Fara í innihald

Þankahríð

Úr Wikibókunum

Í þankahríð opna nemendur huga sinn fyrir frjálsu flæði hugmynda um ákveðið efni. Nemendur reyna að gagnrýna ekki hugmyndir sínar þegar þær birtast þeim heldur punkta allt hjá sér. Í óþvinguðu umhverfi geta nemendur lagt fram hugmyndir sínar og rökrætt þær við samnemendur. Markmiðið með að hefja kennslu á þankahríð er að ná fram nýstárlegum og áhugaverðum hugmyndum og þess vegna er svo mikilvægt að nemendum líði vel og séu óhræddir við að taka áhættur. Í bók sinni "Listin að spyrja; Handbók fyrir kennara" telur Ingvar Sigurgeirsson upp eftirfarandi reglur hannaðar af Edward deBono fyrir þankahríð:

1. Engin gagnrýni er leyfð. 2. Hverjum og einum leyfist að segja það sem honum býr í brjósti 3. Ekki þarf að skýra hugmyndir í löngu máli. Örfá orð geta nægt. 4. Mikilvægt er að gefa ritara nægan tíma til að skrá þær hugmyndir sem fram koma. 5. Þátttekendur þurfa að fylgjast vel með leiðbeinandanum. (Ingvar Sigurgeirsson, 1998,deBono, 1986)

Mjög mikilvægt er að kennarinn fylgist vel með framvindu þankahríðar. Hann gætir þess að reglur séu í hávegum hafðar og að hópurinn festist ekki. Kennarinn þarf einnig að vera vakandi fyrir eigin framkomu, orðavali, raddblæ og svipbrigum þar sem hann setur tóninn fyrir hópinn varðandi ríkjandi andrúmsloft.

--Arnybirg 00:53, 15 desember 2006 (UTC)