21. aldar hæfni

Úr Wikibókunum

Þessi wikibók mun fjalla þætti sem gjarnan eru tengdir við 21. aldar færni.

Þegar talað er um hæfni í Hvítbók, sem gefin er út af ríkisstjórn Íslands og varða umbætur í menntun, er átt við að nemendur skulu fá tækifæri til að efla þekkingu sína, leikni og viðhorf til þeirra námsþátta sem til grundvallar náms eru hverju sinni. Þá hæfni skulu skólar leitast við að styrkja í námi sérhvers nemanda sem þátttakendur í 21. aldar samfélagi. Stigvaxandi kröfur eru um aukna aðlögunarhæfni og framþróun nemenda og þeir þurfa að fá tækifæri til eflingar og þjálfun í að verða læsir á 21. aldar færni sem fjórða iðnbyltingin krefst af mannkyninu.

Hér verður lausleg kynning á nokkrum þáttum sem gjarnan eru nefndir sem færni 21. aldarinnar.

  • Lausnaleit (e. problem solving)
  • Geta til greininga (e. analytical thinking)
  • Gagnrýnin hugsun (e. critical thinking)
  • Sköpun (e.Creative thinking)
  • Tækniþekking (e. technology skills)
  • Samvinna (e. collaboration)