Reisubókin vefleiðangur 5 Vefleiðangur - Fræðsla um heimabyggð

Úr Wikibókunum

Þennan vefleiðangur útbjó Jónatan G. Jónsson í tengslum við námskeiðið nám og kennsla á netinu 2012. Verkefnið gæti hentað sem hluti af þemaverkefni í 9. eða 10. bekk grunnskóla í fræðslu um heimabyggð.


Kynning[breyta]

Það á að fara í kynnisferð til Vestmannaeyja. Ýmsir undirbúningshópar hafa verið skipaðir. Þinn hópur hefur menningu og sögu Eyjanna á sinni könnu.


Verkefni[breyta]

Þú og þeir sem eru með þér í hóp eigið að afla upplýsinga um sögu og menningu í Vestmannaeyjum og miðla henni.

Brunnar sem sækja má í[breyta]

Hér eru tenglar á síður þar sem ýmsar upplýsingar er að finna.

http://is.wikipedia.org/wiki/Vestmannaeyjar

http://safnahus.vestmannaeyjar.is/sidur/myndir-fra-nyja-safninu

http://www.heimaslod.is/index.php/Saga

http://www.heimaslod.is/index.php/Menning

http://www.ismennt.is/vefir/eyglob/sagave/saga.html


Ferli[breyta]

Ákveðið hefur verið að gera kynningu um Vestmannaeyjar í Comic life.

Á vefsíðunum sem eru í brunni eru ýmsar upplýsingar um Vestmannaeyjar, auk þeirra getið þið leitað á netinu og í bókum að upplýsingum sem ykkur finnst þið þurfið. Síðan getið þið teiknað myndir og skannað eða notað ljósmyndir, leikin atriði eftir eigin smekk.

Texta má ekki taka beint af heimild um heldur vinna hann upp svo að hann hennti fyrir teiknimyndarformið.

Um er að gera að nota hugmyndaflugið til hins ýtrasta til að skapa sem flottasta teiknimynd.

Mat[breyta]

Námsmat er byggt á sjálfsmati nemenda, jafningjamati og mati kennara á verkefninu, þegar því hefur verið skilað.


Niðurstaða[breyta]

Markmiðið er að nemdndur kynnist menningu og sögu Vestmannaeyja, (heimabyggðar) og miða þekkingunni á nýstálegan hátt. Einnig er það líka markmiðið að nemendur vinna með heimildir og komi þeim frá sér í knöppu formi.