Íslenskar nytjajurtir
Höfundur: Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir
Í þessari wikibók ætlum við að fræðast um þær íslensku jurtir í náttúrunni sem hægt er að nýta sem lækningarjurtir, semsagt nytjajurtir. Það verður fjallað um nokkrar helstu jurtirnar sem hægt er að nýta sér, hvar þær megi finna, hvað er nýtt af plöntunni, hvenær á að safna jurtunum ásamt því að hver eru áhrif/notkun jurtanna. Mun byrja á því að fara aðeins yfir uppruna jurtatýnslu.
Uppruni jurtatýnslu
[breyta]Uppruni jurtatýnslu má tengja beint í grasalækningar, en þær hafa verið stundaðar alveg frá upphafi alda og er þeirra víða getið í fornum ritunm. Fyrst má ætla að menn hafi farið í að týna sér jurtir til átu og smám saman lært að nýta sér þær til að leggja á sár, drekka af þeim seyði og nota þær til annars konar lækninga. Þannig hafi fólk lært hvaða jurtir væru góðar til matar, hverjar væru nýtilegar til lækninga og hverjar eru eitraðar. Elstu heimildir sem finna má eru 5000 ára gamlar og eru frá Kína, Babýlon, Egyptalandi og Indlandi. Jurtir geta haft betri áhrif á fólk en tilbúin lyf. Þegar verið er að nýta jurtir til lækninga er megináhersla lögð á að nýta ákveðna hluta jurtar í heild sinni, en ekki einangruð virk efni sem hafa sterkust áhrif. Hin fjölþættu efni jurtarinnar hafa mjög víðtæk áhrif á allan líkamann, oft hægt að nýta sömu jurtina við fleiri en einn kvilla.[1]
Jurtir til nytja
[breyta]Hér í næstu köflum má sjá dæmi um nokkrar algengar nytjajurtir á Íslandi, sem hafa verið nýttar til lækningar.
Blágresi
[breyta]Blágresi(Geranium sylvaticum) er algengt um allt land. Vex í skóglendi, giljum og hvömmum. Blágresið er allt nýtt með rótum, og er henni safnað fyrri hluta smars áður en plantan blómgast. Þau virku efni sem finnast í blágresi eru barksýrur, kvoðungar, geranín og sýrur. Blágresi hefur þann eiginleika að vera græðandi, herpandi, hægðastillandi og bólgueyðandi. Blágresi hefur verið nýtt við bólgu og sárum í meltingarvegi, einnig er jurtin notuð gegn niðurgangi. Blágresið, hefur einnig verið nýtt við alls kyns gigt, sérstaklega þvagsýrugigt. Blöð blágresis eru góð til útvortis notkunar. Þau eru soðin og lögð við sár sem gróa illa og við illa marið hold og langvarandi exem. Blágresi má nota sem te sem verður til að blöðunum sem skol við útferð úr leggöngum.[2]
Blóðarfi
[breyta]Blóðarfi(Polygonum aviculare) er algengur um mest allt land. Hann vex við hús og bæi, einkum þar sem húsdýraáburður er í jörðu. Blóðarfinn er allur notaður fyrir utan rótina og hægt er að safna honum allt sumarið. Þau efni sem eru virk í blóðarfanum eru kísilsýra, antrakínónar, barksýrur, sápuungar og slímefni. Þau áhrif sem blóðarfinn hefur er að hann er barkanadi, þvagdrífandi, stöðvar blæðingar, vinnur á steinum og sandi í þvagfærum. Blóðarfinn er mest notaður við innvortis blæðingum, einkum í meltingarfærum og hann er sérlega áhrifaríkur gegn niðurgangi. Einnig má nýta jurtina við steium í þvagrás, en það þarf að taka jurtina reglulega í langan tíma til þess að það hafi áhrif. Gott er að nota blóðarfa til að stilla blóðnasir og er þá mulin jurtin sogin upp í nasirnar. Einnig má nota blóðarfa í bakstra og smyrsl á sár sem vessar úr. [3]
Blóðberg
[breyta]Blóðberg(Thymus praecox) má finna um allt land, það vex á melum, þurru mólendi og í hlíðum. Blóðberg er nokkuð algengt. Nýta má alla jurtina nema rótina, og er henni safnað yfir allt sumarið. Efni sem má nýta í blóðbergi eru ilmolíur, sem innihald m.a. þýmól og karvagól, einnig eru barksýrur, sápungar, kvoðungar, flavonar og bitur efni sem finnast í blóðbergi. Blóðberg er talið sýkladrepandi, losar um slím í öndunarfærum, linar krampa og eyðir vindverkjum. Blóðberg er ein sú helsta juratartegund sem er notuð gegn flensu og kvefi, sérstaklega lungnakvefi og öðrum lungnasjúkdómum þar sem þarf að eyða sýklum og losa um slím. Blóðberg hefur einnig verið notað við hinum ýmsum meltingarsjúkdómum, s.s. maga- og garnabólgu, en einnig hefur það verið notað til þess að lina krampa í meltingarfærum ásamt öðrum jurtum. Blóðberg má einnig nýta við að venja fólk af áfengisdrykkju, en það er talið vera gott að drekka sterkt blóðbergste fjórum-sex sinnum á dag, í 2-3 daga í senn, ætti að hjálpa til við það, en einnig hefur verið talið að blóðbergste dragi úr timburmönnum. Blóðberg hefur verið notað í skol gegn bólgu í munni og hálsi auk þess að bakstrar með jurtinni eru góðir við bólgum í vöðvum og liðum.[4]
Brenninetla
[breyta]Brenninetla(Urtica dioeca) er sjaldgæf planta hér á landi, hún vex í byggð oftast í eða við garða. Blöð Brenninetlu er sá hluti plöntunar sem er einungis notuð og eru þau þá þurrkuð. Efnin sem nýta má úr jurtinni eru beiskjuefni, sem innihalda m.a. maurasýru og edikssýru, einnig má finna A-vítamín og C-vítamín ásamt því að það er mikið af steinefnum í plöntunni, t.d. járni. Það má einnig finna histamín og barksýrur. Brenninetla hefur barkandi áhrif og stöðvar blæðingar bæði útvortis og innvortis, einnig hefur hún nærandi, þvagdrífandi áhrif. Fyrir mjólkandi mæður hefur hún mjólkuraukani áhrif, og hefur hún minnkandi áhrif á sykur í blóði. Jurtin hefur mjög góð áhrif á þurrk, útbrot og exem í húð, og þykir hún mjög góð við blöðruútbrotum sem klæjar mikið í. Þar sem finna má histamín í jurtinni er hún mjög góð áhrif á börn sem þjást af ofnæmisútbrotum. Hún er einnig nærandi, og þess vegna er hún oft gefin fólki sem þjást af blóðleysi og næringarskorti. Hana má einnig nota við miklum tíðarblæðingum og innvortis blæðingum.[5]
Burnirót
[breyta]Burnirót(Rhodiola rosea) má finna um mestallt landið og er hún frekar algeng. Hún vex helst í klettum eða öðrum stöðum þar sem sauðfé nær illa til. Sá hluti jurtarinnar sem er nýttur er jarðstöngullinn. Sá tími sem er best að týna jurtina seinni hluta sumars og haust. Efnin sem nýta má úr jurtinni eru barksýrur, en önnur virk efni í jurtinni hafa ekki verið kannaðar. Jurtin hefur græðandi, barkandi, bólgueyðandi áhrif ásamt því að hreinsa sand úr nýrum. Burnirótin þykir góð við bólgum og særingum í meltingarvegi, ásamt því að vera notuð við niðurgangi og blóðsótt. Hún hefur einnig verið nýtt í skol gegn bólgu og særingum í munni, ásamt því að nýtast við særindum og útferð í leggöngum. Bakstur af muldum jarðstöngur hefur verið nýttur á sár og bólgu í húð. [6]
Fjallgrös
[breyta]Fjallagrös(Cetraria islandica) má finna um mest allt landið, sérstaklega til fjalla og heiða, og vaxa þar í mólendi. Fjallagrösin eru öll nýtt, og eru þau týnd fyrri hluta sumars, en best þykir að týna þau eftir rigningar þegar jörð er rök. Þau efni sem finna má í fjallagrösum eru slímefni, þ.á.m. bitrar sýrur, likenín, steinefni, t.d. járn- og kalíumsölt, og gerlaeyðandi efni. Fjallagrös eru talin mjög nærandi og eru því holl fæða en hún er einnig mýkjandi og græðandi fyrir meltingarfæri og öndunarfæri. Útvortis eru fjallgrös einnig græðandi. Það má segja að fjallgrös sé sú jurt sem er besta lyfið við sárum og bólgu í meltingarfærum, þau minnka ertingu frá sýrum í maga og græða sára slímhúð. Fjallagrös eru einnig nýtt við þurrum hósta og hafa góð áhrif á öndunarfæri. Bakstrar með fjallagrösum eru einnig góðir á sár og þurra exemhúð.[7]
Garðabrúða
[breyta]Garðabrúða(Valeriana officinalis) er ekki auðvelt að finna villta á Íslandi, en er algeng í görðum þar sem hún vex í blóm- og kjarrlendi. Sá hluti sem er nýttur af garðabrúðu er jarðrenglur og er henni safnað á vorin eða á haustin. Þau efni sem finna má í Garðabrúðu eru ilmolíur sem innihalda m.a. valeriansýru,borneól, pínen og kampen, einnig má þar finna rokgjörn beiskjuefni, t.d. katínin, skytantín og kvoðung. Í ferskri rótinni má einnig finna sterkróandi efni. Garðabrúða hefur róandi áhrif án þess að skerða starfsgetu og er mikið notuð við allri streitu, hún hefur sérstaklega góð áhrif á meltingarsjúkdóma af völdum streitu. Fersk rótin er notuð við svefnleysi, en það má einnig nota hana ásamt öðrum jurtum til að vinna gegn háum blóðþrýstingi. Ekki er ráðlagt að aka bifreið eftir að hafa tekið inn ferska rótina, þar sem róandi áhrif hennar geta haft áhrif á starfsgetu og samhæfingu. [8]
Vallhumall
[breyta]Vallhumall(Achillea millefolium) má helst finna í þurrum brekkum og valllendi, er t.d. víða við vegi og bæi. Vallhumallinn er algengur um stóran hluta landsins. Þeir hlutar sem nýttir eru af jurtinni eru blóm og blöð, og er henni safnað fyrri hluta sumars. Þau efni sem nýtt eru úr jurtinni eru ilmolíur sem innihalda m.a. tújón, kólín, barksýrur, júgenól, kíneól, ásúlen, blásýrusykrungar, salisýlat, aspargín, kólín og fl. Vallhumallinn er æðavíkkandi og barkandi, er sérstaklega góður fyrir útæðakerfi og lækkar því blóðþrýsting, einnig er hann svitadrífandi, krampastillandi, róandi og kemur reglu á tíðir. Ef nota á Vallhumal útvortis er hann barkandi og græðandi. Við byrjun kvefs eða flensu er gott að drekka vallhumalste. Einnig er talið að vallhumalste sé gott við öllum barnaveikindum, s.s. mislingum, kíghósta, rauðum hundum og fl. Með öðrum jurtum er vallhumallinn notaður til að lækka blóðþrýsting og er einnig blóðhreinsandi fyrir liðagigt og exem. Vallhumall hefur einnig virkað við ýmsum húðkvillum s.s. exemi og ofnæmisútbrotum. Vallhumall er góður fyrir konur sem eru á breytingaskeiðinu en jurtin er góð við hitaköstum og svefnleysi. Vallhumall hefur verið talin sú jurt sem er best til þess að græða þrálát sár, með því að vinna smyrsl úr jurtinni eða grisja sem er vætt í seyði og lögð og sárin. [9]
Krossapróf
[breyta]
Myndbönd - ítarefni
[breyta]- ↑ Arnbjörg L. Jóhannsdóttir, 2009. Íslenskar lækningajurtir: Söfnun þeirra, notkun og áhrif. Mál og Menning.
- ↑ Arnbjörg L. Jóhannsdóttir, 2009. Íslenskar lækningajurtir: söfnun þeirra, notkun og áhrif. Mál og menning.
- ↑ Arnbjörg L. Jóhannsdóttir, 2009. Íslenskar lækningajurtir: söfnun þeirra, notkun og áhrif. Mál og menning.
- ↑ Arnbjörg L. Jóhannsdóttir, 2009. Íslenskar lækningajurtir: söfnun þeirra, notkun og áhrif. Mál og menning.
- ↑ Arnbjörg L. Jóhannsdóttir, 2009. Íslenskar lækningajurtir: söfnun þeirra, notkun og áhrif. Mál og menning.
- ↑ Arnbjörg L. Jóhannsdóttir, 2009. Íslenskar lækningajurtir: söfnun þeirra, notkun og áhrif. Mál og menning.
- ↑ Arnbjörg L. Jóhannsdóttir, 2009. Íslenskar lækningajurtir: söfnun þeirra, notkun og áhrif. Mál og menning.
- ↑ Arnbjörg L. Jóhannsdóttir, 2009. Íslenskar lækningajurtir: söfnun þeirra, notkun og áhrif. Mál og menning.
- ↑ Arnbjörg L. Jóhannsdóttir, 2009. Íslenskar lækningajurtir: söfnun þeirra, notkun og áhrif. Mál og menning.