Notandi:Helgagunn

Úr Wikibókunum

==Brjóstagjöf ==

Það liggur enginn vafi um það að brjóstamjólk er besta fæðan sem hægt er að gefa ungabarni. Brjóstagjöfin hefur einnig jákvæð áhrif á tengsl móður og barns og hjálpa móðurinni að jafna sig eftir meðgönguna og fæðinguna. Flestar konur á Íslandi kjósa að brjóstafæða börn sín. Margar lenda í byrjunarerfiðleikum en þegar þær hafa yfirunnið þá eru þær oft með börn sæin á brjósti í marga mánuði. Aðalatriðið er að vera ákveðin í að barnið skuli vera á brjósti, þá er eftirleikurinn auðveldari.


Hvers vegna er brjóstagjöf góð?[breyta]

Brjóstagjöf er aðferð náttúrunar við að næra ungabörn. Móðurmjólkin mætir öllum þörfum barnsins fyrir næringu fystu mánuðina. Að auki ver móðurmjólkin barnið gegn sýkingum, sérstaklega meltingar-og loftvegasýkingum, þar sem hún inniheldur mótefni frá móðurinni. Þá má líkja því við að barnið fái daglegan skammt af bóluefni við helstu sjúkdómum t.d. kvefi. Brjóstagjöfinseinkar einni og ver barnið fyrir ofnæmismyndun. Svo lengi sem það fær ekki ofnæmisvalda úr annari fæðu. Til viðbótar inniheldur brjóstagjöfin einnig efni sem halda hægðum barnana mjúkum.


Brjóstagjöf hefur kosti fyrir móðurinna.[breyta]

Brjóstagjafahórmónin virka róandi á hana, hún getur hvílst á meðan hún gefur brjóst, leg hennar dregst hraðar saman og það blæðir minna eftir fæðinguna, fituforðin frá meðgöngunni eyðist hraðar og konur sem hafa börn sín á brjósti eru í minni hættu á brjóstakrabbameini. En brjóstagjöfin er þó ekki síður mikilvæg fyrir góð samskipti milli óður og barns og uppfyllir þörfum barnsins fyrir nálægð og öryggi jafnframt því sem hún gefur móðurinni gott tækifæri til að spjalla viðbarn sitt og njóta samverunar saman.


Eru gallar við að hafa barn á brjósti?[breyta]

Í raunini er ekki hægt að tala um galla við brjóstagjöf aðra en þá sem fylgja því að verða foreldrar. konur kvarta stundum undan því að þær séu bundnar ef þær eru með barnið á brjósti. En um leið og þið verðið foreldrar eruð þið bundin, hvort heldur barnið sé á brjósti eða pela. Þið hafið tekið að ykkue ábyrgð sem fylgir því að eignast barn og barnið þarf á ykkur að halda. Brjóstagjöfin er einnungis hluti af þeirri bindingu sem fylgir því að verða foreldri.


Að leggja barnið á brjóst[breyta]

Til að stuðla að velheppnaðri brjóstagjöf þarf nýbökuð móðir að læra leggja barnið rétt á brjóst. Einnig þarf hún að hafa góða trú á sjálfri sér en fylgni er milli þess sem konan ætlar sér á meðgöngunni varðandi brjóstagjöfina og hvernig hún breytir eftir fæðingu Áður en barnið er lagt á brjóst er gott að móðirin komi sér þægilega fyrir og bíði eftir eða kalli fram leitunarviðbragð hjá barninu. Barnið verður að vera í góðu jafnvægi þegar það er lagt á brjóst. Ef það er grátandi þegar því er boðið brjóstið þá setur það tunguna upp í góminn. Þetta er varnarviðbragð, sem hindrar lokun á barkanum þegar barnið andar. Ef grátandi barn er þvingað á brjóst hindrar það sog- og leitunarviðbragð þess . Leitarviðbragðið kemur þegar barnið finnur brjóstið strjúkast við kinn sér og byrjar að leita og snýr höfðinu í átt að brjóstinu, galopnar munninn og rekur tunguna út úr sér. Barnið er þá tilbúið til að sjúga og nær að grípa brjóstið án hjálpar.

Mikilvægt er að aðstoða móðurina við fyrstu brjóstagjöfina og sjá til þess að barnið taki brjóstið rétt því að miklu skiptir að móðir og barn njóti þessarar samverustundar sem brjóstagjöfin er. Móðirin getur fundið fyrir gífurlegum þorsta þegar hún gefur brjóst. Hún ætti því alltaf að hafa vatnsglas hjá sér í upphafi gjafar. Til að gera brjóstagjöfina sem ánægjulegasta er gott að leggja áherslu á við móðurina að hún tileinki sér frá upphafi ákveðin vinnubrögð.


Leiðbeiningar[breyta]

1) Fá barnið til að opna vel munninn áður en það er lagt á brjóst. Stundum virðist barnið ekki opna munninn nógu vel til að geirvartan komist vel upp í það. Þá má ýta í hökuna með vísifingri þeirrar handar sem miðar brjóstinu upp í barnið. Þannig opnar barnið munninn betur og geirvartan fer vel inn fyrir gómbogann. 2) Færa barnið að brjósti en ekki brjóst að barni. Þegar barnið galopnar munninn er það dregið þétt að brjóstinu og geirvörtunni stungið djúpt í munn þess. Best er að nota c-takið; styðja með fjórum fingrum undir brjóstið og þumalfingri fyrir ofann vörtubauginn. Tunga barnsins á að liggja undir geirvörtunni. 3) Með því að móðirin noti c-takið getur hún stýrt vörtunni upp í barnið og hjálpað því að ná vörtubaugnum upp í sig líka. Þetta tak er gott því þá er hægt að bjóða barninu allt brjóstið og það kemst líka betur að brjóstinu. Gott er að styðja við brjóstið með lófanum og láta þumalfingurinn hvíla lauslega ofan á því. 4) Vísa vörtunni upp í átt að nefi barnsins. Barnið liggur alveg á hliðinni, höfuð þess hvílir vel í olnbogabót móður, magi barnsins snýr að maga móður og nef og munnur barnsins eru í sömu hæð og geirvartan. 5) Beina neðri vör barnsins að vörtunni og ýta hökunni að brjóstinu þannig að höfuðið sveigist aftur. Barnið á hvorki að þurfa að snúa höfðinu til að ná í geirvörtuna né fetta það aftur. Hvort tveggja hindrar barnið í að kyngja rétt. 6) Athuga að varir barnsins fletjast út, eru afslappaðar og hvíla þétt við brjóstið. Það verður mikil hreyfing á neðri kjálka barnsins, taktfastar hreyfingar fram og aftur sem barnið gerir með tungunni. 7) Nauðsynlegt er að kunna að taka barnið af brjóstinu með því að setja fingur í munnvik barnsins milli góma þess þannig að loft komist á milli. Þá sleppir barnið brjóstinu. Sogkraftur barnsins er mikill en með hjálp móðurinnar getur barnið losað sig rétt af geirvörtunni og þannig koma barn og móðir í sameiningu í veg fyrir sárar vörtur. Ef barnið hefur smellt sér rangt á brjóstið er nauðsynlegt að beita þessari aðferð til að losa barnið og leggja það svo á aftur. Barnið sleppir oftast vörtunni í lok gjafar, þegar það hefur fengið nægju sína. Sum börn vilja vera á brjóstum mömmu sinnar nánast 24 klukkustundir á sólarhring. Þá er nauðsynlegt að kunna að losa barnið með því að lauma fingri í munnvikið á því. 8) Barnið þarf að sjúga bæði brjóstin til að örva mjólkurframleiðslu fyrstu dagana. Stundum sofnar barnið eftir að hafa einungis sogið annað brjóstið. Þá er mikilvægt að móðirin viti að brjóstamjólkin er auðmeltanleg þannig að barnið þarf að drekka oft, jafnvel á eins til tveggja klukkustunda fresti. 9) Brjóstabörn sjúga alltaf í törnum og hvíla sig á milli tarnanna sem þau sjúga. Sog barnsins er hljóðlátt fyrir utan mjúkt kyngingarhljóð og í eldri börnum syngjandi vellíðunarhljóð. Barnið sýgur mjög hratt í upphafi gjafar. Það kyngir og sýgur á sömu sekúndunni en getur aukið það í tvö sog á sekúndu ef flæðið minnkar. Talað er um að barnið sjúgi 72,4 sinnum á mínútu fyrstu tvær mínútur gjafarinnar. 10) Í eðlilegu, samhæfðu sogi truflar kyngingin ekki öndun barnsins. Blámi er nokkuð algengur hjá nýburum þegar þau sjúga brjóst. Mettun súrefnis í blóði barnsins lækkar vanalega þegar barnið drekkur. Meðalgildi lækka úr 96% þegar barnið er á brjósti niður í 93% þegar það er búið á brjósti. Hjá pelabörnum er súrefnismettunin í gjöf 96% en lækkar í 92% eftir pelagjöfina. 11) Þótt nef barnsins virðist fara alveg á kaf í brjóstið þarf ekki að hafa áhyggjur af andardrætti þess. Í nefi ungbarna er mjúkt brjósk, sem gefur eftir við þrýsting, nasirnar fletjast út og loftvegur opnast til hliðanna. Ef barnið nær ekki lofti gegnum nefið þá sleppir það brjóstinu til að ná sér í loft. 12) Gott er fyrir mæður með flatar geirvörtur að leyfa barninu að sjúga ótakmarkað fyrstu sólarhringana eftir fæðingu á meðan brjóstin eru mjúk því þá er auðveldara fyrir barnið að ná geirvörtunni upp í munninn þannig að það læri að sjúga rétt. Mikilvægt er fyrir mæður með flatar vörtur að bjóða ekki barninu snuð eða pela á meðan mjólkurframleiðslan er að komast í gang og barnið er að læra að sjúga og ná tökum á því án aðstoðar.


Stellingar við brjóstagjöfina[breyta]

Óvíst er hvort einhver ein stelling við brjóstagjöf er betri en önnur. Því er hyggilegt að konan velji þá stöðu sem hún telur að henti henni og barninu best. Mjög mismunandi er hvaða stelling hentar hverri konu. Þegar móðir og barn eru orðin vel þjálfuð í brjóstagjöfinni er gott fyrir móðurina að geta breytt um og gefið barninu í mismunandi stellingum. Jafnframt er mikilvægt að móðir og barn séu afslöppuð og líði vel meðan á gjöfinni stendur. Það auðveldar flæði mjólkurinnar og þá eru meiri líkur á að bæði móðir og barn njóti gjafarinnar.


Lokaorð[breyta]

Eins og kemur fram í textanum hérna er brjóstamjólkin það besta fyri barnið þitt. Það myndar tengsl á milli móður og barns. Móðir róast og barnið fær allt sem það þarfnast til að vaxa og dafna. Til eru margvíslegar leiðbeiningar og tæki og tól til að hjálpa móður en það besta er ró og næði fyri móður og barn að mynda þetta samband sem myndast þeiira á milli. Sagt hefur verið að það fallegasta sem til er er að þegar móðir er að gefa barni sínu brjóst.


Heimildir[breyta]

http://www.doktor.is/ http://barnaland http://ljosmodir.is/.is/