Að búa til vefalbúm í Adobe Photoshop 7.0

Úr Wikibókunum
Þessi bók þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikibækur. Skoðaðu sýnibækur til að bæta hana.

Það getur verið gaman að búa til myndaalbúm til þess að deila með vinum og vandamönnum á netinu. Margir nýtast sérstaklega við þessa tækni þar sem mamma, pabbi, amma, afi, frænka eða frændi eru langt í burtu, jafnvel hinumegin við hafið. Það er því tilvalið að tileinka sér það hvernig búa á til Vefalbúm með forritinu Adobe Photoshop 7.0. Þess má geta að til þess að miðla vefalbúminu áfram er nauðsynlegt að hafa aðgang að svokölluð ftp svæði sem geymir möppuna svo möppuna sem albúmið vistast í og gerir þannig aðgengilegt á netinu.

Undirbúningur[breyta]

Möppur þurfa að vera á vísum stað. Búa þarf til tvær möppur:

  • Mappa með myndum sem nota á í albúmið
  • Tóm mappa sem albúmið vistast í

Ég hef hér búið til möppu staðsett á skjáborðinu/desktop sem heitir Vefalbúm en þar er einnig að finna möppuna Myndir sem hefur að geyma myndirnar sem nota á í albúmið. [1]

Albúmið | Web Photo Gallery[breyta]

Fyrst þarf að velja úr Adobe Photoshop 7.0 tækjaslánni: File - Automate - Web Photo Gallery [2]

Í glugganum sem þá opnast þegar "Web Photo Gallery" hefur verið valið, er að finna efst grunnupplýsingar og stillingar albúmsins. Hægt er að velja úr aragrúa sniða fyrir vefalbúm. Einna vinsælast er þó "Simple" sniðið sem er aðgengilegast og þægilegast í notkun. [3] Stillingarnar Email og Extention þarfnast ekki frekari breytinga.


Möppur til notkunar | Folders

Í glugganum má sjá undirfyrirsögnina "Folders" þar skal velja í:

  • Source - möppuna sem inniheldur myndirnar sem á að nota í albúmið, en í..
  • Destination - skal hinsvegar velja þá möppu sem stendur tóm tilbúin að taka á móti albúminum. [4]

Stillingar | Options

Neðsti hluti gluggans heitir "Options" en þar má finna stillingar fyrir:

  • Borða / Banner

Svokallaður borði albúmsins sem birtist alltaf efst fyrir ofan bæði myndayfirlit, og hverja mynd fyrir sig. Hægt er að fylla inn upplýsingar um: 1) Nafn á vefalbúmi / Site name 2) Myndasmið / Photographer 3) Netfang / Contact info 4) Dagsetningu / Date 5) Leturgerð/ Font 6) Leturstærð / Size - [5]

  • Yfirlitsmyndir | Thumbnails

Yfirlitsmyndir eru þær myndir sem birtast á forsíðu albúmsins. Þeim er raðað upp í raðir og dálka en þar er hægt að smella á hverja mynd fyrir sig til þess að skoða hana nánar. Hægt er að stilla 1) Stærð mynda 2) Fjölda dálka 3) Fjölda raða 4) Þykkt ramma utan um mynd 5) Hvaða upplýsingar birtast við hverja mynd 6) Leturgerð 7) Leturstærð. - [6]

  • Stórar myndir | Large images

Með stórum myndum er átt við stillingar myndanna þegar þær birtast hver í sínu lagi á sér síðu. Stillingar sem hægt er að velja um fyrir stórar myndir eru: 1) Stærð mynda 2) Þykkt ramma utan um mynd 3) Hvaða upplýsingar birtast við hverja mynd 4) Leturgerð 5) Leturstærð. - [7]

Þegar allar stillingar hafa verið valdar og fylltar inn er þvínæst ýtt á "OK" efst í glugganum til hægri.

Frágangur[breyta]

Þegar hér er komið við sögu ætti Photoshop að vera í þann mund að ljúka við uppsetningu myndaalbúmsins. Það er gert þannig að inni í tómu möppunni (í þessu tilfelli "vefalbúm") verða til þrjár aukamöppur sem halda utan um myndir, yfirlitsmyndir, og síður fyrir hverja mynd fyrir sig. Í rótinni á möppunni er að finna "index.htm" skrá en það er forsíðan fyrir albúmið svo er hægt að skoða hverja mynd fyrir sig:

  • Forsíða [8]
  • Ein mynd fyrir sig [9]

Sjá má myndaalbúmið í heild sinni á slóðinni: http://musakennsla.net/wikiverkefni/vefalbum/index.htm