Vefleiðangrar/Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
Kynning[breyta]
Tilgangurinn með þessum vefleiðangi er að þið nemendur í 9. eða 10. bekk kynnið ykkur þjóðgarðinn Snæfellsjökul. Í þjóðgarðinum sem var stofnaður 28. júní 2001 er margt forvitnilegt að finna!
Verkefni[breyta]
Kynnið ykkur þjóðgarðinn Snæfellsjökul og útbúið kynningabækling með forritinu Microsoft Publisher um það sem ykkur þykir merkilegast þar! Þegar þið útbúið bæklinginn skuluð þið setja ykkur í spor t.d. íbúa staðarins, ferðamanns sem skoðar staðinn/hlutinn, þann sem þurfti að nota hlutinn eða jafnvel persónu í Íslendingasögu! Þetta má vera um stað, sögu, hluti eða bara hvað sem er sem tengist þjóðgarðinum!
Myndir[breyta]
-
Toppurinn á Snæfellsjökli
-
Bárður Snæfellsás
Vefslóðir[breyta]
Hér eru örfáar vefslóðir til að koma ykkur af stað, ég vil þó minna ykkur á leitarvefi á borð við Google og Yahoo, ekki hika við að leita að upplýsingum þar!
Ferli[breyta]
- Þú færð eina tölvu til þess að kynna þér þjóðgarðinn Snæfellsjökul.
- Þegar þú ert búin að kynna þér þjóðgarðinn tekurðu fyrir 1 til 2 atriði sem þér fannst merkilegust og útbýrð bækling í Microsoft Publisher um efnið.
- Í bæklingnum þarftu að setja þig í spor einhvers (sjá í verkefnalýsingu).
- Þú þarft að hafa heimildaskrá aftast í bæklingnum!
- Þegar þú ert búin/n kemurðu til mín (kennarans) og ég prenta bæklinginn út.
- Í næsta tíma sýnið þið bekkjarfélögum ykkar bæklinginn!
Mat[breyta]
Þetta einstaklingsverkefni gildir sem 10% af lokaeinkunn í faginu! Þegar ég fer yfir bæklinginn tek ég tillit til þess hversu mikil vinna hefur verið lögð í bæklinginn.
Niðurstaða[breyta]
Nú ættuð þið að vera einhvers vísari um þjóðgarðinn Snæfellsjökul eftir að hafa lokið við þennan vefleiðangur. Vonandi mun sú vitneskja sem þið öfluðuð ykkur nýtast ykkur eitthvað í framtíðinni :o)
Höfundur[breyta]
Jóhanna Kristín Gísladóttir