Þýska/Lærðu þýsku 1/Inngangur

Úr Wikibókunum
Willkommen! Hier kannst du Deutsch lernen!

Velkominn, Hér getur þú lært að tala þýsku.

Um bókina[breyta]

Þessi bók er að mörgu leiti sérstök. Hún mun byrja á að kenna þér nokkur grunnatriði í þýsku en býður þér svo í ferðalag um Þýskaland þar sem þú munt auka orðaforðann til muna. Bókin verður vel skreytt myndum úr ferðinni til að gera hana enn skemmtilegri. Ertu enn að lesa þetta? Eftir hverju bíðurðu?

Almennt um þýsku[breyta]

Þýska er opinbert tungumál Þýskalands, Austurríkis og Lichtenstein auk þess er hún móðurmál í hluta Sviss og almennt töluð í Suður Tírol, Ítalíu. Yfir 120 milljónir manna tala þýsku sem móðurmál, flestir í Þýskalandi og Austurríki auk 38 annara landa. Þýska flokkast til germanskra mála, nánar tiltekið vestur germanskra. Þýska svipar svolítið til Hollensku og þar má greina mörg sameiginleg orð auk þess sem fólk sem kann þýsku á oft frekar auðvelt með að lesa Hollensku. Þýska er einnig nokkuð lík íslensku hvað varðar málfræði, m.a. varðandi beygingar á fallorðum.

Ástæður þess að læra þýsku[breyta]

Meðal ástæðna fyrir því að læra þýsku má nefna:

  • til að læra um þýska menningu.
  • til að tala við þýskumælandi fólk.
  • til að skilja betur sögu Þýskalands, Lichtenstein og Austurríkis.
  • til að skilja betur önnur tungumál, svo sem Hollensku.
  • til að nýta á ferðum um lönd þar sem þýska er töluð.
  • til að fá vinnu á Íslandi við túlkun.
  • til að komast í skóla í Þýskalandi eða Austurríki
  • til að geta talað við Pólverja sem kunna þýsku
  • til að bæta framburð germanskra tungumála.
  • til að fá ánægjuna af því að kunna tungumál!

Er erfitt að læra þýsku?[breyta]

Öll tungumál eru erfið. Ef móðurmál þitt er íslenska, þá ættir þú ekki að eiga í miklum vanda með að læra þýsku. Þýska er nokkuð lík íslensku hvað varðar málfræði, m.a. varðandi beygingar á fallorðum. Nafnorðin sjálf hafa oftast sömu beygingarmynd í eintölu, ákvæðisorðin sem stýra fallinu breytast hinsvegar.

Hvernig á að nota þessa kennslubók[breyta]

Í fyrsta lagi þarftu að hafa stílabók. Það er til þess að þú getir tekið niður glósur, en það er mikilvægt upp á skilning og orðaforða.

Til að læra ný orð og setningar er gott að skrifa þau 5 sinnum í stílabókina til þess að muna þau betur. Gerðu þetta daglega þar til þú manst orðin.

Lærðu á þínum eigin hraða. Því lengur því betra! Og mundu að 20 eða 30 mínútur á dag eru miklu betri en 1 klukkutími á viku!

Viel Glück/Gangi þér vel!

Efnisyfirlit[breyta]

das Alphabet/Stafrófið Grundlegende Lektion heraus geflüegen/flogið út Berlin