Ítalska/Lærðu ítölsku/1a lezione

Úr Wikibókunum
Cabiria è un film di Giovanni Pastrone dell'anno 1914.

Framburður ítölsku ætti ekki að reynast erfiður þeim sem kann íslensku. Einstaka fínni blæbrigði (eins og t.d. lengd s-hljóðsins) eru kannski hlutir sem fólk ætti að hafa í huga, en í meginatriðum ætti framburðurinn að liggja vel fyrir íslenskumælandi fólki. Nokkur munur er á framburði ítölsku eftir mállýskusvæðum og Ítalir eiga yfirleitt auðvelt með að greina úr hvaða héraði viðmælandinn er út frá framburði. „Staðlaður“ framburður (sem almennt er notaður í sjónvarpi og útvarpi) byggir að stórum hluta á toskönsku talmáli, líkt og ítalskt ritmál byggir á toskanskri mállýsku.

Fjöldinn allur af mállýskum er talaður á Ítalíu og er munurinn á þeim og stöðluðu sjónvarpsítölskunni allt frá því að vera minniháttar framburðarmunur að því að vera annað tungumál af ólíkum stofni (t.d. grísku og albönsku mállýskurnar). Öll héruð hafa sína ítölsku mállýsku sem lýsir sér bæði í framburði, orðaforða og setningaskipan. Flestir reyna þó að notast við staðlaða ítölsku þegar talað er við ókunnuga og aðkomufólk þótt þeir noti mállýsku við sveitunga.

L'Alfabeto ~ stafrófið[breyta]

Ítalska er skrifuð með tuttugu tákna latnesku stafrófi. Í ítalska stafrófinu finnast t.d. ekki stafirnir k, j og y en þessi hljóð eru táknuð með c, q og i þar sem þau koma fyrir.

L’alfabeto italiano ~ ítalska stafrófið[breyta]

A B C D E F G H I L M N O P Q R S T U V Z
a b c d e f g h i l m n o p q r s t u v Z
a bi ci di e èffe gi àcca i èlle èmme ènne o pi qu èrre èsse ti u vi/vu zéta

Að auki koma eftirfarandi tákn fyrir í erlendum tökuorðum og nöfnum. Erlend tökuorð eru yfirleitt óbeygjanleg og skrifuð eins og þau koma fyrir í upprunamálinu (dæmi: whiskey, film) :

Lettere straniere ~ erlendir stafir[breyta]

J K W X Y
j k w x Y
"i lunga" càppa "doppia vu" ics ìpsilon, "i greca"

Pronuncia ~ framburður[breyta]

Ítalska er í meginatriðum borin fram „eins og hún er skrifuð“ (þ.e. líkt og íslenska) með nokkrum undantekningum:

Consonanti ~ samhljóðar[breyta]

Crocifisso di Cimabue, Santa Croce, Firenze.

H er hljóðlaust í ítölsku.

Sérstakur framburður fyrir zetu var horfinn úr íslensku áður en hún var lögð niður í íslensku ritmáli. Á ítölsku er zetan yfirleitt borin fram líkt og /ds/.

Ítalskt ess er yfirleitt styttra en íslenskt ess.

Stafirnir c og g tákna ólík hljóð eftir því hvort þeir standa fyrir framan i og e eða aðra stafi. C verður /tsj/ á undan i og e (dæmi: Cimabue, /tsjímabúe/; Cesare, /tsjesare/). G verður /dsj/ á undan i og e (dæmi: gennaio (=janúar), /dsjennæjó/; già (=einmitt), /dsja/). Á undan öllum öðrum hljóðum eru þessir stafir bornir fram líkt og k annars vegar og g hins vegar. Ef k- og g-hljóðið á að haldast á undan i og e er sett h á milli (dæmi: chi (=hver) /kí/).

Samhljóðapörin gn og gl eru borin fram svipað og nj og lj. Dæmi: heiti borgarinnar Bologna er borið fram /bolonja/; aglio (=hvítlaukur) er borið fram /aljo/.

Lokhljóð í ítölsku eru aldrei fráblásin líkt og þau eru í íslensku. D, t, b, p, hart c og hart g eru alltaf „lin“.

Vocali ~ sérhljóðar[breyta]

Sérhljóðar í ítölsku eru í langflestum tilvikum bornir fram einfaldlega eins og í íslensku, en hafa ber hugann við nokkrar undantekningar:

I er yfirleitt borið fram eins og íslenskt í nema á undan sérhljóða í sumum orðum þar sem það líkist meira j. Íslenskt i kemur sjaldan fyrir og aldrei í áhersluatkvæði.

O er borið fram eins og íslenskt o eða íslenskt ó (dæmi: mondo (=heimur), /mondó/).

U er borið fram eins og íslenskt ú eða íslenskt v (á undan sérhljóða) (dæmi: uno (=einn), /únó/; uomo (=maður), /vomo/).

Yfirlit[breyta]

  • A (a) - eins og a í maður
  • B (bi) - eins og b í bindi
  • C (ci) - eins og k, nema á undan i og e þar sem það er borið fram tsj
  • D (di) - eins og d í dagur
  • E (e) - eins og e í endir
  • F (effe) - eins og f í fundur
  • G (gi) - eins og g, nema á undan i og e þar sem það er borið fram dsj
  • H (àcca) - hljóðlaust: ekki borið fram
  • I (i) - eins og í í sími eða j í jól
  • L (èlle) - eins og l í skóli
  • M (èmme) - eins og m í mamma
  • N (ènne) - eins og n í núna
  • O (o) - eins og ó í króna
  • P (pi) - eins og p í pabbi
  • Q (qu) - eins og k í kúla, en kv á undan u+sérhljóða
  • R (èrre) - eins og r í róla
  • S (èsse) - eins og s í sól
  • T (ti) - eins og t í tangi
  • U (u) - eins og u í ungi (ú)
  • V (vi) - eins og v í vinna
  • Z (zeta) - eins og ds

Accento ~ áhersla[breyta]

Áhersla í ítölsku er yfirleitt alltaf á næstsíðasta atkvæði orðs: Bologna, Giamaica, fratello; ólíkt íslensku þar sem áherslan er yfirleitt á fyrsta atkvæði. Þó nokkur orð fá þó áherslu á síðasta atkvæði og er það þá táknað með áherslumerki (` eða ') yfir áherslusérhljóðanum: pa, perché. Stundum er áherslumerkið notað til að greina milli ólíkra merkinga eins atkvæðis orðs sem annars er borið fram eins: la (~ kvenkyns greinir), (~ þar).

Framburður tökuorða[breyta]

Um erlend tökuorð gildir að þau eru óbeygjanleg og rituð eins og þau koma fyrir í upprunamálinu (dæmi: un film, due film - en ekki *due films). Framburður þeirra fer hins vegar í meginatriðum eftir framburðarreglum ítölsku. Film er t.d. borið fram fílm.