Upplýsingatækni/Að nota Xcode

Úr Wikibókunum

Xcode er þróunarumhverfi frá Apple til þess að búa til hugbúnað fyrir macOS (MacBook), iOS (iPhone), watchOS (Apple Watch) og tvOS (Apple TV). Í Xcode geturðu forritað, prófað og fínstillt forritið þitt ástamt því að senda það í App Store.

Tækni[breyta]

Xcode er þróunarumhverfi fyrir Apple tölvur, en hægt er að keyra upp Mac OS X upp á sýndarvél í PC til að nota það. Það er hægt að forrita í C, C++, Objective-C, Objective-C++, Java, AppleScript, Python, Ruby, ResEdit (Rez) og Swift.

Samvinna[breyta]

Team Work[breyta]

Ef þú ert með ‘developer’ aðgang, þá getur þú bætt við öðrum með eins aðgang og þá geta margir unnið saman í einni skrá. Breytingar sem gerðar eru í skránum eru sýndar með lit við hliðina á hverri línu, hvort sem þær eru gerðar af þér eða af öðrum hópmeðlinum. Um leið og þú breytir línu þá færðu villumeldingu um að þú hafi gert ‘conflict’. Þá geturðu ýtt á rauða hringinn sem kemur við hliðina á kóðanum til að fá meiri upplýsingar og lagað.

Til þess að fá ‘developer’ aðgang þarftu að sækja sérstaklega um hann.

Github[breyta]

Margir nota Github beint úr Terminal, en í Xcode er það innbyggt sem gerir það ennþá þægilegra í notkun.

Setja upp[breyta]

Þegar þú ert að búa til nýtt verkefni þá þarftu að velja nafn og getur valið hóp og fleira. Eftir að þú ýtir á Next í þeim glugga þá velurðu hvar þú vilt vista verkefnið á tölvunni þinni og þar geturðu einnig valið Create Git repository on My Mac, þá býr Xcode til verkefnið í tölvunni ásamt nýrri Git möppu. Til að commit’a breytingarnar þínar þá þarftu einungis að velja fara í Source Control uppi á menu bar’num eða að ýta á Option+Command+C. Þá mun birtast nýr gluggi sem er skiptur í tvennt, á hægri hliðinni er skráin eins og hún er núna, og hægra megin er hvernig skráin var áður en þú gerðir breytingarnar. Áður en þú getur klárað að ‘commit’a’ þá þarftu að gefa litla skýringu.

Í kennslu[breyta]

Það er hægt að breyta bakgrunnslitnum og litnum á stöfunum, ásamt stærð þeirra, sem gerir það mjög þægilegt að vera að skifa eða sýna kóða uppi á töflu. Ef þú ert að búa til forrit, þá er hægt að keyra upp hermi sem sýnir nákvæmlega hvernig forritið lítur út.