Íslensku sauðalitirnir
Útlit
- tilvísun visindavefur.is
Íslenskt sauðfé er náskylt gamla norska stuttrófufénu og sumir af íslensku sauðalitunum finnast í norska stuttrófufénu.
Sauðalitirnir skiptast í þrjá flokka, tegundir lita, litamynstur og tvíliti.
Til eru fjórar tegundir lita:
- hvítt
- gult eða rauðgult
- svart
- mórautt
Sex litmynstur eru til:
- hvítt
- grátt (grámórautt)
- golsótt (mógolsótt)
- botnótt (móbotnótt)
- grábotnótt (grámórubotnótt)
- svart (mórautt) án mynsturs
Tvílitir eru margir, a.m.k. 32:
Baugótt | Flekkótt | Flikrótt |
Dropótt | Albíldótt | Jakobsbíldótt |
Kjömmubíldótt | Krögubíldótt | Höttótt |
Höttukápótt | Hreinkápótt | Hosótt |
Huppukápublesótt | Arnhosótt | Arnhöfðótt |
Leistótt | Leggjótt | Krúnótt |
Lauf | Blesótt | Huppukápótt |
Hosur, krúna, lauf | Hosublesótt | Hosukrögótt |
Krögótt | Krúnuleistótt | Svart, mórautt |
Krúnuleistótt | Sokkótt |