Sögusafnið

Úr Wikibókunum

Um verkefnið


Kynning[breyta]

Í Perlunni er merkilegt safn þar sem notaðar eru mjög raunsæislegar eftirmyndir af fólki í hlutverki forfeðra okkar sem settar eru í 17 mismunandi leikmyndir til að lýsa þáttum úr Íslandssögunni, allt frá fyrir landnám fram að siðaskiptum.

Verkefni[breyta]

Þið eigið að heimsækja Sögusafnið í Perlunni og skoða vel og vandlega og hlusta á þær upplýsingar sem þið fáið með heyrnatólum við innganginn. Hver hópur velur sér eina af þeim 17 leikmyndum se þar eru til að fjalla um, bæði um viðkomandi persónur og þann atburð sem sviðsmyndin lýsir. Síðan eigið þið að búa til fyrirlestur sem þið flytjið fyrir bekkinn og hafið nokkuð frjálsar hendur með framsetningu .

Bjargir (námur)[breyta]

Sögusafnið
HYPERLINK "http://www.sagamuseum.is/" 
HYPERLINK "http://is.wikipedia.org" 
Íslenskur söguatlas
Vísindavefurinn
Íslandssögunámsefni

Ferli[breyta]

Farið á Sögusafnið og aflið upplýsinga. Kennarinn verður búinn að skipta ykkur upp í þriggja manna hópa. Veljið ykkur sviðsmynd sem á við það námsefni í Íslandssögu sem þið eruð að læra um á þessu ári, en um nokkrar er að velja. Skrifið niður hvers þið verðið vísari á safninu og ræðið. Síðan eigið þið að fara í heimildarleit og megið nota bæði netið og þær sögubækur sem þið eruð með sem námsefni og þau ítarefni sem þið finnið til að umfjöllunin verði frá ýmsum hliðum sögunar og það reynir á ykkur að fynna frumlegar hliðar á málinu. Til dæmis getið þið fjallað um það umhverfi sem þessar persónur bjuggu í, húsakost, klæðaburð, lífsviðurværi og fleira sem ykkur dettur í hug að tilgreina. Fyrirlesturinn á að vera10-15 mínútur og má nota power point. Hann má vera myndskreyttur með hjálp myndvarpa eða glæra, leikrænn með búningum og leikinni framsetningu o.s.fr.

Mat[breyta]

Matið mun byggjast á, innihaldi fyrirlestursins, hugmyndarauðgi við heimildaröflun, framsetningu á fyrirlestrinum og frumleika.

Niðurstaða[breyta]

Þetta verkefni er ferli sem reynir á hugmyndaauðgi ykkar. Þið fáið innsýn í hvernig hægt er að leita heimilda á fleiri en einn máta., sjálfstæð vinnubrögð við öflun upplýsinga og heimilda sem mun verða vaxandi þáttu í náminu þegar fram í sækir og þjálfist að vinna saman í hóp.