Fara í innihald

Íslenskir kvennþjóðbúningar - kennarahluti

Úr Wikibókunum

Velkominn í vefleiðangur um Þjóðbúninga

[breyta]

Mynd:Þjodbuningur.jpg


Kona í þjóðbúning

Kynning

[breyta]

Þessi vefleiðangur er um íslensku kvennþjóðbúningana. Það er ætlunin að það sé unnið í textílmennt. Einnig er hægt að samþætta fleiri námsgreinar inn í verkefnið, eins og tölvukennslu og samfélagsfræði.

Verkefni

[breyta]
Upptalning
Upptalning

Nemendur eiga að afla sér upplýsinga um þjóðbúninganna og geta notað til þess vefsíður sem eru tilgreindar hérna að neðan. Einnig má nota upplýsingar fengnar á söfnum eða frá heiminum þeirra. Nemendur verða að athuga að geta heimilda í sínum verkum þegar unnið er með ýtarefnið. Auk þess er ætlast til textinn sem nemendur skrifa komi frá þeim sjálfum og sé því ekki klipptur út og límdur inn í þeirra verkefni.
Bjargir

[breyta]

Vefur um íslenska þjóðbúninga

Frásögn um Íslenska kvenbúninga nú og áður fyrr

Einnig er tilvalið að senda þau á bókasafnið, eða hafa bækur við hendina inni í stofu.

Ferli

[breyta]

Verkefnið er ætlað fyrir 8. bekk grunnskóla og er miðað við að það sé unnið í hópvinnu, 2-3 saman. Gott er að tengja þessa vinnu útsaumsverkefni sem mun síðan fylgja í kjölfarið. Og sé þá mynstur og útsaumur hafður sem kveikja að eigin túlkun nemenda.

Niðurstaða

[breyta]

Það er ætlunin að með þessu verkefni fræðist nemendur um þjóðbúningana. Gaman er að tengja það síðan myndum af þjóðbúningum nágrannaþjóða. Nemendur munu kynna niðurstöður sínar með því að búa til kynningu gjarnan sem klippimynd(collage). Nauðsynlegt er þá að þau hafi tækifæri til að prent út eða ljósrita myndir. Nemendur kynna svo niðurstöðu sína fyrir samnemendum og kennara og þar með fá þau einnig þjálfun í því að koma fram og miðla efni sem þau hafa verið að vinna að.

Höfundur

[breyta]

Ásdís Elva Pétursdóttir