.NET (C

Úr Wikibókunum

Upphaf og saga[breyta]

.NET umhverfið er hugbúnaðaríhlutur sem var og er þróaður af Microsoft rétt fyrir síðustu aldarmót, en hét þá Next Generation Windows Services eða NGWS. Seint árið 2000 var .NET 1.0 gefið út og í dag fylgir nýjasta útgáfa þess með Microsoft Windows stýrikerfum. Þar er að finna mikið magn af lausnum sem þegar hafa verið kóðaðar til að nota við hugbúnaðargerð. .NET var þróað til að einfalda foritunarskil við Windows.[1][2]

Í Base Class Library er hægt að finna notendaviðmót, aðgang að gögnum, dulkóðun og fleiri kóða til notkunar. Forritarar geta síðan notað þá kóða með sínum eigin kóða til að búa til hugbúnað með .NET umhverfinu. Gert er ráð fyrir því að .NET umhverfið sé notað fyrir flest ný forrit sem eru búin til fyrir Windows þá bæði fyrir tölvur og farsíma. Í dag er mörgum kerfum nauðsynlegt að samskipti milli nýrra og eldri forrita gangi vel, .NET gerir okkur kleift að gera þetta á auðveldan hátt.[1]

C#[breyta]

C# (borið fram C Sharp) er hlutbundið forritunarmál er hluti af Visual Studio þróunarumhverfinu sem notar .NET. C# kom út í júní árið 2000 og var svar Microsoft við forritunarmálinu Java frá Sun. C# var hannað af danska hugbúnaðarverkfræðingnum Anders Hejlsberg en hann þróaði einnig forritunarmálin Turbo Pascal, Delphi og TypeScript.[3]

C# var hannað með það í huga að vera einfalt, nútímalegt og hlutbundið og með tag öryggi. Tag öryggi er það þegar ekki er hægt að keyra forrit nema að breyta sé að fá rétt tag og ekki er hægt að umbreyta sumum tögum yfir í annað. Málið hefur líka sjálfvirka minnishreinsun líkt og Java. Sem virkar þannig að forritið hreinsar hluti úr minninu sem það er ekki lengur að nota og kemur þannig í veg fyrir keyrsluvillur.[3]

Heimildir[breyta]

  1. 1,0 1,1 .NET Framework, Skoðað 26. janúar 2014.
  2. .NET-umhverfið, Skoðað 26. janúar 2014.
  3. 3,0 3,1 C Sharp, Skoðað 26. janúar 2014.

Lena Dís Rúnarsdóttir