Fara í innihald

Þroskaþjálfar

Úr Wikibókunum
<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Höfundur Auður Jónasdóttir

Þjálfun barna sem fengu barnaveiki um 1950

Hvar lærir maður að verða þroskaþjálfi?

[breyta]

Nám í þroskaþjálfafræði miðar að því að nemendur öðlist sérfræðiþekkingu og hæfni til þess að veita fötluðu fólki fjölbreytilega þjónustu og ráðgjöf í samfélaginu í þeim tilgangi að styðja við fullgilda samfélagsþátttöku þeirra, jafnrétti og lífsgæði á við aðra. Námið er þriggja ára fræðilegt og starfstengt 180 eininga grunnnám.

Meginfræðasvið í námi þroskaþjálfa eru þroskaþjálfafræði, fötlunarfræði, félagsfræði, þroskasálfræði og siðfræði. Nemendur kynnast þróun kenninga og hugmynda um fötlun og fá innsýn í nýjar íslenskar og erlendar rannsóknir og áherslur í búsetu-, atvinnu-, skóla- og fjölskyldumálum.

Nemendur geta sérhæft sig í starfi með börnum og unglingum eða í þjónustu við fullorðið fólk. Í þroskaþjálfanámi er lögð rík áhersla á að nemendur fái góða þjálfun á væntanlegum starfsvettvangi og kynnist starfi þroskaþjálfa og aðstæðum fatlaðra. Þroskaþjálfar starfa vítt og breitt í velferðarkerfinu með fötluðu fólki á öllum aldri.

Á háhesti

Viðfangsefni í þroskaþjálfanámi skipast á þrjú svið: Grunnnámskeið, hagnýt fræði, þroskaþjálfafræði og vettvangsnám.

Fötlunarfræði er kynnt sem eitt af meginfræðasviðum þroskaþjálfa. Þar munu nemendur kynnast þeim mörgu viðfangsefnum sem er að finna í þessari nýju fræðigrein, m.a. þróun kenninga og hugmynda um fötlun og innsýn í nýjar íslenskar og erlendar rannsóknir og +áherslur í búsetu-, atvinnu-, skóla- og fjölskyldumálum.

Hvaða fög ( námskeið ) lærir maður?

[breyta]

Nokkur af þeim námskeiðum sem kennd eru : Þroskasálfræði –Félagsfræði- Fötlunarfræði- Tjáning, miðlun,samskipti – Sálfræði - Aðferðarfræði – Siðfræði – Heilsa og umönnun – Fatlanir – Fjölskylda og samvinna og mörg fleiri.

Hvar vinna þroskaþjálfar?

[breyta]

Þroskaþjálfar starfa með fötluðu fólki frá vöggu til grafar ef svo má að orði komast.

Starfsvettvangur Þroskaþjálfa er mjög fjölbreyttur og skemmtilegur, þeir vinna með börnum, unglingum, fullorðnu fólki, foreldrum og öðru fagfólki.


Þeir vinna í leikskólum, skólum, á vinnustöðum t.d. hæfingarstöðum og vernduðum vinnustöðum og eins sem stuðningur inn á almennan vinnumarkað. Þeir starfa inn á heimilum t.d. áfangaheimilum, sambýlum, skammtímavistun og í sjálfstæðri búsetu. Þroskaþjálfar starfa einnig sem kennarar í Fullorðinsfræðslu og í sumarbúðum. Þeir starfa sem ráðgjafar á vegum stofnana sem þjónusta fatlað fólk og fjölskyldur þeirra.

Krossapróf:

[breyta]

1 Í hvaða skóla lærir maður að verða þroskaþjálfi

Mímir
Kennaraháskóla Íslands
Safamýrarskóla
Iðnskólanum í Reykjavík

2 Þroskaþjálfar vinna aðallega með

fötluðu fólki
ungbörnum
hermönnum
ellilífeyrisþegum

3 Nám þroskaþjálfa árið 2007 er

30 einingar
60 einingar
90 eininingar
120 einingar


Ítarefni

[breyta]