Fara í innihald

Þátttökumenning

Úr Wikibókunum

Höfundur: Þórunn Vignisdóttir

Hvað er þátttökumenning

[breyta]

Henry Jenkins útfærði í bók sinni “Confronting the Challenges of Participatory Culture” þær félagslegu færnir sem börnum ber að tileinka sér í rafrænum heimi og talar um upplýsingalæsi 21. aldarinnar (e. 21. century literacy skills) í því samhengi. Börn og unglingar í dag leika sér að mestu við notkun á upplýsingatækni (UT), sem gefur grundvöll til nýrra áherslna í skipulagðu frístundarstarfi. Þar sem leikur barnanna er nýttur til að miðla þekkingu og styðja mótun barnanna. UT tengdir leikir og notkun er þess vegna orðið verkfæri í skipulagningu á kennslu -og mótunarferlum (Jenkins et al 2006:37). Jenkins kynnir fræðina um þátttökumenningu (Participatory culture) í því samhengi, þar sem hann hefur greint mismunandi notkun barnanna á UT. Þetta eru þau form af UT leikjum og svæðum þar sem börn nýta UT. Það sem þessi svæði eiga sameiginlegt og eru einkennandi við UT leiki barna í dag, er að þetta eru félagslegar tengingar, samfélög þar sem börnin vinna saman.

Í þáttökumenningu eru þessi stafrænu færnissvið nýtt sem undirstaða að stafrænni mótun og nýtast svo áfram til samfélagslegrar þáttöku, félagsfærni og atvinnu- og námsmöguleikum á þessum stafrænu tímum. Jenkins talar um færnisviðin sem félagslegar færnir í rafrænum heimi. Þar samfélagsleg þáttaka, félagsfærni og þáttaka í námi og atvinnu byggir á rafrænum færnum. Færnirnar gefa af sér verkfæri til að hugsa, ígrunda og eiga samskipti með öðrum til að þróa, dreifa og búa til þekkingu (Jenkins 2007:73). Í þáttökumenningu læra börnin af hvor öðru. Hlutverk okkar leiðbeinanda er að skapa rými og aðstæður til að miðla félagslegum færnum. Eini munurinn er að þessar félagslegu færnir nýtast við notkun á UT.

Henry Jenkins posing


Heimildir:

[breyta]

Jenkins, H. (2007) Confronting the Challenges of Participatory Culture