Fara í innihald

Vefleiðangrar/Svart-hvíti knötturinn fer til Kaupmannahafnar, danska fyrir 9.-10. bekk

Úr Wikibókunum


Kynning

[breyta]

Fótboltafélagið Svart-hvíti knötturinn hefur ákveðið að fara í kynnis- og skemmtiferð til Danmerkur. Félagið ætlar dvelja í Kaupmannahöfn í 4 nætur og vill gjarnan heimsækja fótboltafélag þar. Það er mikill spenningur fyrir ferðinni og félagarnir sem eru 20 talsins hafa safnað lengi. Þeir eiga ekki endalausa peninga en vilja samt fá sem mest út úr ferðalaginu og þeir eru til í að skoða spennandi söfn og afþreyingu sem boðið er uppá í borginni. Félagarnir sem eru stelpur og strákar eru 14 og 15 ára og farastjórar miðaldra hjón eru með í för, samtals eru þetta því 22 ferðafélagar.

Verkefni

[breyta]

Þið eruð starfsmenn á Ferðaskrifstofu. Hópurinn ykkar ræður hvað ferðaskrifstofan heitir. Verkefni ykkar er að skipuleggja dvölina í Kaupmannahöfn. Í fyrsta lagi eigið þið að finna fótboltafélag í Kaupmannahöfn til að heimsækja. Þið eigið að finna gistingu í fjórar nætur og skipuleggja skoðunarferð um borgina. Félagarnir í Svart-hvíta knettinum vilja líka verja tímanum í að skemmta sér og þið eigið að finna afþreyingu og koma með tillögur um hvað gæti verið gaman að gera í Kaupmannahöfn. Svo að meðlimir Svart-hvíta knattarins verði sér ekki til skammar á svæðinu þá eigið þið einnig taka saman stuttar upplýsingar um fótbolta á dönsku og einnig upplýsingar á dönsku um fótboltafélagið sem ætlunin er að heimsækja.

Bjargir

[breyta]

Hótel í Kaupmannahöfn

Hótel í Danmörku

Tenglar inná söfn og ýmsar skemmtanir

Kort

Upplýsingar um fótbolta

Fótbolti

Linkar inná fótboltafélög í Danmörku (hægt að afrita)

Dýragarðurinn

Skemmtigarðar

Tívolí

Dyrehavsbakken

Upplýsingar um afþreyingu í Kaupmannahöfn, söfn, veitingastaði og m.fl.

Finna flugfar

Finna flugfar

Ferli

[breyta]
  1. Nemendum er skipt í fjögurra manna hópa.
  2. Skiptið verkum. Einn finnur gistingu og flugfar, einn afþreyingu, einn finnur upplýsingar um fótboltafélög og sá fjórði tekur saman upplýsingar um fótbolta.
  3. Þegar þið hafið aflað ykkur nægra upplýsinga þá skipuleggið í sameiningu skoðunarferð um borgina. Skoðið kort.
  4. Útbúið dagskrá fyrir ferðina.
  5. Þið þurfið að gera fjárhagsáætlun varðandi gistingu, mat og afþreyingu en Svart-hvíti knötturinn útvegar sjálfur rútu.
  6. Takið saman þær upplýsingar sem þið hafið aflað og útbúið tilboð í ferðina og setjið fram í bæklingi eða bréfi. Gjarnan má myndskreyta tilboðið því líklegt er flott útlit á tilboðinu geti haft áhrif.

Mat

[breyta]

Ef fleiri en einn bekkur vinnur að verkefninu væri hægt að skiptast á dómnefndum sem leika stjórn Svart-hvíta knattarins. Annars ákveður kennari hvaða tilboð á að taka og metur þau. Tekið er tillit til vinnubragða, sölutækni og frumleika. Hvað heillar stjórn og meðlimi Svart-hvíta knattarins mest?

Sjálfsmat - Niðurstaða

[breyta]

Hóparnir setjast niður og ræða um verkefni sitt.

  • Hvað var vel gert og hvað hefði mátt vanda betur?
  • Hvenær komu upp vandmál?
  • Hvað var skemmtilegast?
  • Hvernig gekk samvinnan?
  • Gat hópurin lokið verkefninu?
  • Hvernig fannst hópnum verkefnið?
  • Hvað lærði hópurinn af verkefninu?

Upplýsingar fyrir kennara

[breyta]

Kennarinn ákveður hvort lokkaskil eru á dönsku eða íslensku, það fer eftir aldri nemenda en miðað er við 9.-10. bekk. Hægt er að afmarka verkefnið með því að stytta ferlið og sleppa úr einstökum þáttum. Miðað er við að nemendur leiti sér upplýsinnga á vefjum sem eru á dönsku.


Höfundur: Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir