Fara í innihald

Hundar

Úr Wikibókunum
 Þetta er Wikibók um hunda og algengar tegundir þeirra.
Hundur að leika!

Hundar eru rándýr og spendýr og alast afkvæmin upp á mjólk fyrstu vikurnar. Hundar geta vegið frá einu og hálfu til sjötíu kíló. Karldýrið kallast rakki eða hundur, kvendýrið tík og afkvæmin hvolpar. Hundar geta verið gæludýr eða vinnuhundar. Mjög margar tegundir eru til af hundum og eru þær mjög fjölbreyttar. Inni á þessari síðu er hægt að lesa ýmsan fróðleik um hunda.

Íslenski fjárhundurinn

[breyta]

Íslenskur fjárhundur

Íslenski hundurinn er talinn skyldastur norska búhundinum og hann barst líklega til Íslands með landnámsmönnum. Hann var lengi notaður í smalamennsku en er núna vinsæll fjölskylduhundur. Íslenski fjárhundurinn nýtur töluverðar sérstöðu enda var afbrigðið lengi einangrað frá öðrum afbrigðum. Skipuleg ræktun íslenska hundsins hófst um 1960, meðal annars á Ólafsvöllum á Skeiðum en þá var hann orðinn mjög blandaður. Á 15. öld var íslenski hundurinn nokkuð í tísku meðal breskra hefðarkvenna og í leikritinu Hinrik V. eftir William Shakespeare er minnst á íslenska hundinn. Í dag er íslenski hundurinn vinsæll heimilishundur. Hann elskar að vera úti og er duglegur að hlaupa.



Dvergschnauzer

[breyta]

Dvergschnauzer

Dvergschnauzer er lítill, sterklegur og þéttvaxinn hundur með grófan feld. Hann er með sterkbyggt höfuð, nef og varir eru svört. Augu eiga vera meðalstór, sporöskjulaga, dökk og lífleg. Eyrun eru "v" laga hangandi. Áður voru þeir eyrna og skottstýfðir en samkvæmd dýraverndunar lögum er það bannað hér á landi en í sumum löndum er þetta þó enn gert. Feldurinn er tvískiptur og þeir fara ekki úr hárum og því þarf að klippa þá reglulega. Það er auðvelt að kenna þeim að gera alls kyns kúnstir og í þeim er varðhundaeðli. Þeir er til í fjórum litaafbrigðum: pipar og salt, einlitur svartur, einlitur hvítur og svartur og silfur.


Labrador

[breyta]

Labrador

Labrador hundur, labrador retriever eða bara labrador (stundum kallaður „labbi“) er afbrigði af hundi. Labrador er vinsælasta hundakynið bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi (miðað við fjölda skráðra eigenda) og er einnig algengasta hundategundin á Íslandi. Labrador hundar eru vingjarnlegir, greindir, leiknir og geðgóðir. Þeir eru bæði góðir fjölskylduhundar og vinnuhundar. Labrador hundar eru meðal þeirra hunda sem eru hvað fljótastir að læra og því er mjög auðvelt að kenna þeim alls kyns þrautir. Þeir eru einnig þekktir fyrir að vera sundelskir, enda upphaflega ræktaðir til þess að sækja bráð skotveiðimanna í vatn og til brúks á andaveiðum. Þeir voru fyrst ræktaðir á 19. öld. Þeir geta orðið allt að 36 kíló.


Scheffer

[breyta]

Scheffer

Scheffer eru fallegir og mjög sterkir hundar. Þeir eru mikið notaðir sem vinnuhundar. Þeir eru áhugasamir, hlýðnir og fljótir að læra. Þeir elska að vera með fjölskyldu sinni og hafa ekki mikinn áhuga á ókunugum Liturinn á feldinum kemur oftast í svartur/brúnn, grár/brúnn eða alveg svartir. Þeir gelta þegar þess þarf, en eru alls ekki gjammarar í eðli sínu og þeir er með mjög sterkt varnareðli, svo mikilvægt er að umhverfisvenja þá strax sem hvolpa. Ef það er ekki gert geta þeir farið að ofvernda sig og sína. Það er best að byrja á því að fara í hvolpaskóla og svo hlýðni, enda hafa þeir rosalega gaman að því að læra. Schafer eru ákveðnir, hræðslulausir, kjarkaðir, hlýðnir og eru mjög fljótir að læra. Þeir elska að vera með fjölskyldunni sinni og eru þekktir fyrir að vera húsbóndahollir og hugrakkir, nokkuð ánægðir með sjálfan sig en ekki óvinveittir. Þeir eru alvarlegir og næstum því eins gáfaðir og við fólkið. Þeir eru góðir fjárhundar, varðhundar, lögregluhundar, leitarhundar og blindrahundar.



Krossapróf

[breyta]

1 Hvað kallast kvenkyns hundur?

læða
tík
hundur
meri

2 Hvaða flokki tilheyra hundar?

Flokki klaufdýra
Flokki spendýra
Flokki hófdýra
Flokki nagdýra

3 Íslenski fjárhundurinn er góður í smalamennsku?

Rétt
Rangt

4 Hvaða hundar eru góðir lögregluhundar?

íslenski fjárhundurinn
Scheffer
Labrador
Scnhauzer




Heimildir

[breyta]

Hver er uppruni íslenska fjárhundsins? Sótt af https://www.visindavefur.is/svar.php?id=7134

Miniature Schnauzer. Sótt af https://smahundadeildrex.weebly.com/um-mini-schnauzer.html

Íslendingar fara í hundana. Sótt af https://www.visir.is/g/20202013325d

Þýskur Schäfer. http://www.schafer.is/tegundin.html

Dvergschnauzer. http://www.kolskeggs.is/upplyacutesingar-um-tegundina.html