Úrklippubækur
Höfundur Elísa Henný Sigurjónsdóttir
Föndurkvöld
[breyta]Skemmtun með skólafélögum að búa til úrklippubók. Góð hugmynd fyrir nemendur í 1 - 5 bekk grunnskóla.
Aðalnámskrá
[breyta]Í aðalnámskrá stendur að: Æskilegt er að tengja bókmenntakynningu við beina málþjálfun, bæði með því að nemendur fái tækifæri til að flytja texta munnlega með upplestri, endursögn, söng, flutningi á efni sem hefur verið lært utan að, leikrænni tjáningu og að búa til bækur, blöð og veggspjöld.
Tilgangurinn
[breyta]Tilgangurinn með verkefninu er að auka ímyndarafl og sköpun nemanda. Lagt er upp úr því að nemendur velja sjálfir pappírinn, límmiða, myndir og fylgihluti. Þetta gefur bókinni skemmtilegt útlit. Hugmyndir og sköpun nemendanna er aðalatriði. Nemendur fá alveg frjálsar hendur í að styrkja ímyndaraflið og framkvæma sínar eigin hugmyndir. Börn eru óhrædd að blanda saman ólíkum litum, formum og grafík. Þau læra einnig að nota áhöld og verkfæri. Nemendur fá þjálfun í að nota stafræna myndavél, tölvur og prentara.
Úrklippubækur
[breyta]Bækur, myndir, pappír, litir og ýmis áhöld og hlutir
Úrklippubækur eru nánast það sama og búa til myndaalbúm, það er bara lögð meiri vinna í að skapa skemmtileg útlit. Í bókinni eru myndirnar límdar á karton. Úrklippubækur eru búnar til úr marglitum pappír með forsíðu úr stífum pappa sem hægt er að klippa út ramma fyrir mynd. Myndirnar af nemendunum eru teknar á stafræna myndavél. Síðan eru þær settar inn á tölvuna og prentaðar út. Kennarinn biður nemendur að finna hluti sem þeir geta skreytt bókina með sem tengjast þema bókarinnar. Nemendurnir koma með þetta með sér á föndurkvöldið.
Verkefnalýsing
[breyta]Myndir af nemendunum eru teknar á stafræna myndavél. Kennarinn aðstoðar nemendurna að taka myndir á stafræna myndavél. Nemendur fá frjálsar hendur um myndefni. Þeir taka hópamyndir eða einstaklingsmyndir. Einnig geta nemendur komið með myndir að heiman t.d. gamlar bekkjamyndir. Nemendurnir hlaða myndunum inn í tölvuna og prenta þær út. Fallegra er að prenta myndirnar á ljósmyndapappír en hann er dýrari en venjulegur pappír. Einnig er hægt að nota ljósmyndir sem nemendur koma með. Nemendur geta valið um ákveðin þema t.d. skólafélagarnir mínir. Nemendurnir hjálpa hvor öðrum að velja bestu myndirnar. Svo klippa þeir myndirnar í ýmis form og mismunandi stærðir.
Nemendurnir velja sér bakgrunn og fylgihluti.
Þá er hægt að byrja. Fyrst leggja þær bakgrunninn á borðið og setja síðan myndina á hann. Forsíðan sett ofan á, en hún er búin til með því að klippa út ramma fyrir myndina. Svo er að líma og festa fylgihlutina á forsíðuna, skreyta og skrifa texta.
Hægt er að nota límmiða með stöfum til að skrifa nöfn eða haus á bókina.
Einnig er hægt að nota mismunandi penna til að skrifa með.
Blöðin eru fest saman með borða sitt hvoru megin.
Íslenskt efni um úrklippubækur
- Skrappkelling - blogg áhugafólks um úrklippur