Íslenska sauðkindin

Úr Wikibókunum

Wiki síða þessi er hugsuð sem kynning á íslensku sauðkindinni. Efnið er ætlar börnum á yngsta stigi grunnskólans. Á síðunni er sagt frá sögulegum staðreyndum um kindina, útliti hennar, afurðum, afkvæmum og öðrum nytsamlegum upplýsingum nemendum til fróðleiks. Markmið síðunnar er að upplýsa nemendur og efla áhuga þeirra og þekkingu á íslensku sauðkindinni.

Íslenska sauðkindin[breyta]

Icelandic-Sheep-20030608

Íslenska sauðkindin var flutt til landsins með víkingum þegar þeir settust að á Íslandi og er því af norrænu bergi brotin. Hún er húsdýr, spendýr, klaufdýr og jórturdýr. Kindin borðar gras, hey og kjarnfóður. Hárið á kindunum er kallað ull og eru þær rúnar en til þess eru notaðar klippur eða rafmagnsklippur. Til eru fjórar tegundir sauðalita; hvítt, gult eða rauðgult, svart og mórautt. Kindur eru með tvo spena sem úr kemur mjólk, fyrir aftan þá spena eru tveir litir spenar sem úr kemur engin mjólk. Á hverju hausti er öllu sauðfénu smalað saman ofan af fjöllum og rekið í réttir. Það er dregið í svokallaða dilka, bændur reka loks sitt fé eða keyra heim. Hljóðið sem kindur gefa frá sér kallast jarm.


Kyn og afkvæmi[breyta]

3 little lambs

Karlkyns kind kallast hrútur og kvenkyns kind kallast ær, kind eða rolla. Afkvæmi kinda heita lamb, gimbur ef kvenkyns og lambhrútur eða gimbill ef karlkyns. Lömbin fæðast alla jafna að vori og kallast fæðingin að ærin sé að bera. Lömbin fæðast yfir nokkra vikna tímabil sem er kallað sauðburður, þá hjálpast allir að í sveitinni og vaka yfir kindunum til að taka á móti lömbunum. Kindur geta borið 1-3 lömb og kallast það að vera einlemd, tvílemd eða þrílembd. Bændur þurfa að merkja kindurnar sínar og eru lömb yfirleitt mörkuð fljótlega eftir að þau fæðast. Þegar lömbin eru farin að braggast senda flestir bændur allar kindurnar út á tún eða upp á fjöll þar sem þær eyða sumrinu.

Afurðir[breyta]

2011-365-1 Iceland Warm (5313957853)

Kindurnar gefa okkur ýmsar afurðir eins og ull, kjöt, gærur og skinn. Ullina notum við til þess að prjóna föt eins og lopapeysur, sokka, vettlinga og húfur. Kjötið þykir afburða gott og talið vera með því betra í heimi. Skinnið er oft notað í kápur, húfur og lúffur sem við göngum með.


Krossapróf[breyta]

1 Hvað heitir afkvæmi kinda?

kálfur
hvolpur
folald
lamb

2 Hvaða afurð gefur kindin okkur ekki?

ull
egg
kjöt
gærur

3 Hvað kallast hljóðið sem kindin gefur frá sér?

jarm
baul
hnegg
mjálm


Heimildir og ítarefni[breyta]

https://www1.mms.is/husdyr/

https://www.youtube.com/watch?v=xElYlI07_6U

https://www.nat.is/husdyr/islenzka_saudkindin.htm