Íslenski hesturinn
Íslenski hesturinn er hófdýr og hjarðdýr. Hjarðdýr halda sig saman í hóp sem stjórnast oftast af einum sem er svo kallaður foringinn í hópnum.[1]
Fullvaxinn hestur vegur um 350 - 450 kg. Afkvæmi hestsins kallast folald, nýfætt folald getur verið um 30 - 40 kíló. Kvenkyns hestur kallast meri eða hryssa og karlkyns hestur kallast hestur, fákur, klár eða foli. [2]
Þessi Wikibók fjallar almennt um íslenska hestinn. Námsefnið er ætlað miðstigi í grunnskóla. Markmiðið er að nemendur öðlist grunnþekkingu á íslenska hestinum. Hér verður farið yfir uppruna íslenska hestsins, liti hans, umhirðu, gangtegundir og hvaða afurð hann gefur. Einnig eru nokkur verkefni svo sem spurningar, krossar, satt og ósatt og eyðufyllingar.
Litir
[breyta]Það eru fá hestakyn með eins marga litategundir og íslenski hesturinn. Margir ræktendur eltast við ákveðna liti í sinni ræktun. Algengasti liturinn er rauður, brúni liturinn fylgir fast á eftir og síðan jarpi liturinn. Hér koma nokkur nöfn á litum hrossa:
- Brúnn
- Rauður
- Jarpur
- Móálóttur, mósóttur
- Moldótt
- Grár
- Bleikur
- Leirljós
- Litföróttur
- Bleikálóttur
- Vindóttur
- Skjóttur
(Gísli B. Björnsson, Hjalti Jón Sveinsson, Kári Arnórsson, Sigríður Sigurðardóttir, & Þorgeir Guðlaugsson, 2004).
Umhirða
[breyta]Íslenski hesturinn er sjálfstæður í eðli sínu og því er mikilvægt að ná trausti hans og virðingu, en það gerist þegar við náum að skilja hegðun hans, eðli og atferli [3]
Á fyrstu mánuðum er íslenski hesturinn yfirleitt hafður út í haga ásamt öðrum hestum,en flestir íslenskir hestar eru hafði úti í haga eða í opnum húsum alla ævi. Aðeins reiðhestarnir eru á húsi yfir veturinn. Á sumrin þegar beitilönd eru upp á sitt besta eru reiðhestunum einnig sleppt út í haga þar sem þeir dvelja allt sumarið og jafnvel langt fram á haust.[4]
Hvað þýðir að eiga hest? Það er að geta hirt um hann á ásættanlegan hátt. Viðunandi hesthús, kembing og járnun er frumatriði við umhirðu hesta [5]
Að kemba hesti er nauðsynleg hestinum því með því hreinsum við laus hár sem hestinum klæjar undir. [6] Flestir hestar finnst gott að láta kemba sér, alltaf á að kemba hárin með löngum hreyfingum í þá átt sem þau liggja. Til eru ýmis konar kambar eða burstar sem hægt er að nota og má til snyrta hestinn, járnklórur er gott að nota yfir vetrartímann þar sem feldurinn er þá þykkur en á sumrin er betra að nota bursta eða greiður þar sem feldurinn er þynnri og því minni hætta á að meiða hestinn.[7]
Reiðhestar sem verið er að nota þarf að járna reglulega og því þarf að hafa gott eftirlit með ástandi hófanna. Ennfremur þarf að passa um á að hófarnir séu hreinir og nægilega rakir til að viðhalda heilbrigði hófsins. Járna á reiðhesta á ca. átta vikna fresti. Stundum þarf að tálga hófinn ef slit er ójafnt eða of mikið miðað við réttleika fótanna.[8]
Hesthús eru mikilvæg þeim sem vilja nota hestinn allan ársins hring eða hluta úr ári. Muna þarf að hestar eru hópdýr og því ætti ekki að hafa einn hest aleinan í húsi í langan tíma. Þeir hestar sem notaðir eru allt árið fá þó hvíld í nokkrar vikur eða mánuði á haustinn úti í haga. Hesthús þurfa að hafa góða bása eða stíur inni og síðan gerði eða afgirt svæði fyrir utan til að hreyfa hestana í frjálsri hreyfingu. Birtuskilyrði þurfa að vera góð í hesthúsum og loftræsting þarf að vera til staðar. Hestar á húsi þurfa að fá reglulega matargjöf og vatnsgjöf eða brynningu. Hreinlæti þarf að vera til staðar og gefa þarf hestum á húsi ormalyf.[9]
Gangtegundir
[breyta]Íslenski hesturinn er einn af fáum hestkynjum sem búa yfir bæði tölti og skeiði. Íslenski hesturinn er þekktur fyrir sínar 5 gangtegundir en töltið er eitt sterkasta einkenni Íslenska hestsins. Ekki eru allir íslenskir hestar með 5 gangtegundir en þeir sem eru með allar kallast alhliða hross en þau hross sem eru með 4 gangtegundir allar nema skeið kallast klárhestar. Hér má sjá allar gangtegundirnar:
- Fet - er hægasta gangtegundin og er gönguhraði hestsins.
- Tölt- er fjórtakta sem þýðir að hesturinn stígur alltaf í einn fót í einu.
- Stökk - hraðasta gangtegundin þar sem hesturinn stekkur upp að framan og afturfætur fylgja á eftir.
- Brokk er tvítakta gangtegund þar sem hesturinn stígur í tvo fætur í einu hægri fram og vinstri aftur og svífur á milli skrefa.
- Skeið er einnig tvítakta en stígur í báða fætur sömumegin hliðstætt.T.d hægri framfót og hægri aftur fót og svífur svo á milliskrefa eins og á brokki.
(Gísli B. Björnsson, Hjalti Jón Sveinsson, Kári Arnórsson, Sigríður Sigurðardóttir, & Þorgeir Guðlaugsson, 2004).
Afurð
[breyta]Í gamla daga áður en bíllinn kom til landsins var hesturinn kallaður þarfasti þjónninn. Þá voru góðir hestar afar dýrmætir sérstaklega fyrir bændur. En hestar voru notaðir til að bera menn á milli staða,draga hin ýmsu tæki og vagna sem voru notuð við bústörfin. En í dag notum við hestinn lítið í þessum hlutverkum.
Það sem íslenski hesturinn gefur okkur er kjöt, hrosshúð og hrosshár. Einnig eru blóð úr fylfullum merum nýtt til lyfjagerðar. Það er að segja þegar meri er með folald í maganum er tekið blóð úr henni sem er notað við lyfja framleiðslu. Einnig er hægt að nota úrgang hrossa sem áburð á gróður. Íslenski hesturinn spilar stórt hlutverk í smalamennskum enn þann dag í dag, þar sem hann er nýttur sem reiðskjóti margar smalamanna. Hestamennska er mjög vinsælt áhugamál margra íslendinga þar sem fólk notar hesta sér til ánægju og útreiðar. Þar að auki má nefna að hestamennska er stór atvinnugrein og hafa margir atvinnu af greininni svo sem hrossarækt, hestaleigur og tamningarmenn. Íslenski hesturinn er vinsæll erlendis og margir góðir hestar sem eru seldir út.[10]
Verkefni
[breyta]Hér eru nokkur verkefni sem hægt er að vinna einstaklingslega eða í hópum
- Teiknaðu hestinn eða búðu til líkan af honum.
- Skoðaðu myndir af hestum og litagreindu hestana.
- Horfa á myndaband af mismunandi gangtegundum og reyndt að greina þær
- Útskýrðu hvað þarf til að eiga hest: umhverfi, umhirðu og fæðu.
- Búðu til sögu um hesta.
- Hefur þú farið á hestbak?
- Hvernig er drauma hesturinn þinn?
Satt eða ósatt spurningar
[breyta]
Spurningar
[breyta]
Krossaspurningar
[breyta]
Eyðufyllingar
[breyta]
Ítarefni
[breyta]- Wikipedia Íslenski hesturinn
- Wikipedia Hestur
- Af hverju er íslenski hesturinn minni en aðrar hestategundir?
- Hver er uppruni íslenska hestsins?
- Hver er uppruni íslenska hestsins?
- Kynningar myndband um íslenska hestinn
Höfundar
[breyta]Þessi wikibók var gerð sem verkefni fyrir áfangann Hönnun námsefnis og stafræn miðlun við Háskóla Íslands.
Höfundar eru
- Nína Óladóttir
- Sandra Mjöll Andrésdóttir
Heimildir
[breyta]Gísli B. Björnsson, Hjalti Jón Sveinsson, Kári Arnórsson, Sigríður Sigurðardóttir, & Þorgeir Guðlaugsson. (2004). Íslenski hesturinn.
- ↑ Hjarðhegðun, Skoðað 14. mars 2020.
- ↑ Íslenski hesturinn, Skoðað 13. mars 2020.
- ↑ Umhirða, Skoðað 14. mars 2020.
- ↑ Hestar frá Íslandi, Umhirða, Skoðað 14.mars 2020
- ↑ Hesta fróðleikur, umhirða, skoðað 14. mars 2020
- ↑ Hesta fróðleikur, umhirða, skoðað 14. mars 2020
- ↑ Umhirða, Skoðað 14. mars 2020.
- ↑ Hesta fróðleikur, umhirða, skoðað 14. mars 2020
- ↑ Hesta fróðleikur, umhirða, skoðað 14. mars 2020
- ↑ [1]