Ítalska/Lærðu ítölsku/Orðaforði/Famiglia

Úr Wikibókunum

La famiglia ~ fjölskyldan[breyta]

Öll heiti á fjölskyldumeðlimum eru kyngreind; stundum með ólíkum orðum (sorella, fratello) eða þá að sama orðið er notað en með ólíkum endingum (figlio, figlia). Nipote er eins í báðum kynjum en hefur mismunandi greini eftir því hvort kynið á við.

Smækkunarendingarnar -ino og -ina eru oft notaðar með þessum orðum. Fratellino og sorellina þýða t.d. yngri bróðir og yngri systir. Mammina og babbino (og nonnino / nonnina) eru notuð til að lýsa kærleika. Maritino og mogliettina þýða á yfirborðinu það sama en eru kannski oftar notuð á kaldhæðnislegan hátt. Figlio og figlia fá sérstakar smækkunarendingar og verða figliuolo og figliuola og sýna kærleika svipað og „sonur kær“ og „dóttir kær“.

Í ítölsku er alltaf gerður greinarmunur á því hvaða kynslóð frændi eða frænka tilheyrir miðað við viðkomandi; eldri kynslóðir eru zio og zia, skyldmenni af sömu kynslóð eru cugino og cugina, og ættingjar af yngri kynslóð eru nipoti.

Yfirleitt þegar einhver vísar til fjölskyldutengsla er notaður greinir sem kemur á undan eignarfornafninu; il mio fratello, la tua zia. Undantekning frá þessu er þegar lýst er nánum eða ástkærum ættingja; sua madre, mio zio.

Orðaforði[breyta]

  • Moglie - marito ~ eiginkona - eiginmaður
  • Padre - madre ~ faðir - móðir
  • Mamma - papà/babbo ~ mamma - pabbi
  • Figlio - figlia ~ sonur - dóttir
  • Sorella - fratello ~ systir - bróðir
  • Nonno - nonna ~ afi - amma
  • Zio - zia ~ frændi - frænka (föðurbróðir, -systir, afabróðir, -systir o.s.frv.)
  • Cugina - cugino ~ frænka - frændi (systkinabörn, þremenningar o.s.frv.)
  • Nipote ~ frænka - frændi (systursonur, systurdóttir, bróðursonur, bróðurdóttir o.s.frv.)
  • Nipote, nipotina - nipotino ~ barnabarn, barnabarnabarn o.s.frv.
  • Suocera - suocero ~ tengdamóðir - tengdafaðir
  • Genero - nuora ~ tengdasonur - tengdadóttir
  • Cognata - cognato ~ mágkona - mágur
  • Patrigno - matrigna ~ seinni maður/kona foreldris
  • Sorellastra - fratellastro ~ hálfsystir - hálfbróðir
  • Figliastro - figliastra ~ fóstursonur - fósturdóttir
  • Parente ~ ættingi
  • Genitore ~ foreldri
  • Avo, progenitore ~ ái, forfaðir


- Bianca! mia sorella!... E' capitata una gran disgrazia alla mia povera sorella!... Ah, cugina Rubiera!... voi che siete madre!...
Giovanni Verga, Mastro Don Gesualdo, Parte prima: Capitolo secondo - WikiSource

Nokkur afleidd orð[breyta]

  • Mammone ~ mömmustrákur
  • Nipotismo, Nepotismo ~ sú stefna að hygla ættingjum sínum
  • Figliastro ~ sonarómynd