Upplýsingatækni/Að nota rollyo.com

Úr Wikibókunum

Hvað er Rollyo?[breyta]

Rollyo er leitarvél á netinu sem hægt er að sníða að þörfum hvers og eins – „roll your own search engine“ eins og sagt er á heimasíðunni. Með henni má þrengja leit þannig að vélin leiti einungis á fyrirfram uppgefnum vefsíðum sem viðkomandi hefur ákveðið. Búa má leitarstrengi "Searchrolls" og setja þar inn vefsíður sem viðkomandi þekkir og notar oft.

Til hvers er Rollyo notað?[breyta]

Ef þörf er á að leita að efni á netinu með leitarvél þá getur það oft orðið mjög víðtækt og of margar niðurstöður fengnar til þess að það nýtist með góðu móti. Með rollyo er hægt að nota fyrirfram ákveðna leitarflokka sem boðið er uppá svo sem „Music Sites“, Cars“, “ NYTimes“ þar sem leitað er innan þessara flokka. Einnig má búa til leitarflokka sem þjóna þörfum hvers og eins. Með því móti þrengist leitarsvæðið og niðurstöður verður viðráðanlegra að stærð.

Hvernig eru tilbúnir leitarflokkar notaðir?[breyta]

Á heimasíðunni er búið að setja inn valda leitarflokka sem allir geta notað. Þá er valið „Dashboard“ og þannig fengin valmynd sem býður upp á „Starter Search Engines“ þar sem má sjá ýmsa leitarflokka. Þegar hakað er við eitthvað að þessum leitarflokkum þá birtast þeir á forsíðunni undir leitarstrengnum. Þegar sett er inn leitarorð þá leitar vélin í þeim leitarflokki sem hakað er við undir leitarstrengnum.

Hvernig eru nýir leitarflokkar gerðir?[breyta]

Til þess að búa til eigin leitarflokk þá er valið „Create Searchrolls“ á forsíðunni. Þar er búið til nafn á leitarflokkinn í „Searchroll Name“ og í „Enter Indivitual Sites to Search“ eru listaðar upp heimasíðurnar sem óskað er eftir að séu notaðar í viðkomandi leit. Það má einnig velja „Category“ þar sem setja má viðkomandi leitarflokk á vefsíðu Rollyo. Ef notandi skráir sig með notendanafni þá er hægt að gera leitarflokkana aðgengilega öðrum notendum Rollyo.

Er hægt að breyta leitarflokkum?[breyta]

Það er auðvelt að breyta og bæta fyrirframgerðum leitarflokkum en þá er valinn hnappurinn „Edit Searchroll“ á forsíðunni. Með því er hægt að bæta við eða fjarlægja vefsíður sem óskað er eftir í viðkomandi leitarflokki.

Aðrir möguleikar?[breyta]

Það er hægt að velja „Explore“ efst á heimasíðunni og þá er hægt að finna ótal fleiri leitarflokka og þá má bæta þeim við eigið safn. Einnig má bæta rollyo.com á eigin heimasíðu með ýmsum möguleikum sem sjá má undir „Explore“.

Dæmi um notkun Rollyo?[breyta]

Dæmi um persónulega leitarsíðu er ef óskað væri eftir því sjá hvað skrifað hefur verið um ákveðið efni á netmiðlunum mbl.is og visir.is. Þá mætti skíra leitina „fréttir“ setja síðan inn vefsíðurnar. Þegar óskað væri t.d. eftir að finna það sem hefur verið skrifað um stjórnlagaþing þá er það orð slegið inní leitarstrenginn og upp kemur einungis það sem birst hefur á mbl.is og visir.is um þingið.

Er hægt að nýta Rollyo í kennslu?[breyta]

Það er mjög auðvelt að hefja notkun á rollyo.com og auðvelt að nota í kennslu. Það má láta nemendur búa til Searchrolls/leitarsíður ef þeir eru að vinna að ákveðnu viðfangsefni og þurfa að leita á netinu. Þetta er sérstaklega nytsamlegt ef vinnan stendur yfir í langan tíma og þá er alltaf hægt að fara inn og leita undir fyrirfram ákveðnum skilyrðum og þá má sjá hvað hefur bæst við eftir því sem tíminn líður á auðveldan hátt.