Vefrallý/Íslenskir vitar
Útlit
< Vefrallý
Höfundur Tómas Lárus Vilbergsson. Þetta er vefrallý um íslenska vita. Til að fá svör við spurningunum skaltu fara inn á vef Siglingarstofnunar Íslands. Þú skalt skila svörum á word-skjali og skrifa neðst á skjalið hvað þú varst lengi að svara.
- Hvenær var fyrsti vitinn við Íslandsstrendur byggður og hvar ?
- Hvað eru margir vitar á Norðurlandi Eystra ?
- Í hvaða landshluta er Bjargtangaviti ?
- Hvenær var hann byggður ?
- Nefndu þrjá vita á Austurlandi ?
- Hvaða viti er nyrstur á Austurlandi ?
- Hvar á landinu er Reykjanesviti ?
- Hver eru öryggishlutverk vitanna ? (Nefnið þrennt)
- Hvað eru ljósvitar við strendur landsins margir ?
- Nefndu þrjá vita í þínum landshluta ?
- Hvaða viti er vestastur á Snæfellsnesi og hvað er hann hár ?