Fara í innihald

Íslensku sauðalitirnir

Úr Wikibókunum
  1. tilvísun visindavefur.is

Íslenskt sauðfé er náskylt gamla norska stuttrófufénu og sumir af íslensku sauðalitunum finnast í norska stuttrófufénu.

Kindur á beit

Sauðalitirnir skiptast í þrjá flokka, tegundir lita, litamynstur og tvíliti.

Til eru fjórar tegundir lita:

  • hvítt
  • gult eða rauðgult
  • svart
  • mórautt

Sex litmynstur eru til:

  • hvítt
  • grátt (grámórautt)
  • golsótt (mógolsótt)
  • botnótt (móbotnótt)
  • grábotnótt (grámórubotnótt)
  • svart (mórautt) án mynsturs

Tvílitir eru margir, a.m.k. 32:

Baugótt Flekkótt Flikrótt
Dropótt Albíldótt Jakobsbíldótt
Kjömmubíldótt Krögubíldótt Höttótt
Höttukápótt Hreinkápótt Hosótt
Huppukápublesótt Arnhosótt Arnhöfðótt
Leistótt Leggjótt Krúnótt
Lauf Blesótt Huppukápótt
Hosur, krúna, lauf Hosublesótt Hosukrögótt
Krögótt Krúnuleistótt Svart, mórautt
Krúnuleistótt Sokkótt