og geta notendur sótt það þeim að kostnaðarlausu. Uppsetningarferlið er nokkuð einfalt og útskýrir sig sjálft. Hægt er að velja hvar þú setur forritið upp á tölvunni og hvort þú viljir "desktop icon" eða "quick launch icon". Annars eru sjálfvirkar stillingar í uppsetnigunni mjög góðar og óþarfi að fikta eitthvað í þeim.


Hvernig nota ég FeedDemon ?[breyta]

Fréttamiðlar eins og t.d. mbl.is og visir.is og margir fleiri bjóða notendum uppá að skrá fréttastreymið af síðunum með RSS. Þannig get ég farið inná mbl.is og fengið RSS feed frá íþróttafréttum og atvinnuauglýsingum svo dæmi sé tekið. Hvernig gerist ég áskrifandi að RSS straumi í FeedDemon ? Veldu File -> Subscripe (eða einfaldlega CNTR+N). Þá opnast gluggi þar sem hægt er að slá inn slóð á RSS feed. ( t.d. http://feeds.mbl.is/mbl-frettir-enski fyrir fréttir um enska boltan af mbl.is)Svo er ýtt tvisar sinnum á Next og að lokum Finish. Nú er notandinn skráður og fær fréttir í FeedDemon forritið um leið og ný frétt um enska boltann er sett á síðuna. Þannig geta notendur safnað saman uppáhalds efninu sínu og haft á einum stað í stað þess að flakka á milli margra heimasíðna.


Hvernig finn ég RSS veitur á heimasíðum ?[breyta]

Margar vefsíður bjóða uppá RSS til notenda og slík tækni er að verða gríðarlega vinsæl. Svokallað RSS logó er staðsett á heimasíðum, oft efst. Logóið lítur svona út. Smellt er á lógóið til að gerast áskrifandi. Einnig er hægt að klippa og líma slóð RSS veitunnar og setja í FeedDemon með aðgerðinni CTRL+N.


Listi yfir nokkrar RSS veitur[breyta]

mbl.is - Fréttir - Innlendar fréttir
Textavarp - Innlendar fréttir
mbl.is - Íþróttir
mbl.is - Tölvur og tækni
Vísindvefurinn - Almennt
Vísir.is - Forsíða

Hvernig nýtist FeedDemon nemendum og kennurum[breyta]

FeedDemon heldur utan um allar þær RSS veitur sem þú vilt. Þetta getur verið afar gagnlegt í heimildaleit ef þú vilt t.d. fá allar fréttir tengdar ákveðnu efni. Kennarar gætu notað RSS veitur til að koma upplýsingum á skilvirkan hátt til nemenda sinna. Hægt er að gerast RSS áskrifandi að bloggum þannig að ef kennari væri með blogg tengt kennslu gætu nemendur nýtt sér það.