Fara í innihald

Matreiðslubók/Kanilsnúðar

Úr Wikibókunum

Kanelsnúðar eru hversdagslegir og henta vel með ískaldri mjólk.

Innihald

[breyta]
  • 150 gr. smjörlíki
  • 150 gr. sykur
  • 1 egg
  • 350 gr. hveiti
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. hjartasalt
  • 1 tsk. kardemommudropar
  • 2,5 dl mjólk

Aðferð

[breyta]
  1. Öllu blandað saman og það hnoðað.
  2. Kökukeflið notað til að slétta deigið út á plötu og ofan á það stráð kanilsykri.
  3. Deiginu rúllað upp og það skorið niður í passlega þykka snúða.
  4. Bakað við 180°C í 10-15 mínútur.