Fara í innihald

Þekkja sólkerfið okkar og nokkur einkenni þess

Úr Wikibókunum

Yfirlit um sólkerfið

[breyta]

Yfirlit um sólkerfið

[breyta]

  • Innri reikistjörnur: Merkúr, Venus, Jörðin, Mars
    • Aðallega úr ýmsum bergtegundum
  • Smástirnabeltið
  • Ytri reikistjörnur: Júpiter, Satúrnus, Úranus, Neptúnus og Plútó.
    • Gasrisar: Yfirborð aðallega úr léttum lofttegundum.

Ein góð leið til að muna rétta röð reikistjarnanna frá sólu er þessi setning: My Very Educated Mother Just Served Us Nice Pizza.

  • Merkúr, Venus, Earth(jörðin), Mars, Júpiter, Satúrnus, Úranus, Neptúnus og Plútó

Innri reikistjörnurnar

[breyta]

Merkúríus: Hraðfara sendiboði

[breyta]
Merkúríus var guð verslunar og viðskipta
  • Næst sólinni.
  • Árið þar er 88 jarðardagar.
  • Brautin næstum þrisvar sinnum minni en braut jarðar.
  • Mariner 10 flaug framhjá 1976.
  • Landslag: Alsett gígum, löng og brött klettabelti, miklar sléttur( hraun runnið fyrir milljörðum ára)
  • Möndulsnúningur hægur, einn hringur á 59 jarðardögum.
  • Hiti –170°C og upp í 400°C

Venus: Ástarstjarna og gróðurhús

[breyta]
Venus er gyðja ástar, fegurðar og frjósemi
Venus - raunverulegur litur
Venus - raunverulegur litur
  • Stundum bjartasti himinhnötturinn.
  • Morgunstjarna eða kvöldstjarna.
  • Nánast sama þvermál, massi og þéttleika og jörðin.
  • Hulin skýjaþykkni. (gulleit ský)
    • Skýin úr brennisteinssýru.
  • Lofthjúpur úr koltvíoxíði.
    • Hiti upp í 480°C
    • Mikil gróðurhúsaáhrif
  • Ekkert vatn núna: Líklegt að hafi verið áður fyrr. Leifar af strandlínum og sjávarseti.
  • Mikill þrýstingur
  • Landslag:
    • Gljúfur og gígar
    • Miklar sléttur.
    • Há fjöll (Eftir eldgos fyrir löngu)
  • Snúningur öfugur (sólin gengur frá vestri til austurs)
  • Möndulsnúningur hægur ( einn hringur á 243 jarðardögum)


Mars: Ryðrauða reikistjarnan

[breyta]
Mars var stríðsguð, sonur Juno og Jupiters og elskhugi Venusar w:en:Mars_(mythology)
Mars séð með Hubble Space Telescope
Fóbos og Deimos [1]


  • Hefur verið könnuð töluvert
  • Jarðvegur líkur á jörðinni
    • Þó er húð á jarðveginum sem er í raun ryð(Járnoxíð)
  • Ekkert fljótandi vatn
    • Frosið vatn í jökli kringum pólana.
    • Áður fyrr sennilega vatn (Kom úr vatnsgufu frá eldfjöllum)
  • Fjögur mjög stór óvirk eldfjöll
    • Ólympusfjall sennilega stærsta fjall í sólkerfinu.
  • 3x hærra en Everestfjall.(ca. 27 km)
  • Miklir sandstormar þyrla upp ryki.
  • Gashjúpur mest úr koltvíoxíði.
  • Nánast helmingi minni en jörðin.
  • Tvö tungl: Deimos og Fóbos “ótti” og ”ógn”

Smástirnabeltið

[breyta]
  • Smástirni á braut um sólu milli Mars og Júpiters.
  • Gerð úr grjóti og málmum.
  • Flest smá og óregluleg
    • Nokkur stór. Seres stærst 1000 km í þvermál.
  • Ekki öll smástirni úr smástirnabeltinu.

Ytri reikistjörnur og annars konar

[breyta]

Risinn Júpiter: Næstum því sól

[breyta]
  • Hægt að raða hundrað jörðum utan um Júpiter.
  • Júpiter keppinautur sólarinnar.
    • (Hefði getað orðið sól?)
  • Að mestu gerður úr Vetni og Helíumi.
  • Erfitt að greina nákvæmt yfirborð því það er úr gasi
Samanburður á stærð Júpíters og Jarðarinnar. Það má greina Rauða blettinn á Júpíter
Samanburður á stærð Júpíters og Jarðarinnar. Það má greina Rauða blettinn á Júpíter

Júpíter-framhald

[breyta]
  • Skýin mynda ljósa og dökka borða á víxl
  • Rauði bletturinn
    • Í blettinum er heljarmikill stormur-hvirfilbylur
    • Svo stór að hann gæti gleypt tvær jarðir
    • Verið til í minnsta kosti 300 ár
  • Júpiter hefur um sig segulhvolf
    • Nær milljónir km út fyrir reikistjörnuna

Tungl Júpíters

[breyta]
  • Júpiter hefur 63 fylgitungl
  • Stærstu tunglin eru kennd við Galíleó Galílei sem sá þau fyrstur manna 1609 þegar hann beitti fyrstur manna sjónauka til rannsókna á himninum
    • Jó: Innsta tunglið-rauðgult og gult (eins og pepperónípizza)
    • Ungt og virkt tungl
    • Evrópa: Þar er eldfjall sem spýr frá sér vatni og ammóníaki.
    • Ganýmedes: Stærsta tungl sólkerfisins.
    • Merki um jarðskjálfta.
    • Kalistó: Mikið af gígum, meira en á öðrum hnöttum í sólkerfinu.

Satúrnus: Heimur hringjanna

[breyta]
  • Frægur fyrir hringina
  • Hringirnir að mestu úr ísögnum og ískögglum.
  • Hringirnir a.m.k sjö.
  • Satúrnus snýst hratt um möndul sinn.
  • Flatari við pólana
  • Aðallega gerður úr vetni og helíumi
  • Miklir og sterkir vindar
  • Skýin mynda marglita borða eins og á Júpiter.
  • Segulhvolfið stórt.
  • Nú talin vera með 60 tungl
  • Títan stærst ( Þó minna en Ganýmedes á Júpíter)
    • Eina tunglið sem hefur verulegan gashjúp.

Úranus: Reikistjarna frá átjándu öld

[breyta]
  • William Herchel fann Úranus árið 1781
  • Úranus er tvöfalt lengra frá sól en Satúrnus.
  • Sést sjaldan með berum augum frá jörð.
  • 27 tungl
  • Gashjúpurinn sem hylur hann er blágrænn
    • Ský úr metani, helíumi og vetni
    • Hitinn efst í skýjunum getur farið í –220°C
  • Úthaf á Úranusi sem er 8000 km á dýpt og umlykur kjarna sem er ýmist úr bráðnu eða storknuðu bergi.
  • 10 hringir utan um Úranus úr metanís
  • Möndulhalli flestra reikistjarna er nærri lóðréttur miðað við sólbaug. Undantekningin er Úranus sem segja má að rúlli áfram líkt og keilukúla umhverfis sólina.

Neptúnus: Reikistjarna stærðfræðingsins

[breyta]
  • Úranus hegðaði sér ekki eins og búist var við.
  • Reiknað út að önnur reikistjarna væri fyrir utan Úranus.
  • Neptúnus fannst svo árið 1846 og var á þeim stað sem búið var að reikna út að hann væri.
  • Úranus og Neptúnus kallaðir tvíburarisarnir
    • Svipaðir að stærð og massa.
  • Stór og bláleit reikistjarna.
  • Þar gæti verið haf úr vatni og fljótandi metani og undir því sé bergkjarni
  • Metanský í lofthjúpi með helíumi og vetni

Plútó: Dvergreikistjarna (ekki reikistjarna)

[breyta]
  • Plútó er næst stærsta þekkta dvergreikistjarnan í sólkerfinu, miklu minni en reikistjörnurnar átta.
  • Sjö fylgitungl í sólkerfinu stærri en Plútó, þ.e. tunglið okkar, Íó, Evrópa, Ganýmedes, Kallistó, Títan og Tríton.
  • Plútó líkist á margan hátt síðastnefnda tunglinu að stærð, efnasamsetningu og má vera að uppruni þeirra sé af sama toga.

Smáhlutir á víð og dreif

[breyta]

Halastjörnur

[breyta]
  • Uppruni halastjarna í Oort- skýinu 10 billjón km frá sólinni.
  • Í Skýinu er mikið magn af ís, gasi og ryki.
  • Stundum toga stjörnur “snjóbolta” út úr skýinu og hann fellur svo í átt til stjörnunnar. Þetta er halastjarna.
  • Þegar hún nálgast sólina hitnar hún og hluti af ísnum bráðnar og gufar upp og gasið og rykið hitnar líka.
  • Þetta myndar ský utan um kjarnann og kallast það hjúpur.
  • Kjarninn og hjúpurinn mynda höfuð halastjörnunnar.
  • Þegar halastjarnan kemur enn nær sólu þá blása sólvindar o.fl hjúpnum út í langan hala sem vísar alltaf burt frá sólinni.
  • Umferðatími halastjarna er mislangur.
  • Frægar halastjörnur:
    • Halley-halastjarnan (Kemur reglulega, frekar oft)
    • Hale-Bobb

Stjörnuhrap

[breyta]
  • Loftsteinn sem er að brenna upp í lofthjúpi jarðar.
  • Flestir steinarnir brenna upp til agna en sumir lenda á jörðinni

Heimildir

[breyta]

Sól, tungl og stjörnur. Kafli 3-3 til 3-6.

Tenglar

[breyta]