Fara í innihald

Lítil saga um herhlaup Tyrkjans á Íslandi

Úr Wikibókunum

Lítil saga um herhlaup Tyrkjans á Íslandi

árið 1627.

Hér eru nemendur á Nám og kennsla á Netinu 2012 með verk í smíðum

Frumheimild: http://baekur.is/is/bok/000301335/0/7/Litil_saga_umm_herhlaup


Útgefendur:

Hallvarður Hængsson Hrærekur Hrólfsson.

Reykjavík

Prentað í prentsmiðju Islands
1852.

Einkunnarorð:

Oss frá páfans vondum vjelum
vernda þú og Tyrkjans grjelum.
Kort af Íslandi 1590


ANNÁLL Kláusar lögrjettumanns Eyjólfssonar

[breyta]

Helga Ósk Snædal

Þessi ánnáll er um herhlaup Tyrkjja á Íslandi árið 1627 og er staðfestur af Einari Loftssyni frá Vestmanneyjum, Haldóri Jónssyni úr Grindavík, og fleirum mönnum, sem voru herteknir en komu aftur. Þegar Kristján konunugur hinn fjórði réð fyrir Norðurlöndum, og Holgeir Rósenkrans var hirðstjóri hér á landi, gerðu Tyrkir út 4 herskip til að ræna fólki af íslandi.

20. júní kom til Grindavikur tyrkneskt herskip. Yfirmenn þess nefndust Amórat Reiss, og 2 skipherrar, Areilf Reiss og Bírham Reiss. Hertóku þcir þar við landið danskt kaupskip með öllu þessu fólki, vörum og áhöfn enn annað með 3 dönskum mönnum; aðrir danskir menn komust undan með flótta.

þessir Tyrkjar hertóku 15 islenska menn, rændu fé, og öllu sem þeir gátu rænt úr búðunum. Að því búnu ætluðu þeir að hertaka 3 kaupskip, er lágu á Seiluhöfn , enn gátu það ekki þar sem skipið þeirra stóð fast um nokkra stund upp á flúð einni.

Sumir segja að höfuðsmaðurinn með Álftnesingum hafi látið hleypa á þá af 35 byssum í einu, og hafi þeir þá, þegar þeir losnuðu af flúdinni, hleypt undan og ætlað til rána á Vestfjörðum, enn gefið það frá sér, þegar þér fréttu að ensk herskip lágu þar. Lögðu þeir síðan frá landi 30. júlí og héldu til Kili og tóku þar fanga.

5. júlí komu tvö tyrknesk skip í Berufjörð frá Algerishorf. Yfirmaðurinn nefndist Mórash Hemming. Þeir hertóku þar kaupskiptið, 18 danska menn og 90 íslendinga, drápu 8 en særðu marga og réndu öllu fé sem þeir náður. 10. júlí lögðu þessi skip frá Berufirði og hinn 13 inn á Fáskrúðsfjörð þar rændu þeir 2 mönnum, en drápu 1. Héldu síðan þaðan suður með landi en vegna of mikils vinds lögðu þeir ekki við Reyðafjörð.

Fyrsti kapítuli

[breyta]

Jónatan G. Jónsson.

Hjer hefur
FRÁSÖGU
sjera OLAFS EIGILSSOHTAR
umm
atfarir Tyrkjans i Vestmanneyjum árið
1627, svo og umm hrakningaferð hans
til Algcirsborgar og þaðan aptur, eptir
hans eigin hundriti.

Fyrsti kapítnli.

Umm viðbúníng, þá til ræníngjanna spurðist, osfrv.

Þá vjer á Vesttnaimeyjum frjettum til ræníngjanna í Grindavík, var hjá oss nóg fors, sjálfbyrgíngsháttur og uggleysi, helst hjá hinum yfirboðnu, með erfiði og skansasmíði hjá dönsku húsunum, eins út á skipinu, hvað ger ast átti með mikilli frammsýni, og var þó til getið af hinum útlendu, að innlendir mundu ei leingi við standa, ef nokkuð að bæri. Stóð þessi viðbúningur, þángað til barst, að ræn íngjarnir væru farnir frá landinu; byrjaði þá aptur hið gamla andvaraleysi, hvurnig sem á minníngar voru gerðar.


Mánudæginn, 16da d. júlím., sáu mehn 3 skip umm morguninn sigla úr landsuðri, og eitt þeirra geysi stórt. Þau sigldu rjett undir eyjarnar. Sökum andbyrs urðu þau að gera marga slægi norður og suður þann dag að kvöldi framm, enn þegar umm morguninn, er þau sáust, var kallað saman alt fólkið til aö vera við dönsku húsin, og búast til varnar; harðlega bannað neinum burt að fara. Þá kvöld var komið, drógst fólkið í burtu, því þeir útlendu þóttust þekkja skipin, að það væru varnarskip- in, er hjer við land áttu að vera, og fór því hvur heim til sin, og allt datt í logn, svo þeir satansþjónar, bölvaðirmoirðíngjarnjr, feingu sinn frammgáng.


Á leiðinni frá Austfjörðum höfðu ræníngjarnir náð enskri duggu, sem var að fiska, og tóku þar 9 menn; hjetu skipherranum, að þeir skyldu láta þá aptur lausa, ef þeir vísuðu sjer að höfninni á Vestmanneyjum, og þannig komust þeir að eyjunum inn að höfn umm miðaptansleytiö. Af ensku duggunhi var einn, er hjet Þorsteinn; hann kendi þaö ráð, að hleypa öllum hernum upp sunnan á eyjarnar; þekti hann svo til, að þar varð upp komist á einum stað,

og var þessu hans ráði fylgt. Kaupmaðurinn, Lars Bagge, ljet halda vörð hvurja nótt, eptir, að til skipanna sást; ljet hreinsa hvurt fall- stykki, og fjekk hvurjum manni byssur og varnir til að verja höfnina. Enn þegar hann sá, að ræníngjarnir fóru suður fyrir eyjarnar, reið hann með nokkruin mönnum suður á foldirnar, að skygnast umm; höíðu þeir þá út látið 3 báta, hlaðna með fólki, á að giska tvö þrjú hundruð; gerði hann þá boð skipberranum, að hann kjæmi þar með sínu fólki og vopnum, aö verja þeim uppgaungu á eyjuna. Bátar ræníngjanna lögðu að Brimurð, þá þeir ekki komust upp í Kópavík;

heitir þar síðan Ræníngjatángi, er þeir á land geingu, enn skipin lögðu heim að höfninni. Kaupmaðurinn, sem á urðunum var á hesti með nokkrum mönnuni, vildi reynia að halda þeim þar frá, og skaut af einni byssu framm að þeim; orguðu þeir þá og veifuðu höttuin sínum með hljóöaólátum, og hjeldu ákaflega að landi, einn af öðrum; þusti þá hvur maður frá kaupmanninum, og heim til kvenna sinna og barna; reið kaupmaður þá heim, og með honum skipherrann, Hinrik Tómásson, sem þegar í stað fór út á skip sitt, og hjó á það mörg göt, svo sökkva skyldi; hjó með hasti í sundur kaðalinn, að skipið skyldi Iaust drífa, enn kaupmaðurinn fór með skyndi að fallbyssunum, og rak sinn nagla í hvurt fángahol; þessa nagla hafði hann þar til smíða látið. Að því búnu sáu þeir, hvar morðíngjarnir komu með skothríð, hrinum og ólátum, herópi og rauðum blóðmerkjum; fló kaupmanninum þá í hug, að leita til meiginlands; vildi svo til, að 1 bátur lá á floti, og höfðu íslenskir menn skilið við hann. Fór káupmaður út á bátinn með öllu heimilisfólki sínu, enn skipherrann gaf skipverjum sínum leyfi að fara í skipsbátinn og forða sjer, enn sjálfur vildi hann ei yfirgefa skip sitt, enn hljóp þó seinast i skipsjuluna, og náði svo sínum mönnum út við Klettsnef, enda dundu þá skotin á eptir þeim, og út á danska skipið, frá ræníngjunum, svo ei var seinna vænna að forða sjer. Loksins komust þeir til fastalands eptir harða og mæðusama útivist, því áhöld voru slæm, ekkert nema húur og hattar að ausa með, og vindurinn and- vígur.

Einn flokkur illvirkjanna, er í voru hjer umm bil 150 manns, hjeldu þegar til dönsku húsanna, drápu undir eins, þá er á leið þeirra urðu og mótstöðu veittu, enn suma ráku þeir með höggum á undan sjer.

Annar flokkur þeirra kom til bygða á Ofanleiti, handtóku mig með konu minni vanfœrri, og 2 börnum okkar og 2 vinnukonum, og þá er jeg yildi mótstöðu veita, börðu þeir mig og hröktu, og fjekk jeg margan steyt af byssustíngium þeirra, og befur mig síðan bvað mest furðað, að þeir skyldu láta mig líli halda. $eir gáfu mjer lag í lærið, og þá varð jeg upp að gefast, og vorum við þá öll rekin til dönsku búsanna, enn þessir held jeg flestir bafi verið enskir. Ilinir, sem staðnæmd- ust við Ofanleitishjáleigu, ráku fólkið fyrst heim aö Ofanleiti, og leituðu svo vandlega í húsunum, að þeir kveiktu ljós; þeirfundu eina kellíngu í eldbúsi i eldiviðarhlaða; hana drógu þeir út; ljetu nokkra fara með þá herteknu að dönsku húsununi, þar á meðal 2 börn, er jeg haíði tekið að mjer í gustukaskyni, og óvörum voru heim komin, meðan ræningjarnir voru þar, enn hinir kveiktu eld í húsunurn. Ein kona, með tvævetru barni, varð íyrir þeim; hún þoldi ei að gánga með þeim herteknu, og köstuðu þeir henni og barninu undir eins í bálið, enn er þær nefndu gvuð, grenjuðu þeir og hrundu þeim með spjótsoddunum inn í eldinn. Þeir leituðu í hvurju húsi og holu, og skriðu sem nrýs eða kvikindi; þeir klifruðust upp í byrgin, og tóku fólk þaðan, það er þeir náðu, enn skutu á hina, er þeir gátu ekki tekið, og dóu sumir við það upp í fiskabyrgjunum.(Byrgi þssi eru gjögur í þverhnýptum hamar eða bergi; hér geyma eyjamenn tisk sinn.) Á meðal annara varð fyrir þeim í þessum svifum maður, að nafni Bjarni Valdason; hann hjuggu þeir umm þvert andlitið fyrir ofan angu, og er konan, sem með honum gekk, sá það, fjell hún þegar yfir likamann með miklu veini; tóku þeir þá í fætur henni, og drógu hana sem annað hræ, svo fötin komust framm yfir höfuðið; síðan söxuðu þeir þann dauða í smástykki, eins og sauðarkropp í spað brytjaðan, enn konu hans ráku þeir að dönsku húsunum, og hrundu henni í fángaflokkinn; enn framar fundu þeir einn kvennmann á harða hlaupi, og eltu hana, uns hún fæddi fóstur sitt, og datt hún þá dauð niður, og fóstrið með. Hinn presturinn, Jón þorsteinsson, er heima átti á eyjunni, flúði með heimilisfólki sínu í urðir austur frá hæ hans Kirkjubæ, í einn hellir við flæðarmál; hjer byrjaði hann að lesa og prjedíka fyrir fólkinu, og hugga það með gvuðsorði; seinast las hann lítaniuna; þá komu þessir blóðhnndar þángað, og er þeir sáu sjera Jón, mælti einn þeirra til hans: skyldir þú ekki vera heima í kirkju þinni? Hann sagði: jeg var þar í morgun. Já er mælt, að morðínginn hafi sagt: þú skalt ekki vera þar á morgun. ( Það er sögn manna, að þetta hafi verið Þorsteinn, er áður var þjenari sjera Jóns, enn nú einn af þeim, er teknir voru til láns af ensku duggunni.) Síðan reiddi hann til höggs, og hjó prestinn þvert yfir höfuðið; breiddi prestur þá út báðar hendur, og fól sig gvuði á vald við annað höggið með þessum orðum: jeg fel mig á vald herra míns Jesú Krists. Þá skreið kona hans að fótum morðíngjans, í því skyni að milda hann, enn þess var einginn kostur, að fá vægð. Eptir 3ja höggið sagði presturinn: það er nóg; herra Jesú, meðtak þú minn anda. Að honum þannig önduðuni, hröktu þeir þær mæðgur frá líkamanum með syni hans og öðru fólki, er þar var: áður gat þó kona prestsins bundið trafi sinu umm höfuð hins andaða; síðan var fólkið, sem lifandi var, barið á framm til dönsku húsanna. Tveir kvennmenn urðu þó eptir í hellinum, er þeir fundu ekki. I Ofanleitishamri hittu þeir 4 hrausta menn, og gátu loksins handtekið þá og fjötrað; ætluðu þeir sjer að drepa þá, enn í því sáu þeir 2 stúlkur, sem þeir eltu; komust þær ofan fyrir eitt leiti, og önnur að öllu leyti frá þeim að mönnunum, sem bundnir voru, og gat hún leyst einn af þeim, enn síðan leysti hvur annann. Í þeim svifum komu Tyrkjar aptur til þeirra; hljóp þá hvur sem mátti, og komust niður fyrir hamar einn, er Tyrkjar gátu ei farið, og snjeru því við aptur. Einn af Tyrkjunum hitti einn kvennmann hlaupandi, greip hana og lá með henni; reið hún síðan með honum til dönsku húsanna. Einn mann, að nafni Erlend Runólfsson, eltu þeir framm á einn hamar, náðu bonum þar, flettu hann klæðum, og settu síðan til skotmáls fremst á bjarginu, svo hann við skotið fjell ofan fyrir. Kvennmenn fundust híngað og þángað dauðar, sundurhöggnar og svívirðilega útleiknar. Mann, að heiti Ásmund, stúngu þeir í bel á sinni sóttarsæng? svo rúmið flaut í blóði hans. Mesta ánægja þeirra var, að saxa i sundur þá dauðu í smástykki. Að þessu búnu söfnuðust þeir saman aö dönsku húsunum, og byrjuðu að skipa út. Mig vildi kapteinninn hafa lausan látið fyrir aldurs sakir, enn þegar kona mín heyrði það, grátbændi hún mig að skilja ekki við sig, og hjet jeg henni því fúslega, sem nærri má geta. Þraung mikil var í húsinu, og slapp einn piltur út við það milli fóta eins, er í dyrunum stóð, og komst þannig undan. Gamalmenni, sem hjer voru saman komin, og þeim þótti einginn slægur í, hafa þeir líkast til brent með húsunum, þegar þeir voru búnir að velja úr, það þá lysti. Í öskuhrúgu húsanna fundust þar margra manna bein og kroppar sundursteiktir. Það hernumda fólk reikna menn verið hafi 242 að tölu, enn hvaö marga þeir hafa drepið með ýmsu móti, vita menn ei fyrir víst. 34 menn vita menn til, að jarðaðir hali verið. Eptir það út var bíiið að skipa, skutu þeir 5 mönnum á land aptur, og drápu þó tvo af þeim, og heíðu sjálfsagt stútað hinum, hefðu þeir ei átt fótum sínum fjör að launa. $essir menn hafa frá sagt, hvurnig ræníngjarnir breyttu við það fólk, er þeir tóku á Djúpavogi; tveir og tveir voru hlekkjaðir saman, og þegar þeir aö lokunum lögðu út af ( höfninni, flutu margir dauöir menn kríngum skipin, og Landakirkja stóö þá í ljósum loga. , Hjer virðist ekki ótilhlýðilegt, að bœta við athæfi illmenna þessara á Djúpavogi.

Hinn fyrsti maður, er þeir fundu þar, var hálfvaxinn piltur; hann reyrðu þeir þegar böndum, og ljetu hann liggja í veigi fyrir sjer; tóku síðan til að safna, drápu gamalrnenni og alla, sem eitthvað voru bilaðir eða hrumir, og þar þessir blóðhundar aldrei gátu fylt sig a blóði saklausra, æddu þeir sem óarga dýr alt að Eydöluni, hjer umm bil áfánga vegar frá Kaupstaðnum. Reiknað hefur verið, að 110 mönnum hafi þeir rænt og til skipa rekið, enn 9 fund- ust dauðir, þar á meðal sá, sem þeir fyrst fundu; hann tóku þeir á heimleiðinni, og skáru yfir umm þvert ennið, og flettu augabrúnunum ofan fyiir augun, skáru síðan göt á huppa hans, og dó hann við það. Danska kaupmanninn þar flettu þeir fötum, færðu í tötur og keyrðu hánn í járn, ásamt öðrum, í 4 daga; síðan voru þeir þó úr fjötrum leystir.

Annar kapítuli

[breyta]

Anna Lilja Torfadóttir

Sjera Ólafur fer út á skip ræníngjanna, og aðrir herteknir menn; meðferð á þeim, osfrv.

Á þriðjudæginn árdeigis voru framm settir 2 teinahríngar úr vörinni, og var íslendíngum skipað að róa, og barðir með köðlum, alt að því skipinu, sem stærst var, og aldrei lagði inn á höfnina; urðu þá mikil fagnaðarlæti á þeim Tyrkjum, er fyrir voru, þegar vjer komum upp á skipið; lá alt fólkið, sem tekið hafði verið eystra, í böndum á þilfarinu.

Var oss nú þegar brauð gefið, enn vont vatn að drekka; voru þá austmenn úr böndum teknir, og þeim líka brauð gefið; þótti þeim þetta nýjúngar, því þeir höfðu ekkert feingið, frá því þeir voru teknir. Litlum tima eptir borðhaldið var jeg kallaður aptur á skipið, og af yfirkapteininum boðið að setjast; þegar tóku tveir af Tyrkjum, og tveir aðrir, hendur mínar, og snjeru saman með snæri.

Yfirkapteinninn sló þá eptir baki minu mörg högg, og svo stór, sem honum var unt, uns hljóð mín tóku að mínka; þá var einn tilsettur, sem þjóðversku talaði, að spyrja mig, hvort jeg vissi ekki af neinum peningum, enn jeg enitaði því mjög hátt, því jeg vildi, að þeir sem fyrst vildu slá mig í hel.

Að svo mæltu reistu þeir mig á fætur, því jeg gat hvorki vel staðið nje geingið; siðan skipuðu þeir mjer aptur framm á skipið, og þá Íslendingar aumkuðu mig, glöddu hinir sig.


Þriðji kapítuli

[breyta]

Hanna Rún Eiríksdóttir

Um burtferðarundirbúning og lýsing ræningjanna. Um nónbil sama dag komu þeir enn með fólk úr landi; þá gáfu þeir einn austmann lausan, er hafði visna hönd. Nær náttmálum var oss föngunum vísað niður í skipið, þar sem hitt fólkið var fyrir, og þá matur gefinn

síðan lá þar hver, sem kominn var. Á miðvikudagsmorguninn komu þeir enn með fólk, og þá voru dönsku húsin í einum loga.

Allan þann dag voru illmennin að flytja fólkið, og var því ekk- ert mein gert, eftir að það kom á skipið,

Og þeir létu enda dátt að ungabörnum. Ef þú nú, lesari góður, vilt vita, hvernig fólk þetta leit út að ásýnd og búnaði, þá er það satt að segja misjafnt, sem annað fólk, sumir stórir, sumir litlir, sumir ljósleitir, sumir svartir; þeir eru ekki allir Tyrkjar, heldur sumir kristnir trúníðíngar úr ýmsum löndum, norskir, enskir, þjóðverjar og danskir, hver á sinnar þjóðar klæðnaði. Sumir hafa þó enn trú sína óafbakaða; þeir eru hafðir í viðlögum, og fá högg að launum. Tyrkjar eru flestir svartir á háralit, með rauðar uppháar húfur, og gjörðan svirgul um neðan af silki eða öðrum dýrmætum vefnaði; þeir eru í síðum kjólum, og hafa um sig vafið svirgul af sama efni, fjögra faðma að lengd; í línbrókum, með gula og rauða járn- brydda skó á fótum, enn sumir ganga berfættir. Þeir hafa rakaðan koll, og ekki skegg, nema á efri vörinni, og eru ekki svo illilegir, sem sumir ætlað hafa hendur og fætur, sem menskir menn, engar klær í stað nagla; engir hnífar standa út úr olbogum þeirra, hnjám eða bringu, enginn eldur brennur úr augum þeirra, og ekki spúa þeir heldur eitri og brennisteini, eins og einhveur lýsti þeim fyrir tíu árum. Hitt fólkið, renigatarnir, sem trú hafa kastað, eru eins búnir, og þeir piltar eru það, sem vest fara með, kristna menn, og voru þeir það, sem helst drápu hér fólkið og misþyrmdu þvi.


Fjórði kapítuli

[breyta]

Guðlaug Ragnarsdóttir

Umm burttferð vora til Tyrkjalands, og það, sem við bar á leiðinni.

I9da d. júlím., á fimtudagsmorguninn, ljettu illvirkjarnir akkerum, undu upp segl, og hleyptu af níu fallstykkjaskotum, tóku stefnumiö í hádeigisátt, og höfðu besta byr í þrjár vikur. Islendíngar báru sig í fyrstunni aumlega, er þeir mistu sjónar á landinu, enn hvur huggaði annann með gvuðsorði, konur sem kallar, úngir sem gamlir, því gvuö haföi veitt því fólki gott skyn á gvuði sinum. 20ta d. júlím. voru þær mæðgur Margrjetarnar, kona sjera Jóns heitins og dóttir þeirra hjóna, svo og Jón son þeirra, sótt á hitt skipið, og flutt á það skipið, sem jeg og mínir vorum á; þá var jeg og kona mín, og börn okkar, tekin frá hinu fólkinu, og feinginn annar samastaður; oss færð gömul segl og svart einskeptutjald að liggja við, og seglum tjaldað kríngum oss, og þar eð dimt var niðr í skipinu, loguðu þar lampar nótt og dag, og umm oss var búið hvurt kvöld, og mat feingum við af rjettum eða borði höfðíngjarnna, og á meðan mjöðtunnur þær og bjórtunnur, er rænt hafði verið í Vestmanneyjum, hrukku til, feingum við af þeim að drekka, og hvurn morgun eitt tár af brennivíni, enn Tyrkjar sjálfir drukku ei nema vatn. 30ta d. júlím. fæddi min fátæk kvinna barn, og það skirði jeg sjálfur svo sem í laumi, með hryggðarfullu hjarta, enn þá er þeir heyrðu, að barnið hljóðaði, söfnuðust þeir að flokkum saman, og tveir þeirra gáfu því gamlar skyrtur; jeg ljet sveininn heita eptir sjera Jóni sáluga.


Fimmti kapítuli

[breyta]

Ásta C. Gylfadóttir

Fimti kapituli. Umm nokkurn Tyrkjanna mótgáng og ferðalok.

5ta d. ágústm. laust á oss sterkum landnyrðíngi,svo það eina skipið hrakti frá; af þessu urðu ill- mennin óttasleigin, sem væru þeirdauðvona. Skipið lá undir áföllum, og stóra bátnum skoluðu sjö- irnir út, og fjögur höfuðtog slitnuðu. Einn spánskan kristinn háseta tók líka út, enn annar lestist í handlegg, en hlaut þó að fara út á rárnar, og þaðan datt hann út í sjó, og hrópaði: hilf mir, herr gott; þar af rjeð jeg, að hann múndi Þjóðverji verið hafa. Tvær eða þrjár gamlar konur önduðust á leiðinni, sem varaði í fjórar vikur.

I ofviðrinu var kristna fólkið með góðum og glöðum huga, í von umm sæla burtför af þessum heimi, enn illvirkjarnir tóku það til ráðs, að þeir slátruðu einum hrút, ákaflega feitum, sem var á skipinu, eins og til offurgjörðar, annaðhvort handa djöflinum, eða einhvurjum sinum afgvuði; hann hjuggu þeir sundur í tvo parta, og köstuðú sinum helmingi á hvora síðu við skipið útbyrðis, enda sefaðist stormurinn innan farra daga. 9da d. ágústm. komum við til Spánar; þá rákust á oss, eða mættu oss, sjóreyfarar á sex skipum; urðu illmennin þá geysilega hræddir umm sín efni, því þegar þeir sáu, að hinir hjuggust til bardaga, hristust, titruðu og skulfu þeir allir, sem hundar komnir af sundi; enn þá nær kom, reyndust það Tyrkjar, hinum að öllu líkir, og höfðu lagt út fyrir fjórtján dögum á 27 skipum, til að ræna, stela, drepa og myrða kristna menn. llta d. ágústm. lögðum við inn Njörfasund gamla, er skilur álfurnar, í mesta hraðbyri, og hinn 17da (eða 19da) komum vjer til Algeirsborgar, þar er illmennin áttu heima, og þegar er akker kendu grunns,var það hið fángaða fólk í mesta hasti í land flutt, og þá yoru nú stórar hörmúngará ferðum hjá oss aumum mönnum.


Sjötti kapítuli

[breyta]

Guðrún Lára Sveinsdóttir

Umm það, hvurninn til gekk fyrir kristnum mönnum í Algeirsborg, að því leyti sem mjer var kunnugt.

Þegar þetta fólk var á land komið, þusti ótölulegur manngrúi að, til að horfa á þessa aumíngja og skoða þá. Að undirlægi Tyrkja var hjer hvur frá öðrum skilinn, börnin frá foreldrunum, osfrv.; síðan inn eptir strætunum hneptir hús frá húsi upp á torgið, og þar til sölu boðnir, eins og annar fjenaður; fólkið, sem þeir ræntu eystra, var þó látið fyrst fara, kallmenn og konur, hvað í sínum flokki, og þetta gekk alt að 28da deigi ágústm., þá voru flestir seldir af austanfólkinu. Síðan kom eyjafólkið.

Torgið er af múr, með sætum alt í kríng, og eins og steinlögðu gólfi, hvurt jeg meina, að daglega sje þveigið, sem önnur aðalhús, er þrisvar á dag eru þveigin. Torg þetta er þar nálægt, er staðarhöfðínginn eða konúngur þeirra býr. Yfirkapteinninn má hafa hvurja helst tvo af hinum faunguðu, sem hann vill, enn konúngur þeirra tekur hvurn áttunda af köllum, konum og börnum; að því búnu er skipt í tvo jafna hluti, því sem eptir er, önnur helftin handa skipsfólkinu, enn hin handa eigendum skipsins. Þá fólkið kom upp á torgið vora taldir 30 í hvurn hóp, og geingu Tyrkjar hæði undan og eptir, og töldu ætíð, umm hvurt stræti sem farið var, því heimamenn eru opt vanir að stela fólkinu á leiðinni til torgsins. Þegar vjer vorum komnir á torgið, var sleiginn umm oss hringur; því næst granskoðaðar hvurs eins hendur og augu; tók konúngur þá úr hópnum 8da hvurn mann, og úr dreingjaflokknum tók hann fyrst son minn, niu vetra gamlan, og man jeg það, á meðan jeg lifi, svo og, hvurju hann svaraði mjér, þá er hann var tekinn frá mjer, og jeg .áminti hann, að halda trú sinni; þá svaraöi hann með þúngum ekka: faðir minn, þeir hljóta nú að fara með kroppinn, eins og þeir vilja, enn sálina skal jeg geyma mínum góða gvuði.

Hitt annað fólkið var leitt á annann stað, og einn af Tyrkjum leiddi mig kríngum einn múrstólpa með háhljóðum, er jeg ekki vissi, hvað þýða skyldi, og var jeg og kona min, og okkar tvö úngu hörn, annað árs gamalt, enn hitt mánaðar gamalt, flutt upp á, konúngssalinn; þar sátum við undir börnunum í tvo tíma,enn síðan vorum við sett í hans fángahús, og gistum þar þá nótt; úr því vissi jeg ekki, hvað um mesta fólkshlutann leið.


Sjöundi kapítuli

[breyta]

Guðbjörg Gunnarsdóttir

Áframmhald meðferðar Tyrkja á mjer og mínum.

Evrópskir sjómenn voru teknir til fanga víða um heim líkt og Hollendingurinn De Rijp sem styttan er af.
Matur í Alsír er girnilegur nú sem fyrr.
Brauð eru stundum bökuð í sandi í N-Afríku.
Þýsk mynt frá 17. öld.
Greitt fyrir fanga í Barbaríinu. Danski konungurinn greiddi fyrir íslensku fangana. Þekktastur þeirra er líklega Guðríður Símonardóttir, Tyrkja-Gudda, sem seinna giftist Hallgrími Péturssyni presti og sálmaskáldi.


Næsta dag, nær miðjum deigi, komu tveir skipherrar þángað, sem óðir væru; höfðu þeir verið herleiddir, annar þýskur, hinn danskur, og sögðust eiga að sækja okkur; við fylgdum þeim umm lángan veg, og bárum úngbörnin, alt í hús eins Tyrkjahöfðíngja, og strax var því únga barni feingin rugga, og föt að liggja við, upp á þeirra vísu; kona mín fjekk og föt að liggja við; því næst var oss matur gefinn, enn ekki fjekk jeg með henni að borða.

Matur er þar nógur gefinn kvöld og morgna, heitt brauð úr ofninum, og dágóður grjónagrautur með feiti í, svo og epli og vínber nóglega, enn ekki annað enn volgt mýrarvatn að drekka; það sem að kvöldi af brauði leifðist, var að morgni gefið hestum, enn grautarleifum öllum var helt út fyrir múrinn.

Eptir máltíð gjörða var jeg þaðan hafður í annað hús, og mátti jeg einn saman rorra þar þann dag til kvölds, uns þeir komu heim, sem í húsinu áttu að liggja, enn kona mín og börn voru í húsi hjá stríðsmönnum höfðíngjans. Á fjórða deigi hjer frá var jeg tekinn úr þessu húsi, og settur í annað hús, og voru þar fyrir tveir eyjamenn, Jaspar Kristjánsson og Jón Þorsteinsson.

Þrem dögum seinna var jeg þaðan kallaður fyrir einn Tyrkjahöfðíngja; hann bauð mjer eptirminnilega, að láta sækja eða rita eptir peníngum til konúngsins í Danmörku, til útlausnar mjer og mínum; átti hvurt okkar að kosta 1200 ríkisdali, þá spesíur, er þeir kölluðu: 1200 stikk fon akten, og þar á ofan mátti jeg kyssa á hendur þeirra. Síðan var jeg aptur látinn í dýblissu mína; þar mátti jeg opt laus gánga híngað og þángað út umm múrana, og gerðum við Jaspar það opt, enn mjög sjaldan fjekk jeg að finna konu mína og barnakindur, þó mig lángaði mjög til þess.


Áttundi kapítuli

[breyta]

Monika S. Baldursdóttir

Asnar voru notaðir við flutninga.
Best væri ef klippt væri ofan af myndinni þannig að fólkið sé bara. Annars myndi ég sleppa að nota hana.
Hrútar á þessum slóðum voru með langan dindil.

Fátt eitt umm það, er bar mjer fyrir augu í Algeirsborg, osfrv.

Sakir eins konar rænuleysis, er á mjer var í fyrstunni eptir hjerkomu mína, verð jeg mörgu að sleppa, er jeg þó sá. Það fyrsta, er jeg gjætti að, voru nokkrir klyfjaðir asnar; þeir eru á stærð sem tvævett mertrippi; þeir eru afar sterkir til áburðar; eyru þeirra eru víst álnar laung; þeir eru með körfu fyrir kjaptinum, og er hún bundin upp umm eyru; í henni er fóður þeirra enn það er brauð. Hestar þar eru áþekkir vorum hestum, með munnpoka, og brauðfóður í; þeir eru þar hafðir til að draga kvarnir, er mala. Fimm úlfalda sá jeg þar og; þeir eru geysi stórir og sterkir, og getur hvur þeirra, að minni hyggju, borið af fjórum hestum eða fimm; þeir eru allir bleikalóttir; að sköpulægi að aptanverðu eru þeir sem naut, með klaufir; þeir hafa kríngdan hrygg, lángan háls með þremur hnúskum á; eyru þeirra eru lík hestseyrum, enn eru þó með nautsgrönum; þeir bera körfu með brauði í. Einnig sá jeg þar dverg og dyrgju; hann virtist mjer ekki geta náð tveimur álnum að hæð; hann var bolstuttur og kloflángur, og hendur hans tóku alt á hnje niður, svartur sem bik, og stórhöfðaður. Dyrgjan þar á móti á að giska1¼ alin, furðulega gild, bollaung, klofstutt og fótadigur. Ótal fugla óþekta sá jeg þar í fuglabúrum. Bærinn sjálfur er hvítur sem krít, húsin með flötu þaki; aðalshúsin eru opin ofan, nema þar sem sofið er; vegna hins mikla hita gánga kallmenn sem konur nær nakið, þar sólin geingur þar yfir höfðum manna; jörð grær þar tvisvar á ári hvurju, korn, vínber, grjón, osfrv.; aldrei er þar gras sleigið, og aldrei peníngur inn látinn, því þar er hvorki frost nje vetur; sauðfje ávaxtast þar tvisvar umm árið, og er bæði feitt og faungulegt, og ekki er þar einn sauður geldur. Einn dag sáum við Jaspar 1000 hrúta, og hángir róa þeirra eða dindill nálega niðr á jörð, og er afar feit.


Níundi kapítuli

[breyta]

Elsa Dóróthea Daníelsdóttir

Klæðasnið og borðbúnaður, osfrv.

Hið tyrkneska kvennfólk er þá fyrst í skyrtu af hinu smágjörvasta efni, sem til getur verið, með eingu öðru opi enn því, sem hausnum er smeygt upp úr; þær eru á skósíðum línbrókum, kollhúur af líni gerðar; utan yfir venjulega hríngofna kápu af líni, og sveipa kápunni fyrir andlit sjer, svo einginn sjái þær eða þekki, með svirgul af líni eða silki umm lífið. Kallmannabúnaðarins hef jeg áður minst. Matardiskar eru þar af leiri, í lögun sem munnlaugar; eins drykkjarkerin með leirstút. Vel flestir liggja á dínulausu gólfi, enn vænir feldar eru breiddir undir og yfir; þar sjest eingin kista, borð nje bekkur; spænir allir af trje; eingin hurð á járnum, enn þrennir hríngar í hvurjum væng, því vængjahurðir eru þar fyrir flestum dyrum, og þá borðað er, sitja menn á rjettum beinum á gólfinu. Einu sinni urðum við Jaspar ófrískir, enn Jón Þorsteinsson sárveikur, og þá var minni frómu konu lofað að finna mig allra snöggvast. Í það mund hafði jeg einga skó á fótum; þá uppvakti gvuð einn frakkneskan mann, sem þar hafði leingi verið, að hann gaf mjer nýja skó, og einn pott af brennivíni. Þessi maður sagði mjer, að Íslendingar læju veikir umm allan bæinn eða borgina, og hryndu víða niður, og í legstaðargarðinn væru komnir 30, því þann hinn megna hita, sem þar er, þolir fólkið ekki. Enn fremur sagði hann mjer, að ein stúlka hefði verið seld fyrir 700 dali; þessi stúlka hafði verið þjónustustúlka hjá mjer, vel vaxin og fríð sýnum; síðan sagði hann, að auðmaður frá Jórsölum hefði keypt hana fyrir 1000 dali, flutt hana til Jórsala, og heitið henni kristnum manni til eiginmanns.



Tíundi kapítuli

[breyta]

Linda Björg Pétursdóttir

Um hrakníng minn og eymdarferð frá Algeirsborg.

20ta d. septemberm var jeg kallaður, og þegar við komum að því húsi, er kona mín var í, þá var það naumast, þrátt fyrir alla mína auðmýkt, að jeg fjekk leyfi til að kveðja konu mína og börnin,sem þá vom dauðveik; við hana mátti jeg ekki tala tíu orðum íleira, og var síðan slitinn frá henni með týrannalegum harðindum, og með mig farið í þaö stræti, sem höfuðtyrkjarnir voru fyrir.

Þeir gáfu mjer vegabrjef í sínu túngumáli, og var mjer sagt, að innihald þess væri,að þó aðrir Tyrkjar ynnu það skip, sem jeg væri á, þá skyldu þeir ekki drepa mig, því jeg væri þeirra sendirnaður, og þar með hlaut jeg að kyssa á hendur þéirra að nýju. Þetta vegabrjef á jeg enn, og hef sýnt það mörgum. Sama dag var jeg á skip látinn bjá Vallendíngum.

Ásigkomulag líkama míns í það sinn er gvuði ljósast. Á þeirri leið þoldi jeg mikla neyð bœði í tilliti til matar og drykkjar, og neyddist til,svo sem með stelandi hendi, að drekka af því vatni, sem ljón, birnir, strútsfuglar, apynjur og hængjæsir drukku af, og útatað var, enn þó varð jeg því feiginn. Jegar vjer vorum komnjr eina dagleið frá Algeirsborg, eltu tyrknesk skip oss í tvo daga, enn náðu oss ekki.

Vináttu Tyrkja og Vallendínga er þannig varið, að þeir kaupa saman, enn að því búnu drepa hvorir aðra, þá svo til tekst. Að viku liðinni varð stýrimaður viltur í reikníngunum, svo þá land sást, vörpuðu þeir út akkerum, og fóru á báti til lands,enn á land máttum vjer ei stiga, þó vjer vildum hafa vatn, og vita, hvurt land þetta væri,enn oss var vísað frá með skotiim.

Á skipi þessu var margkynjuð þjóð, þrír Italar, fjórir Gyðíngar, og gáfu þeir mjer stundum brauðmola; fjórir Einglendíngar, fimm Frakkar, þrír Spánverjar, fimm Þjóðverjar, og við tveir, jeg og hinn þjóðverski Hamborgari Jakoþ, er Tyrkjar höföu tekið umm krossmessuleytið. Sakir storms urðum við á bátnum að liggja i skeri í þrjú dægur án allrar fæðu. Þegar lygndi, fórum vjer aptur út í skipið, enn þeir, sem bönnuðu oss landið, sögðu það hjeti Sardinia. Síðan bar oss undir ey þá, er Malta heitir, þar sem sankti Páll var umm stund eptir skipbrotið. Því næst komum vjer til Italíu, þar sem kapteinninn átti heima, og hjet sá staður Lífornó. Þar urðum við að vera fyrir utan í sex daga,uns læknirinn kom, og skoðaði oss; konur og börn máttu áleingdar við oss tala. Tveir Itálar gáfu mjer vatn að drekka, svo og epli og ost að eta, og þá var mjer hjálpar von.

Ellefti kapítuli

[breyta]

Sigríður Erna Þorgeirsdóttir Umm veru mína í Lífornó, osfrv.

llta d. októberm. var alt fólkið af skoðunarmeistaranum skoðað undir handkrykum og í nárunum, hvort það væri sóttlaust; að því búnu máttum við fara inn í bæinn. Þángað fór jeg, og vissi mjer eingrar hjálpar von, nema hjá gvuði. Einglendíngar, sem með mjer komu úr Suðurálfunni, settu mig til borðs með sjer, og borguðu alt fyrir mig, og feingu mjer herbergi hjá einum norskum manni, og hann gaf mjer mat dæginn eptir. Hinn, 15da fjekk jeg hvorki vott nje þurt, enn fjekk þó að vera í húsunum; þá gekk svo hart að jargræði líkamans, að jeg varð að biðja kaupmennina, bæði hinn enska og þjóðverska, umm nokkra hjálp í gvuðs nafni. 5eir gáfu mjer fimm dali í silfri og gulli. Norski kaupmaðurinn hýsti mig kauplaust. Þaðan vildi jeg hafa fariö með förunaut mínum, Jakobi frá Hamborg, er þar fjekk einga peninga, og var því alls þurfí, og vann jeg það til hans, að gefa honum með mjer, því jeg rataði ekki. Við ferðuðustum síðan í fjóra daga, framm hjá Venedigborg, og fórum með fjallinu Baldak, er seigir í Jallmannssögu, að hafi verið Þorbjórg hin digra, og nú vorum við komnir inn í Þýskaland, svo sem eina bæjarleið, og feingum nattstað hjá gamalli ekkju; hún spurði oss, hvaðan við værum, eða hvurt viö ætluðum, enn þegar hún heyrði það, bað hún okkur í gvuðs nafni að fara í burt, og sagði, að dátar keisarans dræpu þar alla ferðamenn. Við fórum aptur sömu nótt til baka, og komum loksins aptur til Lífornó; varð jeg þá að skilja þar við minn góða förunaut, sem einga hjálp fjekk, og rjeð því af að verða bátsmaður, því þegar við báðum bæjarmenn umm hjálp, sögðu þeir, að við skyldum láta Lúter hjálpa okkur, þar við hefðum hans trú.

Tólfti kapítuli

[breyta]

Jóna Jónsdóttir (sýnidæmi frá Salvöru)

Um Lífornóborg, siðu múkanna, osfrv. Lífomóborg er lítil ummáls, með tvennum skerkum múrum, og djúpu díki ummhverfis við neðri múrinn; skip geta bæði róið og siglt í kríngum bæinn; hann er vel byggður, þriggja húsa hár, og húsin meistaralega máluð. Í honum taldi jeg þrettán kirkjur, þar af tvær miklar, af marmara grænum, innan búnar og prýddar gulli og silfri, prjedíkunarstóllinn, altarið, og sætið, sem múkurinn situr í, þá er bann skript- ar fólkinu. $á aðferð sá jeg.

Sá sem skriptað er, hefur annann stól. Milli þeirra er sett mess- íngnrbrik, tveggja álna há, með smágötum, til að mynda sem sáldur, og í gegnum þessi göt talast þeir við. Sjeu múknum gefnir peníngar, afleysir hann þann mann, er það gerir, frá öll- um syndum. Við hvurjar kirkjudyr standa tveir stólpar af marmara, tveggja álna báir; ofan á þeim standa tvær skálir með vígt vatn; sá sem í kirkjuna geingur, skal dýfa tveim fíngrum í vatnið, og gjöra sjer kross á enni með vatns- dropum þeini, er loða við fingurna. Til að gjæta að, hvort þetta sje gjört, eru settir tveir gamlir múkar. Út af húsi norska mannsins sá jeg og vitjað sjúkra, og gekk það svo afkáralega til, að jeg vil geta þess hjer. Fyrst geingu tvö hundruð manns, menn og konur; hvur umm sig hjelt á kertaljósí, ekki laungu; meðal þess fjölda gekk múkurinn, og yfir honum var borið á þrem staung- um blátt silki. Þegar skari þessi kemur að húsi þess, sem veikur er nemur hópurinn staðar fyr- ir utan, enn múkiimm einum rým gefið til inn- gaungu, enn söfnuðurinn kastar þá öllum kert- isstubbunum logandi eptir honum, og að því búnu fer hvur í sitt hús aptur. Múkurinn hef- ur tösku á hálsinum, og bjöllu, sem ætíð hríng- ist. I bæ þessum fá klukkurnar aldrei hvíld. Múkarnir eru eptir þeirra tegund eða orðu með því móti, sumir grámúkar, sumir hvítmúk- ar, og sumir svartnnikar. Nöfn taka þeir af kjólalitum sínum; ekki hafa þeir annað á sjer, enn skyrtur einar undir öklasíðum kjól eða kápu; hvorki brók nje buxur, enn upp umm hálsinn hafa þeir mjög stutta kápu; upp úr henni geing- ur rúmur hattur; trjeskó hafa þeir sumir á fót- um, og kjólinn að sjer hneptan með trjehnöpp- um og snærishneslum; belti hafa þeir umm síg af kaðal, með mörgum pjeturshnútum, og nær annar endinn eins lángt niður, og kjóllinn; í beltinu bera þeir'bók, til að sjá sem lögbækíir vorar fornu; hún er til vinstri síðu, enn talna- band þeirra á ena hægri; rjett franian á sjer hafa þeir tóbakspípu, feykilega lánga; skegg sitt láta þeir raka fjórtánda hvurn dag, og klippa höfuð sitt, nema í kríng utan með standa eins konar geitnatoppar eptir, og þessir menn vilja kallast heilægiiy og gjætu nunnurnar að vísu helst borið vitni umm það, þó þær þikist nú líka heilagar; má því nærri geta, að hjer, eins og annarstaðar, muni misjafn sauður í mörgu fje. Erasmus sálugi frá ltotterdam bjó einu sinni til graí'skript yfir þá, og vil jeg seta hana bjer til nánari íhugunar umm kosti þeirra: O, vos mónakki, vos estis, kvóruin stómakkí . deus est lcstis, > súnt amfóra Bakkí, deterríma pestis. Snúið lauslega á vora túngu: Eitruðu inúkar, verri eru þiö beslin, yöar andskotans lnikar enu liölvuöust pestin, eru áma víngviiðsins; að best veit vor \\maJ

Þrettándi kapítuli

[breyta]

Klara Sigríður Sveinsdóttir

Um klæðnað og annað fásjeð í Lífornó.

Kvennfólk er hjer svo vel búið, sem jeg held að best geti verið undir sólinni. Buxur þeirra eru gerðar af silki eða líni eða flöieli, og kosta yfir sextíu ríkisdali; sokkaböndin kosta tíu dali, og hvað annað eptir því. Treyjur þeirra eru allar gull og silfri baldíraðar, með ljómandi gimsteinum; einir skór falleigir kosta sextíu ríkisdali, og hugsaði jeg með mjer: soddan kvendi kosta nokkuð, því þær eru líka vel vaxnar og fallegar, allar dökkar á hár, enn matur er þar dýr; einn selningur kostar sextán skildínga, og máltíðir þar eru ekki saðsamar.

Á hvurjum morgni sá jeg hundrað manns fara þar umm öll stræti. Tveir og tveir geingu fjötraðir saman, sem sambandshestar; þeir voru klæðlausir, nema vesæl rýja huldi blygðun þeirra, og tveir menn fóru með þeim, sem jeg hjelt, að yfir hina væru settir. Með þessum hóp var hjörtur með söguðum hornum, og tveir stórir hrútar, einn refur og einn marköttur, báðir á rauðum klæðum; þeir báðir geingu á apturfótunum, og á þeim höfðu þeir svartaskó, hatt á höfði, og korða eða verjur við síðu bundnar; í hárauðum buxum, og hjeingu lángar róur aptur úr þeim; jeg vissi aldrei, hvað þetta átti að þýða. Enn fremur sá jeg þar dýr það, er þeir kalla böffel, á borð við stærstu uxa, enn með eins og hrútshornum; feiti skal eingin í þeim vera, hvorki utan nje innan; þau draga fulla vagna með járn, salt, steinkol og öðru fleira. Enn fremur sá jeg þar eitt furðuverk, er jeg svo kalla; það voru fjórar mannsmyndir, steyptar af eiri; þær sátu við stólpa af hvítum marmara, ferkantaðan, og voru næsta líkar lifandi mönnum. Likneski þessi voru gjörð eptir mynd eins Tyrkja, og sona hans; höfðu þeir gjört kristninni mikinn skaða. Líkneskin voru að vexti sem risar, enn hertogi sá, er staðinn byggði, hafði unnið þessa Tyrkja í stríði, og ljet steypa myndirnar; þær voru allar með stórt sverð í hendi. Þar á múrnum ummhverfis eru hausar af Tyrkjum, og geingur mikill gaddur gegnum þá ofan í múrinn, og mart annað sá jeg þar, er jeg skildi ekkert í, hvað þýða skyldi.


Fjórtándi kapítuli

[breyta]

Arnar Þorsteinsson

Umm ferð mína til Genúa og Frakklands. Frá Lifornó keypti jeg mjer far með litlu skipi til þess mikla staðar Genúa, sem liggur við landsálfur Frakklands; á þeirri leið var jeg fjóra daga. Þessi horg er tólfhúsuð, og með þreföldum múrveggjum, með fallbyssum í. Húsa- gluggarnir eru svo stórir, að fimm og sex föðmum nam; í þessum stað sá jeg og björn, sem gekk á apturfótunum. Jeg gisti hjer að danskri konu, er gerði mjer nokkurn greiða, og kom mjer í far til Massilíu. Á hvurju kvöldi lögðum vjer að landi af ótta fyrir Tyrkjum. 7da d. septemberm. kom jeg til Massilíu, og afhenti slotsherranum vegabrjef mitt. Alt að dagsetri þess dags fjekk jeg hvurgi hús, þó jeg beiddi með grátandi tárum, og þar sem jeg var úrkula umm bænheyrslu, heyrði jeg sagt var á rjetta íslensku: kom þú með mjer, jeg skal ljá þjer hús í nótt, jeg er herleidd íslensk kona, enn þá jeg kom i hús hennar, frjetti hún mig, hvað manna jeg væri. Jeg kvaðst'íslenskur. Í þessu húsi voru margir, bæði enskir og þjóðverskir, er skildu, hvað jeg sagði, og einn af


Einglendíngum, sem var gleraugnasmiður, þekti mig, og sagði henni, að jeg væri prestur utan af Íslandi, og þá skipaði hún mjer þegar út af húsinu; og ætlaði að hrinda mjer út; þá uppvakti gvuð mjer þjóðverskan kaupmann, er þegar stóð undan borðum í þessu vindrykkjuhúsi, og lofaði að borga fyrir mig fæði og hús, á meðan jeg væri í þeim stað.


Sautjándi kapítuli

[breyta]

Hildur Hreinsdóttir

Skip kristinna manna frá 1650
Nunna frá 17. öld

Massilía er byggð umm einn kringlóttan fjörð sem er þraungur inngaungu, og held jeg, að vart sje meira enn tveir faðmar þvert yfir opið. Í sundi þessu eru niður settir fjórir stólpar af múr í sjóinn, og eru milli þeirr allra járnhlekkir, ferlega miklir; broddar af járni hánga niðr úr hvurjum hlekk, svo að hvorki getur stórt skip nje lítið komist þar út eða inn leyfislaust. Öðru meigin við fjarðarmynnið stendur kastali staðarins, enn þrír stólpar eru festir á endann við þann stólpa, sem næstur er; annar þeirra endi er læstur í kastalanum, og liggja öll staðarskipin fyrir innan hann, liðugt þúsund að tölu, því hjer er mikill kaupstaður, fimm og sex húsa hár. Í stað þessum sá jeg sjálfa Andresmessu þrettán nunnuhópa, sem geingu þeirra heitgaungu upp á sína vísu til Andresarkirkju í austur frá staðnum í klaustri nokkru. Jómfrúaskari þessi var prýðilegur og fagur á að líta; þær voru allar í hvítum línnærpilsum eða línbrókum. Gaungumáta þeirra var svo háttað, að í broddi fylkingar geingu tvær, þá þrjár, þá fjórar, fimm, sex, sjö, átta, níu, og í seinustu röð tíu, og hvur röðin gekk út af annari. Ekki voru múnkar með þeim í það sinni, og má vera, að þær hafi ætlað að finna skriptaföður sinn í klausturkirkjunni. Ferð minni frá stað þessum var svo varið, að við lögðum út atfángadæginn fyrir jól, og láum fyrir utan hátíðisdagna. Þriðja í jólum lögðu þaðan í einum flota tólf skip, tvö af þeim með varnir, okkar skip með 26 stykkjum, hitt með 24; síðan höfðum við besta byr í átján daga, þó bestan hinn 9da, er vjer sigldum út Njörfasund; það skilur Norðurálfuna frá Suðurálfunni, og báru skipverjar mikinn kvíða fyrir því, af því þar liggja jafnan sjóvíkingar, enn fjandskapur er millum Spánverja og Hollendinga, og sigldum vjer því sem næst, vjer gátum, Afríka, illþýðislandinu; úr því sáum vjer ei land, fyrr en Eingland 23ja d. janúarm. Tveimur dögum seinna misti jeg nærpeysu mína; hafði jeg þveigið hana, og fest í togin, enn skipverjar kváðu vindinn hafa feykt henni. Jeg átti þá ekki eptir nema skyrtugarminn, sem jeg var í, og lífstykki, er jeg var hernuminn í. Umm sama leyti missti jeg hattinn fyrir veðri; þá gaf minn frómi Sakkarías mjer aptur gamlan hatt, og einn skipsmaður gaf mjer hálfa peysu, enn hálfa keypti jeg. Á ferð þessari mættu oss tvö ræningjaskip, enn feingust þó ekkert við oss. Áttunda d. febrúarm. vorum vjer svo nærri Hollandi, að vjer sáum turnana; þar var fjögra faðma djúp. Þar umm kring standa grunn meir enn hundrað skipskrokkar, óhræranleigir; því verður Holland aldrei unnið vegna aðgrynnis, og þess vegna kallast Holland: landið undir hafinu, enn innbúar þess: þeir, sem búa undir sjónum. Þegar menn vilja fara í land, verður að afferma skipin, þegar þrjár vikur sjávar eru eptir til lands. Af voru skipi vorum vjer að flytja í ellefu daga, og nálguðumst daglega staðinn, uns vjer loksins komustum inn í hann.


Átjándi kapítuli

[breyta]

Umm það,sem á mína daga dreif í Hollandi, osfrv. Þegar jeg kom til Hollands, var jeg kyr út á skipi, þángað til minn góði Sakkarías kom aptur úr landi, og gaf mjer enn leyfi til að hafa mat á skipinu, meðan jeg dveldi hjer, og hjet mjer ummsja sinni, að koma mjer til Danmerkur, og jók því við þær velgjörðir, er hann áður hafði mjer veittar, og nú gaf hann mjer tvær fomar skyrtur, hosur og skó; áður fyrir jólin gaf hann mjer í Massilíu kjól, sem kostaði tólf gyllini eða hjer umm bil fimm spesíur. Þegar jeg hafði verið þar í fjóra daga, á nóttinni út á skipinu, enn á dæginn í staðnum, varð jeg matþurfi fyrir mig og piltinn, sem skipsins átti að gjæta, því hann stal matnum, og seldi hann fyrir penínga, svo jeg neyddist til að rýma skipið, og hugsaði mjer að leita upp hús míns góða Sakkaríasar, enn það ætlaði ekki að gánga greitt, því staðurinn er stór. Loksins bar mig inn í eitt hús; þar var fyrir danskur trumbublásari; Hann Hýsli mig nokkrar nætur, og sagði mjer, hvar Sakkarías minn byggi. Þegar jeg kom til staðarins, átti jeg hjá einum bátsmanni níu stýfur, eða átján skildínga, og fjekk jeg þá nú. Það er af þeim stað og landi að seigja, að jeg hekl, að það sje af mönnum gjört; þar eru stórir ósar, og fara menn með lánga staung í höndum; neðan á þeirri staung eru eins og ullarkambar, með fimm eða sex tönnum af járni. Með kömbum þessum klóva menn sandinn upp úr ósnum, og láta í bátinn til sin; koma síðan með kistu eða kassa af járniog fylla hann af leðju þessari, og flytja þángað, sem staðarhöfðínginn skipar. Að ári liðnu er sandleðja þessi orðin hörð, sem steinn væri, og þar á eru hús byggð, og staðurinn hjer við árlega út aukinn, og stendur ártalið á hvurjum húsdyrum. Þeir menn, er vinna að þessum sandmokstri, eru í stigvjelum, sem ná upp undir béndur. Utan umm kríng landið eru settir pílárar í sjóinn, sem hallast að landinu að ofan; grjót er borið að innan til, og er það keypt úr öðrum löndum; síðan er mokað að leirnum, sem er til að sjá sem mór hjá oss. Landið er í raun og vem kegra enn sjór inn; fyrir utan pilárana eru settar mylnur í kríng; þær draga vatnið út af landinu, er inn sígur úr hafinu. Þetta geingur dag og nótt, þegar nokkur vindur er, og það heyrði jeg sem sannleika, að ef ei bljesi í mánuð, væri landið í kafi. Staðnum er svo háttað, að hann er vel húsaður, þriggja og fjögra húsa hár; sum húsin máluð bæði utan og ínnan með ýmsum farfa lit, og eru sum glassjeruð til að sjá. Bryggjur liggja, snildarlega tilbúnar, framm umm, ósana og díkin, og getur einn maður undið þær upp og sleigið þeim niður, þegar skip fara út eða inn umm bryggju brúrnar. Á bryggjum þessum er bæði riðið og á vögnum ekið. Fólk í Hollandí er þriflegt, mannúðlegt og góðviljað, einkum sjómenn, enn kvennfólkið er hvurgi svo frítt, svo það má kallast dávænt. Trúarbrögð þjóðar þessarar eru með misjöfnum hætti.


Nítjándi kapítuli

[breyta]

Nítjándi kapítuli

[breyta]

Marta Sigurjónsdóttir

Umm ferðalag mitt til Danmerkur, og viðtaka þar.16da d. martsm. fjekk jeg far með einum hollenskum skipherra fyrir milligaungu míns góða Sakkaríasar; þessi maður hjet Úlf. Rakkal. Með honum var jeg í þrettán daga, og í Fríslandi fjóra; þar sá jeg ekkert gras, enn nóg af rauðum sandi. Frá þeim stað Rottbæ sigldu sama dag 65 skip, og ætluðu flest af þeim til Danmerkur, að kaupa uxa. 22ann d. martsm: fórum vjer frá Fríslandi. Hinn 26ta sá jeg Svía- ríki, og dæginn eptir komum vjer til Krónuborgarkastala eða Helsíngjaeyri, og þóttist jeg þá nær sem heim kominn til Íslands. Þegar er jeg kom hjer á land, fann jeg þann fróma mann Pjetur Jakobsson; hann hafði verið í sjö ár fógeti í Vestmanneyjum. Hann tók mig undir eins heim til sín og sinna. Eptir máltíð gjörða var hann kallaður að fylgja líki kaupmanns nokkurs; fór jeg þá með honum, og heyrði danska líkræðu. Síðan var mjer umm kvöldið af þeim presti, er hana hjelt, hoðið til gesta; nafn hans er mjer úr minni liðið. Hann spurði mig að mörgu. Gestaboð þetta gjörði hann óefað í því skyni, að boðsmenn skyldu aumkvast yfir mig, enn af því varð þó ekki. Sjálfur gaf hann mjer einn dal og góðan hatt, og átti hann þó sjálfur fjölda barna. Pjetur og kona hans gáfu mjer gamla skyrtu, borinn kraga, og litla postillu nýja. 28da d. martsm. kom jeg til hins konúnglega aðsetursstaðar Kaupmannahafnar, og þegar jeg kom þar, var tekið á móti mjer svo að seigja, sem jeg verið hefði eingill. Sá sem var mjer nákvæmastur gott að gera, var Jens Hesselberg; hann fór með mig sama dag upp á kompaníið eða samkundu verslunarfjelagsins, og sagði þeim heiðarlegu íslensku kaupmönnum og öðrum, hvur jeg væri; tóku þeir mig þá samstundis að sjer, og hjeldu mig í allan máta kostulega; þeir gáfu mjer og klæðnað fyrir páskana, og ljetu þeir sjálfir skera hann handa mjer, og borguðu klæðasmiðnum saumalaunin. Strax fyrsta dæginn, sem jeg var í Kaupmannahöfn, gaf einn bátsmaður mjer tvo sljetta dali; hann hafði þekt mig áður. Dándissveinn Vigfús Gíslason gaf mjer hálfan dal. 5ta d. aprílm. var jeg kallaður af herra Þorláki Skúlasyni til gestaboðs, og þar eptir af honum boðaður til doktors Resen, sem spurði mig að mörgu af öllum löndum, er jeg hafði í komið, þó einna mest af Íslandi, og hann gaf mjer einn dal. 8da d. aprílm. fjekk jeg að sjá vorn náðugasta herra, kónginn Kristján þann fjórða, hvur hjartanleigi herra er hýr að sjá og til aö líta við sína undirgefnu; sama dag sá jeg líka hans háborna son, prins Friðerik, þá hann fór til kirkju umm morguninn, og þaðan aptur umm kvöldið; hann var ríðandi. Á þessum mánuði var jeg víða til gesta boðinn af heiðvirðum mönnum, er margir þar að auki sæmdu mig gjöfum, þó var mest af íslenskum. Í þessum, mjer kjæra stað, er góð skikkun á öllum hlutum. Mat eða drykk fjekk jeg hvurgi eins góðan, að jeg ekki tali umm, hvað góð legurúm eru þar. Útmálun staðar og húsabyggíng þar er góðum mönnum alkunn, svo jeg vil ei umm rita. Í þann tíma flaug mjer opt sorg í sinni af missir konu minnar og barna, svo og af ófriði þeim, er þá á gekk, hvað gvuð náðarsamlega betri.


Tuttugasti kapítuli

[breyta]

Þorbjörg Ragnarsdóttir

Umm rænuleysi mitt. Gjafir í Kaupmannahöfn, og leið min þaðan.

Í vesöld minni í Danmörku kom að mjer opt og mörgum sinnum hálf þeytingsgeðsturlun af tilhugsan umm ástand minna, í illþýðishöridu eptir skildu ástmanna, og gremja yfir vesöld ininni, ekki upp á neinn máta að geta frelsað þá, undir hvurjum aunkum jeg optlega gleymt hef mjer veittum velgjörðum, og fyrir þær þakklátur að vera, og þess vegna hef jeg svo viða ósaman hángandi skrifað. Á meðan jeg var Kaupmannahöfn, gáfust mjer, sem jeg með vissu man, átján ríkisdalir, og hafði jeg þá til ýmsra nauðsynja í vesöld minni.Í þakklætisskyni við gvuð og menn vil jeg hjer nafngreina þá menn, er jeg hef ei áður á minst, fyrst kaupmann frá Færeyjum, fyrir milligaungu míns ógleymanlega Hesselbergs. Í öðru lægi, íslenskur maður, Bjarni Ormsson, er verið hafði í Vestmanneyjum, gaf mjer tvo dali, og vjek mjer mörgu góðu; ein heiðurskvinna gaf mjer tvo dali, og bauð mjer gefins mat og drykk. Í þriðja lægi, sá frómi kaupmaður Morten Hansen fyrir norðan í Íslandi, hann gaf mjer sex dali af þeim peníngum, er þeir frómu prestar, sjera Jorsteinn Illugason, og sjera Bjarni Gamlason, höfðu gefið til Danmerkur, uppgefnum prestum, hvað herrann sjalfur launa mun. Einn prestur í staðnum, Marteinn, og einn skólameistari gáfu mjer einn dal, og enn einn landsmaður, er upp alinn hafði verið í Vestmanneyjum, einn dal. í Kaupmannahafnarstað var jeg í alt sjö vikur, og þar sem jeg var herbergjaður, var mjer bæði matur og drykkur gefins veittur tvisvar á dag; ljet út frá staðnum 4ða. mann. með Vestmanneyjafari, kostfrí í allan máta, að tilblutan míns góða hjálparmanns, Jens Hesselbergs, hvurjum gvuð best launi.


Tuttugasti og fyrsti kapítuli

[breyta]

Dröfn Viðarsdóttir

Um útkomu/ mína til íslands, Yðgjörðir, og niðurlag sögunnar. ;

Frá Kaupmannahöfn fórum við fyrst til Helsíngjaeyrar, og var jeg hjá Pjetri mínum Jakobs syni til hins 24ða; þá kom jeg aftur á skip raeð hollenskum, sem fluttu mig til Vestmanneyja. Fyrir utan Krónborg var jeg til hins 6ta dags júní. vegna norðanstorma; þegar þeim lægði, sigldu 44 skip saman í flota út sundið, og ætluðu seytján af þeim til Íslands. I þrettán daga í röð höfðum við andbyri, og hleyptu öll þessi skip inn í Norveg á höfn þá, er Flekkueyri nefndist, og láum þar í tíu dægur. Jeg fór þar um nokkra bæi, og þar lysti mig helst að vera. Áðan lögðum við með lítilli kylju; hröktumst síðan undir Skotland að Akureyri, til hins 27da; sáum loks Island 4da d. júlí., og náðum Vestmanneyjum hinn 6ta d. s. m., eptir, fyrir mig, næstum eins árs burtuveru og hraknínga. þegar jeg kom í land, tók jegmjer til þakka, að það hið fátæka fólk, er par var, tók við mjer, eins og það hefði vin sinn úr helju heimt, og keptist við að víkja mjer góðu; mín fátæka dóttir, og sá frómi mann, Oddur Pjetursson, tóku mig til sin. Dæginn eftir fór jeg til lands, að hitta mína kjæru ættmenn og vini, er tóku móti mjer með fullkomnum fögnuði, og spurðu tíðinda. Hvur keptist við annann, að gera mjer sem mest gott, og er mjer eigi unt, að telja það alt upp. Herra Oddur Einarsson, og kona hans, breyttu við mig, sem þeirra hjartanlegur son verið hefði, og var jeg útleystur með stórgjöfum, og margan styrk fjekk jeg af öðrum, sjera Sigurði og konu hans, sjera Snæbirni, Gísla Oddssyni og konu hans, sjera Jóni Bergssyni, Erlendi Ásmundssyni, Þorleifi Magnússyni, og mínum lögmanni, herra Gísla Hákonarsyni, eininig af mörgum öðrum, skyldum sem vandalausum, hvurja alla mjer er ómögulegt upp að telja, er sýnda á mjer vesælum og alls þurfa sitt meðaumkvunarhjarta, og bróðurlegt tryggða- og ástarþel, fyrir hvað gvuði og öllum góðum jeg á þakkir að gjalda; hann virðist að uppláta þeim sitt miskunarhjarta, þá þeir lielst þurfa við, og um hann þeim öllum, og aðstoði þá í trú í lífi og dauða, og síðan í dýrðinni eilíflega, amen.


EPTIRMÁLI

[breyta]

Guðún Lára Sveinsdóttir

Bæklingur þessi hefur verið preutaður eptir hondriti, ekkí mjög gömlu; maðurinn, sem ritaði það, er dáinn fyrir nokkrum árum. Útgefendurnir hafa á stöku stað vikið við orði og orði, þar sem eitthvað þótti mjög dönskulegt, og hægt þótti að kippa því við, en efninu eða frásögninni höfum við hvergi breytt með ásettu ráði. Okkur er kunnugt, að bók hefur áður veríð prentuð umm sama efni i Kaupmannahöfn, enn við vissum ekki neinn þann hjér, er þá bók á, og gátum því ekki haft hana til samanburðar, og má þó vera, að eittltvað hefði skýrst í frásögninni, ef það hefði verið gjört. Það er alkunnugt, að margar góðar sögur, og mart annað fagurt og fróðlegt hefur glatast, af því að menn hafa eigi hirt umm að koma þvi á prent, á meðan það var til; þetta vakti fyrir útgefendum þessarar sögu, og biðjum við góða menn vel að virða.


Leiðrjetting. Neðst á 17du bls. stendur enitaði fyrir: neitaði.


Tenglar

[breyta]

Hér koma tenglar í ýmis konar ítarefni sem gæti nýst bæði við gerð þessarar bókar en líka sem kennsluverkefni í tenglsum við hana