Að leggja á hest
Fara á hest
[breyta]Að fara á hestbak úti í náttúrunni einn eða með góðra vina hópi er góð skemmtun. Það er ekkert betra en á björtum degi að fara með besta vini þínum í reiðtúr. Ef við ætlum okkur á hestbak þá þarf maður að leggja á hestinn bæði beisli og hnakk. Við ætlum að fara hér yfir hvernig það er gert og ættu þeir sem lofta hnakk og geta náð upp á haus á hesti að vera hæfir í þetta verkefni. Börn frá 10-12 ára aldri ættu að ná þessu sjálf ef rétt er farið að við verkið.
Að leggja á hest
[breyta]Til að byrja með er gott að hesturinn sé ekki á opnu svæði til þess að hann fari ekki frá þér. Líkamstjáning þín má ekki vera ógnandi við hestinn því þá fer hann frá þér, best er að tala til hestsins með rólegri röddu og ef til vill gefa honum nammi til að fá hann til þín. Halda þarf um beislið með báðum höndum önnur hendin um höfuðól beislis og hin höndin um mélin. Farið er með beislið að hestinum og mélin sett upp í hestinn með aðstoð þumalfingurs sem stungið létt inn um munnvik hestsins og mélin sett upp í hann á meðan hin höndin setur höfuð ólina yfir eyrun, ef að knapinn fer vel að hestinum og er öruggur við verkið þá gengur þetta oftast vel. Þegar hnakkurinn er settur á þá þarf að hafa ístöðin og gjörðina upp á hnakknum til þess að það sláist ekki í hestinn meðan hnakkurinn er settur á bak hestsins. Athuga þarf þó fyrst að binda hestinn til að hann fari ekki í burtu. Þegar hnakkurinn er settur á þá þarf að passa að setja hann fyrst frekar framarlega og renna honum létt aftur með hárunum þannig að hann sitji á miðju baki hestsins. Miða skal við að hnakkurinn sé ekki í bógum hestsins og að gjörðin sé handarbreidd frá framfæti hans þegar gjörðin er spennt til þess að hefta ekki hreyfingar hestsins. Þegar stigið er á bak þá er staðið þétt við hlið hestsins, tekið upp taumsamband og fjær fóturinn er settur í ístaðið. Síðan þarf knapinn að hópalétt upp á hestinn og sveifla létt fætinum yfir hinum megin og í ístaðið. Passa þarf að setjast varlega niður til þess að hestinum bregði ekki eða knapinn meiði ekki hestinn í bakinu.
Hesturinn
[breyta]Hestar eru hópdýr og flóttadýr þeir flýja frekar en að bíða og sjá hvað gerist því það er í eðlið þeirra.
„Íslenski hesturinn er fremur smár sem reiðhestur, að meðaltali um 140 cm á herðakamb og 350 kg, samanborið við mörg önnur reiðhestakyn sem eru á milli 155 og 170 cm á hæð á herðakamb og vega um 450-550 kg. Þess vegna lítur fullorðið fólk út fyrir að vera stórir knapar á íslenskum hestum og hlutfall þunga knapa af þunga hests verður oft hærra en tíðkast hjá erlendum reiðhestakynjum,“ (Guðrún Stefánsdóttir, lektor í Hestafræðideild Hólaskóla)