Fara í innihald

Íslensk fjöll

Úr Wikibókunum

Hér er að finna ýmsan fróðleik um þrjú íslensk fjöll. Lesið textana og skoðið myndirnar. Að því loknu getið þið reynt á þekkingu ykkar með laufléttu krossaprófi. (Verkefnið er ætlað nemendum á yngsta stigi grunnskóla).

Til eru mörg fjöll á Íslandi. Fjöll myndast á mismunandi hátt. Þau geta myndast þegar flekamót jarðskorpunnar rekast saman og mynda fellingar eða með eldgosi. Nokkur eldfjöll eru enn virk á Íslandi en önnur eru kulnuð. Virk eldfjöll þýðir að þau geta enn gosið.


Esjan

Esjan er eitt helsta kennileiti Reykjavíkur og nágrennis. Esjan er 914 metrar yfir sjávarmáli og er blágrýtisfjall. Í Esjunni eru mörg jarðlög og myndaðist fjallið vegna eldgoss. Áður voru stórar eldstöðvar á svæðinu og var eldvirknin stöðug í rúmlega 1 milljóna ára sem kulnaði að lokum fyrir allt að 2,8 milljón árum.



Hekla

Hekla er 1.491 metrar yfir sjávarmáli og staðsett í Rangárvallasýslu. Hekla er eitt þekktasta eldfjall á Íslandi. Mikið er spáð í hvenær næsta Heklugos muni eiga sér stað, en ekki er hægt að spá fyrir það með nákvæmri vissu. Hekla gaus síðast í febrúar 2000 og var spáð gosi um 15 mínútum áður en það hófst. Mikil virkni er í jarðskorpunni undir Heklu og afleiðingar af eldgosi víðtækar. Helstu hamfaragos tengjast Heklu.



Herðubreið

Herðubreið er 1.682 metrar yfir sjávarmáli og staðsett í Ódáðahrauni. Talið er að Herðubreið hafi myndast í einu eldgosi og mun það vera eina gos hennar. Hún er því dæmi um eldstöð sem gýs einu sinni og svo aldrei aftur. Herðubreið er móbergsfjall með hraunlögum að ofan sem kallast stapar.


Krossapróf

[breyta]

1 Hvað af þessum þremur fjöllum er hæst?

Hekla
Esjan
Herðubreið

2 Hvaða fjall er enn virkt?

Hekla
Esjan
Herðubreið

3 Hvaða fullyrðing er rétt?

Hekla er ekki virkt eldfjall.
Esjan er blágrýtisfjall.
Herðubreið er blágrýtisfjall.
Engin fullyrðing er rétt.



Annar fróðleikur

[breyta]

Farðu inn á vef Komdu og skoðaðu fjöllin. Skoðaðu sérstaklega fróðleikshornið.

Íslensk dægurlög

[breyta]

Vorkvöld í Reykjavík

Á Sprengisandi



Tenglar

[breyta]

Vísindavefurinn: Hvað gefur til kynna að Heklugos sé yfirvofandi?

Vísindavefurinn: Hvernig verða fjöllin til?

Vísindavefurinn: Var Herðubreið eldfjall og gæti hún gosið?

Flekar