Íslenski fáninn
Höfundar: Agnes Skúladóttir, Jóhann Þór Eiríksson og Sæunn Helga Björnsdóttir.
Þetta er wikibók um íslenska fánann, reglur um notkun hans og meðferð. Bókina er hægt að nýta í kennslu um íslenska fánann fyrir allan aldur.
Um íslenska fánann
[breyta]Þann 30.desember árið 1913 skipaði Alþingi svokallaða fánanefnd. Nefndina skipuðu þeir Guðmundur Björnsson Landlæknir, formaður. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður, Ólafur Björnsson ritstjóri. Jón Jónsson Dósent og Þórarinn B þorláksson listmálari.
Nefndin lagði fram tvær tillögur að fánum til Alþingis þær voru: 1. Fáninn skyldi vera heiðblár með hvítum krossi og hárauðum krossi innan í hvíta krossinum. 2. Fáninn skyldi vera hvítur með heiðbláum krossi og hvítri og blárri rönd utan með beggja vegna.
Hugmynd eitt varð fyrir valinu og var það hugmynd Matthíasar Þórðarsonar þjóðminavarðar.
Önnur hugmynd að þjóðfána var þó á reiki áður en fánanefndin var skipuð. Sigurður Guðmundsson málari vildi að merki landsins, bæði fáni og skjaldarmerki yrði hvítur fálki með þanda vængi á bláum grunni.
Tegundir
[breyta]Hinn almenni fáni
[breyta]Í 1. gr. fánalaganna nr. 34/1944 er þjóðfánanum lýst þannig að bláu stangarreitirnir eru ferningar, þ.e. að hliðarnar eru allar jafnlangar og ytri bláu reitirnir jafnbreiðir og ferningarnir tveir, en tvöfalt lengri. Í miðjum hvíta krossinum á rauði krossinn að vera, við það myndast jafnbreiðar hvítar rendur meðfram rauða krossinum. Rauði krossinn á að vera 1/9 af breidd fánans og hvítu rendurnar 1/18 af breidd fánans, eða helmingi minni.
Fánalitirnir eru samkvæmt fánalögunum „heiðblár“, „eldrauður“ og „mjallhvítur“. Miðað er við alþjóðlega litastuðla eins og fram kemur í auglýsingu frosetisráðuneytisins.
Við prentun fánalita þarf að kappkosta við að ná réttum litum, en litir geta prentast misjafnlega t.d. eftir pappírsgerð og því er erfitt að mæla fyrir um ákveðna staðla. Hver litur í íslenska fánanum hefur sitt tákn. Blár táknar himininn, hvítur táknar ís og rauður táknar eldinn.
Ríkisfáninn
[breyta]Ríkisfáninn (tjúgufáni) er öðruvísi en hinn almenni þjóðfáni að því leyti að hann er klofinn að framan og ytri reitir hans eru þrefalt lengri en stangarreitirnir og að framan er klaufin upp í hann skorin eftir beinum línum og þær dregnar frá ytri hornum fánans inn að miðlínu hans þannig að þær skera innjaðra ytri reitanna, þar sem koma saman 4/7 ytri og 3/7 innri hluti lengdar þeirra. Þar sem nefndar línur nema við arm rauða krossins er hann þverskorinn.
Fáni forseta Íslands
[breyta]Íslenski ríkisfáninn (tjúgufáni) er fáni forseta Íslands en skjaldarmerki íslands og skjaldberar á hvítum ferhyrndum reit er þar sem armar krossanna mætast í fánanum.
Fáni forseta Íslands er hinn íslenski ríkisfáni (tjúgufáni), en þar sem armar krossanna mætast í fánanum er skjaldarmerki Íslands og skjaldberar á hvítum ferhyrndum reit
Tollgæslufáninn
[breyta]Rískisfáninn með upphafstéi (T) í miðjum efri stangarreit er tollgæslufáni. Téið er silfrað á litinn og hæð þess er helmingur af breidd fánareitsins.
Lög um þjóðfána Íslendinga
[breyta]Lög um fánann eru ýtarleg og fjalla um hvernig eigi að nota hann, hvernig hlutföll eru á honum, hvað fána hver stofnun megi nota og hvaða fána sem almenningur má nota. Hvaða dögum má nota fánann og við hvaða tækifæri. Lögin eru ekki löng en þau eru fara yfir alla þætti sem viðkoma þjóðfánanum.
Hérna má lesa lögin í heild sinni
Meðferð fánans
[breyta]Meðferð er tengd við lög hans og er mikilvægt að fara eftir þeim þegar verið er að nota fánana.
Fánatími: Það má ekki draga fána að húni fyrr en klukkan sjö að morgni og má ekki vera lengur uppi en til sólarlags. Það gildir þó við samkomur, minningarathafnir og aðra viðburði að fáninn má vera lengur á lofti en til sólarlags, en ekki lengur en til miðnættis.
Hlutföll fána og stangar: Lengd stangar á að vera fimm sinnum breidd fánans þegar stöngin er reist frá jörðu, þrisvar sinnum ef stöngin er á húsþaki og 2 ½ sinnum ef hún er frá húsvegg skáhalt.
Fáni í hálfa stöng: Fáninn er fyrst dreginn alveg upp að húni og svo látinn síga um þriðjung stangarinnar, miðað er við efri jaðar fánans. Fáninn er dreginn í hálfa stöng á Föstudaginn langa, við jarðarfarir og aðrar sorgarathafnir. Þegar athöfn lýkur er fáninn dreginn alveg upp að húni og látinn blakta þangað til fánatíma lýkur.
- Hérna má sjá hvernig á að hnýta fánahnút.
- Hérna má sjá hvernig fáni er dreginn að húni.
- Hérna má sjá hvernig fáni er dreginn í hálfa stöng.
- Hérna má sjá frágang á fána upprúlluðum.
- Hérna má sjá frágang á fána þegar hann er brotinn saman með tígulbroti.
- Hérna má sjá efni um meðferð fána og reglur sem gilda um hann við ýmis tilefni.
Fánadagar
[breyta]Alla eftirtalda daga á að draga fánann á hún nema á föstudaginn langa á að draga hann í hálfa stöng samkvæmt forsetaúrskurði frá 23. janúar 1991.
- Fæðingardag forseta Íslands
- Nýársdag
- Föstudaginn langa
- Páskadag
- Sumardaginn fyrsta
- 1.maí
- Hvítasunnudag
- Sjómannadaginn
- 17. júní
- 16.júni fæðingardag Jónas Hallgrímssonar.
- 1.desember
- Jóladag
Spurningar
[breyta]- Nefnið helstu tegundir íslenska fánans.
- Lýsið hinum almenna fána.
- Lýsið hefðbundnum tjúgufána?
- Hvaða daga á að draga fána á stöng á húsum opinberra stofnana samkvæmt forsetaúrskurði frá 23. janúar 1991? Nefnið a.m.k. átta daga.
- Klukkan hvað skal fáninn vera dreginn niður af stöng?
Krossapróf
[breyta]