Upplýsingatækni/Að nota Celestia

Úr Wikibókunum

Hvað er Celestia?[breyta]

Celestia er geimgervilshugbúnaður sem gerir notendum kleift að ferðast um himingeiminn í þrívídd (3D) og skoða reikistjörnur, tungl, stjörnur, stjörnuþokur og önnur geimfyrirbæri. Einnig er að hægt að fá upplýsingar um reikistjörnunar og skoða stjörnumerkin.

Forritið er að finna ókeypis á netinu og það má nálgast í öllum tölvum sem keyra nýjustu Windows stýrikerfin, Linux og Mac OS X. Forritið má meðal annars nálgast á vefslóðinni http://www.shatters.net/celestia/.

Notkunarleiðbeiningar[breyta]

Fyrsta valmynd

Þegar Celestia forritið er opnað kemur upp mynd þar sem jörðin er í forgrunni, svipuð þeirri og sýnd er hér að neðan. Vegna möndulsnúnings jarðar er staða jarðarinnar ekki ávallt sú sama.

Það geimfyrirbæri sem sést á skjánum, í þessu tilviki jörðin, birtist eins og horft væri á það úr geimfari, sem staðsett væri á þessum stað á þeim tíma sem valinn er.

Í efra horninu vinstra megin á skjánum koma fram upplýsingar um fjarlægð frá geimfari að yfirborði þess geimfyrirbæris sem horft er í átt til. Einnig koma fram upplýsingar um radíus fyrirbærisins í km og stærð þess (gefin upp í gráðum).

Í horninu vinstra megin á skjánum er sýndur sá hraði sem geimfarið ferðast á. Þegar forritið er opnað er geimfarið kyrrt (miðað við jörðina) svo hraðinn er þá núll.

Í efra horninu hægra megin kemur fram dagsetning og tími. Sjálfgildið er alþjóðlegur staðaltaími (Universal Time, skammtstafað UTC), sem er sami tími og Greenwich-tími (GMT). Hægt er að breyta þessu og velja staðartíma. Það gert með því að velja hnappinn Time í tækjastikunni og síðan Set time > Time Zone > Local Time. Aðrir

Í neðra horninu hægra megin kemur fram hvaða fyrirbæri geimfarið fylgir.

Til að kynnast betur þeim möguleikum sem Celestia býður upp á er gott að fara í Help og velja Run demo (eða ýta á D á lyklaborðinu).


Helstu aðgerðir

Í tækjastikunni er að hægt að velja ýmsar aðgerðir til að ferðast um himingeiminn. Þar er hægt að velja þau geimfyrirbæri sem á að skoða og ferðast til, hvað fyrirbæri forritið sýnir, skilgreina skerpu og birtu og fleira. Möglegar flýtileiðir á lyklaborði eru meðal annars eftirfarandi aðgerðir:

[ H ] Velja sólina (heim)

[ C ] Færa valið fyrirbæri á miðju skjásins

[ G ] Fara til valins fyrirbæris

[ Ctrl+G ] Fara að yfirborði valins fyrirbæris

[ F ] Fylgja völdu fyrirbæri

[ ENTER ] Velja stjörnu eða plánetu með því að skrifa nafn hennar og ýta svo á Enter aftur

[ Y ] Fara á sporbaug umhverfis valið fyrirbæri á hraða sem er sá sami og snúningur þess

[ . ] Þysja að völdu fyrirbæri

[ , ] Þysja frá völdu fyrirbæri

[ END ] Færast frá völdu fyrirbæri

[ HOME ] Færast nær völdu fyrirbæri

[ ör upp ] Sjónarhornið færist niður

[ ör niður ] Sjónarhornið færist upp

[ ör til hægri ] Sjónarhornið snýst rangsælis

[ ör til vinstri ] Sjónarhornið snýst réttsælis

[Shift + ör til vinstri eða ör til hægri ] Snúast umhverfis valið fyrirbæri

Bilstöngin (spacebar) – Stoppa tíma eða gera hlé á tíma (hefja tíma aftur ef hlé er gert)

[ L ] Hraða tíma tífalt

[ L ] Hægja á tíma tífalt

[ J ] Fara til baka í tíma


Aðgerðir til að stjórna geimfari

[ A ] Auka hraða

[ Z ] Draga úr hraða

[ Q ] Fara í gagnstæða átt

[ S ] eða [ F1 ] Stoppa

F2 Ferðast á hraðanum 1 km/s

F3 Ferðast á hraðanum 1.000 km/s

F4 Ferðast á ljóshraða

F5 Ferðast á hraða sem er 10x meiri en hljóshraði

F6 Ferðast á hraðanum 1 AU/s (1 au er fjarlægð frá jörðu til sólar)

F7 Ferðast á hraða sem er 1 ljósár/s


Með því að að ýta á [Ctrl + L] er hægt að fá upp mynd sem sýnir hve ljósin á jörðinni sjást vel utan úr geimnum þegar myrkur færist yfir jörðina.


Í Celestia er einnig hægt að skoða sporbrautir fyrirbæra í himingeimnum. Sporbrautir koma fram með því að ýta á [O] á lyklaborðinu. Þá koma fram sporbrautir þeirra stjarna, reikistjarna, dvergreikistjarna, tungla, smástirna, halastjarna og geimfara sem valin eru (hakað við í Render > View Options). Sporbrautirnar eru sýndar með mismunandi litum. Sporbraut þeirrar reikistjörnu sem hefur verið valin er sýnd með rauðum lit en sporbrautir annarra reikistjarna eru sýndar með bláum lit. Hér fyrir neðan má sjá mynd af reikistjörnunni Satúrnusi og fylgitunglum hans ásamt sporbrautum þeirra.


Með því að velja [ Ctrl +B ] [ / ] [ = ] má sjá afmörkun stjörnumerkja á himninum, nöfn þeirra og latnesk heiti þeirra. Einnig er hægt að velja Render > View Options á tækjastikunni og haka við viðeigandi valmöguleika undir Constellations.

Viðbætur[breyta]

Það er hægt að hlaða niður mörgum viðbótum (add-ons) við Celestia hugbúnaðinn. Þessar viðbætur er hægt að sækja á síðunni http://www.celestiamotherlode.net/.

Hvernig má nota Celestia við kennslu[breyta]

Celestia er hugbúnaður sem getur komið að góðum notum við kennslu og gert kennslu um sólkerfið og hreyfingar tungla og reikistjarna bæði áhugaverða og skemmtilega. Þar sem hugbúnaðurinn er ókeypis og auðvelt að nálgast hann á netinu hefur notkun hans ekki í för með sér neinn auka kostnað. Á netinu er einnig að finna námsefni sem byggir á Celestia hugbúnaðinum og hannað hefur verið fyrir nemendur á aldrinum 12 – 18 ára. Námsefnið má nálgast á vefslóðinni: http://www.celestiamotherlode.net/catalog/educational.php.

Gagnlegir tenglar[breyta]

Heimasíða Celestia: http://www.shatters.net/celestia/

Wikipedia: http://en.wikibooks.org/wiki/Celestia

http://en.wikipedia.org/wiki/Celestia

Heimild[breyta]

Celestia User’s Guide For version 1.5.1.

(http://www.shatters.net/celestia/documentation.html)