Ímyndarsköpun í ferðaþjónustu
Höfundur Aldísi Gunnarsdóttur.
Ímyndasköpun í ferðaþjónustu
[breyta]Ímyndarsköpun í ferðaþjónustu er stór þáttur innan ferðamálafræðinnar. Í minnkandi heimi gera ferðaskipuleggjendur sér sífellt betur grein fyrir mikilvægi ferðamála, efnahagslega, félagslega og menningalega fyrir bæji og borgir. Ferðalög innan hins vestræna heims eru orðin fastur hluti í lífsmynstri fólks og sífellt fleiri ferðast sér til ánægju og yndisauka. Í efnahagslegu tilliti er ferðaþjónusta, sem atvinnugrein, mjög mikilvæg fyrir allar þjóðir í hvaða mynd sem hún birtist og er hún um leið með stærstu atvinnugreinum heims. Ísland hefur ekki farið varhuga af þessari þróun og eru flest byggðalög landsins farin að huga að mótun heilstæðrar stefnu í ferðamálum.
Markaðssetning ferðamála
[breyta]Markaðssetning ferðamála á ekki aðeins við þegar við markaðssetjum landið okkar erlendis heldur skiptir markaðssetning einstakra byggðarlaga hér innanlands líka máli. Íslendingar eru hluti af markhópi einstakra sveitarfélaga þegar ferðaþjónusta er skipulögð og markaðssett og er mikilvægt að einblína ekki eingöngu á erlenda ferðamenn í því tilliti.
Algeng skilgreining ímyndar
[breyta]er að ímynd sé safn skoðana, hugmynda, tilfinninga og hrifningar sem saman móta þá ímynd sem fólk hefur til ákveðins staðar. Hugtakið er hins vegar margbrotið og má segja að nánast sé hægt að skilgreina ímynd á jafn marga vegu og þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á hugtakinu. Þó ber flestum fræðimönnum saman um að ímynda hugtakið sé samsett úr hugmyndum, áhrifum og trú sem ferðir og áfangastaðir valda (Weaver & Oppermann 2000)
Heimild
[breyta]Weaver, D., & M., Oppermann. (ritstjórar) 2000: Tourism Management. Wiley. Australia. Bls 109-110.