Fara í innihald

Íslenskir kvenþjóðbúningar - nemendahluti

Úr Wikibókunum

Velkominn í vefleiðangur um Þjóðbúninga

[breyta]

Mynd:Þjodbuningur.jpg


Kona í Upphlut

Kynning

[breyta]

Nú hefur komið upp vandamál, við höfum verið beðin um að kynna íslenska kvennþjóðbúningin en þar sem þeir eru nokkrir þá er spurning hvern þeirra við eigum að kynna og þurfum við kannski að kynna þá alla?

Verkefni

[breyta]
Upptalning
Upptalning


Þið eiga að afla ykkur upplýsinga um þjóðbúninganna og getið notað til þess vefsíður sem eru tilgreindar hérna að neðan. Einnig má nota upplýsingar fengnar á söfnum eða að heiman. Þið verðið að geta heimilda í ef að unnið er með ýtarefnið. Auk þess er ætlast til textinn sem fylgir verkefninu sé kominn frá ykkur sjálfum og sé því ekki klipptur út og límdur inn í þeirra verkefni.


Bjargir

[breyta]

Vefur um íslenska þjóðbúninga

Frásögn um Íslenska kvenbúninga nú og áður fyrr

Heimilisiðnaðarfélag Íslands - Laufásvegi 2, 101 Reykjavík

Hægt er að leita á leitarvélum eins og google,fara á bókasafnið og spyrjast fyrir heima eða hjá ættingjum.

Ferli

[breyta]

Svarið eftirfarandi spurningum:

Af hverju eru svona margir búningar þjóðbúningar?

Hvað er sameiginlegt með búningunum?

Hvaða búningur er elstur?

Hvaða búningur er yngstur?

Af hverju var verið að búa til nýjan búning?

Þurfa búningar sömutegundar að vera nákvæmlega eins?

Hver er sagður hafa hannað suma búningana og er það rétt?

Er einhver regla hvenær á að nota hvaða búning?


Vinnið í hóp 2-3 saman.

Veljið tvo búninga og finnið út hvað hlutir þeirra heita.

Ef til vill búninga sem til eru á heimilum ykkar.

Mat

[breyta]

Kynning 40%, kynningarspjald 30%, samvinna 30%,

Niðurstaða

[breyta]

Búið til kynningarspjald og vandið fráganginn.

Það á að líkjast klippimyndum.

Þið megið nota teikningar, myndir (fengnar af netinu eða ljósritaðar, efnisprufur, útsaumsprufur og texta.

Gefið er fyrir útfærslu (frumleika), innihald og samvinnu.

Lokaverkefnið er svo kynning á íslensku kvenþjóðbúningunum þar sem kynningarspjaldið er notað til útskýringar.

Nemendur eru hvattir til að útfæra kynninguna á þann máta að efnið komist sem best til kynna.

Höfundur

[breyta]

Ásdís Elva Pétursdóttir