Suður Ameríka

Úr Wikibókunum

Þessi Wikibók fjallar um Suður Ameríku almennt og er hugsað sem námsefni fyrir nemendur á unglingastigi grunnskóla. Námsefnið á að kynna nemendum fyrir sögu og landafræði álfunnar. Til viðbótar við námsefnið eru spurningar og verkefni sem nemendur eiga að vinna eftir að þeir hafa kynnt sé ítarefnið sem fylgir með.

Heimsálfan[breyta]

Suður Ameríka er ein af heimsálfunum sjö. Í Suður Ameríku eru 12 sjálfstæð ríki með um 430 milljónum íbúa. Suður Ameríka er að stærstum hluta á suðurhveli og er á milli Kyrrahafs og Atlantshafs. Í Suður Ameríku hafa flestir íbúanna spænsku sem móðurmál. Þar á eftir kemur portúgalska.

Suður Ameríka


Landafræði[breyta]

Suður Ameríka er 17,840,000 km2 að stærð. Löndin 12 eru eftirfarandi.

Land Stærð Höfuðborg Mannfjöldi Tungumál
Argentína 2,766,890 km2 Buenos Aires 44,361,150 Spænska
Bólivía 1,098,580 km2 La Paz 11,353,142 Spænska
Brasilía 8,514,877 km2 Brasilía 209,469,323 Portúgalska
Ekvador 283,560 km2 Quito 17,084,358 Spænska
Gvæana 214,999 km2 Georgetown 779,006 Enska
Kólumbía 1,141,748 km2 Bogotá 49,661,048 Spænska
Paragvæ 406,750 km2 Asunción 6,956,066 Spænska
Perú 1,285,220 km2 Lima 31,989,260 Spænska
Síle 756,950 km2 Santiago 18,729,160 Spænska
Súrinam 163,270 km2 Paramaribo 575,990 Hollenska
Úrúgvæ 176,220 km2 Montevideo 3,449,285 Spænska
Venesúela 916,445 km2 Caracas 28,887,118 Spænska

Saga[breyta]

Ítarefni[breyta]

Suður Ameríka á Wikipedia

CIA factbook

Globalis


Verkefni[breyta]

Veldu þér eitt land í Suður Ameríku. Gerðu stutta kynningu með helstu upplýsingum um landið. Hugsaðu vel um það hvaða upplýsingar eru mikilvægar og gagnlegar þeim sem sjá kynninguna. Myndskreyttu hana og hafðu í fjölbreyttum litum.

Dæmi um upplýsingar sem gætu komið fram

  • Fólksfjöldi
  • Höfuðborg
  • Tungumál
  • Stærð
  • Staðsetning
  • Nágrannalönd
  • Jarðfræði
  • Saga
  • Vinsælar íþróttir
  • Vinsæl tónlist
  • Vinsælar kvikmyndir

Eða eitthvað annað skemmtilegt sem þér dettur í hug.


Krossapróf[breyta]

1 Hvað eru mörg sjálfstæð ríki í Suður Ameríku?

11
12
8
22

2 Hert er opinbert tungumál Gvæana?

Enska
Frönska
Portúgölska
Spænska

3 Hvaða land í Suður Ameríku er stærst?

Argentína
Ekvador
Síle
Brasilía

4 Hvaða land í Suður Ameríku er minnst?

Súrínam
Gvæana
Úrúgvæ
Perú

5 Hvað í hvaða landi er Aconcagua, hæsti tindur Suður Ameríku??

Bólivíu
Paragvæ
Argentínu
Ekvador

6 Hvað heitir stærsta borgin í allri Suður Ameríku?

Rio De Janeiro, Brasilíu
Sao Paulo, Brasilíu
Buenos Aires, Argentínu
Medellín, Kólumbíu