Fara í innihald

21. aldar færni

Úr Wikibókunum

Þessi wikibók mun fjalla um þætti sem gjarnan eru tengdir við 21. aldar færni. Þessi texti er settur saman til að lesendur geti glöggvað sig eins á þeim færniþáttum sem á ensku ganga undir 21. century skills. Þessi samantekt er byggð á 8 enskri samantekt sem finna má hér.

21. aldar færni

Þegar talað er um hæfni í Hvítbók, sem gefin er út af ríkisstjórn Íslands og varða umbætur í menntun, er átt við að nemendur skulu fá tækifæri til að efla þekkingu sína, leikni og viðhorf til þeirra námsþátta sem til grundvallar náms eru hverju sinni. Þá hæfni skulu skólar leitast við að styrkja í námi sérhvers nemanda sem þátttakendur í 21. aldar samfélagi. Stigvaxandi kröfur eru um aukna aðlögunarhæfni og framþróun nemenda og þeir þurfa að fá tækifæri til eflingar og þjálfun í að verða læsir á 21. aldar færni sem fjórða iðnbyltingin krefst af mannkyninu.

Hér verður lausleg kynning á nokkrum þáttum sem gjarnan eru nefndir sem færni 21. aldarinnar. Ýmsir fleiri þættir eru einnig nefndir en verða ekki gerð skil í þessum texta.


Hér má finna stutta kynningu á færniþáttum 21. aldarinnar.



Lausnaleit (e. problem solving)

[breyta]
problem solving

Að einstaklingur sé fær um að koma auga á og hafa getu til að leysa úr fjölbreyttum vandamálum á farsælan hátt einn og sér eða í samstarfi við aðra.

Lausnaleit felur meðal annars í sér:

  • Að læra af fyrri reynslu og vandamálum
  • Að finna nýjar leiðir að lausnum
  • Að vita á hvað á að horfa
  • Að geta hvoru tveggja fundið lausnir einn og sér eða í samstarfi við aðra
  • Að hafa getu til að yfirfæra fengna reynslu að nýjum aðstæðum
  • Að skoða viðfangsefnið út frá fjölmörgum sjónarhornum til að geta mögulega fundið hið óþekkta og bestu mögulega lausnina

Hefur þú velt því fyrir þér hvaða leiðir þú velur þegar þú leitar úrlausna á ánhverju tilteknu sem þú hefur ekki þurft að glíma við áður?


Geta til að greina (e. analytical thinking)

[breyta]

Að einstaklingur hafi getu til að greina rétt frá röngu og skilja hvað það er sem gerir þá ákveðnu mynd af því sem til úrlausnar eða skoðunar er og hafi þekkingu á því sem hann er að greina. Einstaklingurinn þarf að hafa þekkingu á viðfangsefninu og getu til að greina viðfangsefnið niður í smærri hluta.

Analytical thinking

Hann þarf til að mynda að:

  • Geta fundið lykilatriði í texta
  • Geta aðgreint staðreyndir frá skoðunum
  • Geta greint mynstur
  • Geta brotið niður efni í smærri hluta
  • Geta borið kennsl á orsök og afleiðingu
  • Geta unnið úr upplýsingum á rökréttan hátt

Hefur þú velt því fyrir þér hvernig þú ferð að því að greina þau viðfangsefni sem þú fæst við?


Gagnrýnin hugsun (e. critical thinking)

[breyta]
gagnrýnin hugsun

Að einstaklingur geti rýnt sér til gagns. Að hann geti spurt sig gagnrýnna spurninga á borð við:

  • Hvað finnst mér um þetta?
  • Af hverju finnst mér þetta?
  • Hvaðan kemur þekkingin um þetta?
  • Hvað greinir efnið?
  • hvað tengir það saman?
  • hvert leiðir lausnin okkur?

Einstaklingurinn þarf að umorða það sem hún er að spyrja sig að og skoða, greina flókin viðfangsefni, sækja upplýsingar varðandi viðfangsefnið, vanda sig og gæta að því að afvegaleiðast ekki við yfirfærslu þess efnis sem hún er að leita sér skýringa við og átta sig á tengslum þess við raunveruleikann.

Hefur þú velt því fyrir þér hvernig þú rýnir þér til gagns í daglegu lífi?

Sköpun (e. creative thinking)

[breyta]
Thinking

Að einstaklingur fái þjálfun í hvers skyns sköpun, framsetningu og hvernig hægt er að tengja ólíka þætti saman og skapa þar með nýjan. Sköpun krefst einbeitingar. Starfsvettvangur framtíðarinnar mun líklega geta tilkall til einstaklinga sem hafa getu til að nota skapandi hugsun og getu til að þróa nýjar lausnir á flóknum viðfangsefnum. Skapandi hugsun framtíðarinnar gæti gert kröfur um góða og haldbæra stafræna þekkingu þar sem einstaklingurinn á að geta unnið úr viðfangsefnum þar sem stafrænnar kunnáttu er krafist og hvernig hann tengir hana við þekkingu í hinu daglega lífi. Þegar einstaklingur vinnur með hæfni sköpunar nýtir hann upplýsingar frá sinni fyrri þekkingu og yfirfærir á þætti sem krefjast endurhönnunar eða skipulagningar til að geta skapað það nýja sem viðfangsefnið snýst um.

Hefur þú velt því fyrir þér hvernig þú nýtir sköpunareiginlega í daglegu lífi?


Tækniþekking (e. technology skills)

[breyta]

Að einstaklingur fái tækifæri til náms með hvers kyns tækjum og tólum og fái tíma til að átta sig á hvernig tækni getur nýst þeim í daglegu lífi.

Hugarkort

21. aldar tæknisamfélag gerir kröfur um ákveðna færni einstaklinga þar sem tölvu og tækniþekkingar er þörf sem og að öðlast færni í að lesa úr þeim upplýsingum sem þar er að finna og flokka gagnlegar upplýsingar frá ógagnlegum eða röngum upplýsingum.

Mikilvægt er að einstaklingar:

  • Átti sig á hvernig veraldarvefurinn vinnur og virkar
  • Hafi þekkingu á hvernig og með hvaða leiðum er hægt að nálgast upplýsingar á neti
  • Kynni sér reglulega hvað er að gerast í tækniheiminum og hvað framþróun á sér stað
  • Hafi einhverja þekkingu á hvernig forritun virkar

Hefur þú velt því fyrir þér hversu fær þú ert þegar kemur að tækniþekkingu?


Samvinna (e. collaboration)

[breyta]
Samvinna

Að einstaklingur fái tækifæri til að þjálfa sig í hvers kyns samskiptum og að úrlausn fjölbreytilegra verkefna í samfélagi með öðrum. Hverskyns samvinna er nauðsynleg þegar einstaklingar taka þátt í hinu daglega lífi. Með aukinni hnattvæðingu og fjölbreyttari samskiptatækni þarf færni á þessu sviði að vera til staðar, hvort heldur inná við í samfélagi þar sem einstaklingar þekkjast og eða útávið þar sem einstaklingar þekkjast lítið eða ekkert.


Einstaklingar geta öðlast þjálfun með margvíslegum hætti, til að mynda með:

  • Ýmsum þverfaglegum samvinnuverkefnum
  • Þrautalausnaverkefnum
  • Ýmiskonar verklegri vinnu
  • Samtölum við aðra

Hefur þú velt því fyrir þér hvernig þú nýtir eiginleika þína til samvinnu?


Krossapróf

[breyta]

1 Í hvaða bók er misst á hæfni?

Grábrók
Grábók
Landsbók
Hvítbók

2 Hverjir eiga að letast eftir því að styrkja hæfni nemenda?

Bókasöfn
Skólar
Íþróttafélagið
Ekkert að ofan er rétt

3 Hversu margir færniþættir eru nefndir í greininni?

5
7
6
8

4 Hvaða færniþáttur af ofantöldum er mikilvægastur?

Samvinna
Allir þættirnir eru jafn mikilvægir
Sköpun
Geta til að greina

5 Við hvaða færniþátt er átt; "Að einstaklingur geti rýnt sér til gagns"?

Samvinna
Lausnaleit
Tækniþekking
Gagnrýnin hugsun


Heimildir:

[breyta]

Myndir

[breyta]

Myndband

[breyta]

Aðrir gagnlegir tenglar

[breyta]