Álfaskip hjá Arnarbæli (Básendar, Arnarbæli, Býjarsker

Úr Wikibókunum

Holt eitt með klettum og grasi vaxið á milli klettanna er upp í heiðinni milli Býjaskerja og Sandgerðis rétt fyrir ofan (sunnan) túngarðinn, er Arnarbæli heitir. Annar klettur er þar fyrir neðan Sandgerði sem brúkaður hefur verið fyrir hróf á sumarinn, er heitir Hamar. Þaðan þóttust menn sjá álfafólk vera að setja skip sín og upp í Arnarbæli nóttina fyrir Bátsendaflóðið - þann 4. janúar 1798 - sem mörgum sveitum olli hins mesta tjóns og töpunar.