Íslamska ríkið

Úr Wikibókunum

Hér kemur wikilexia um Íslamska ríkið (ISIS).

Uppruni[breyta]

Uppruna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamska Ríkið má rekja til Íraks og þeirra átaka sem geisað hafa þar í fjöldamörg ár. Um og eftir árið 2000 var þar til hryðjuverkahópur sem kallaði sig Tawhid Al Jihad (Samtök um eingyðistrú og heilagt stríð), undir stjórn Jórdanans Abu Musab Al Zarqawi (f.1966) sem er súnníti, sem er önnur megingrein Íslam, hinn hópurinn eru Sjítar. Meginmunurinn á þessum tveimur greinum er afstaða þeirra til eftirmanns Múhameðs spámanns, en deilur risu upp meðal múslima við andlát hans (árið 632) um það hver ætti að verða leiðtogi múslima. Zarqawi komst í kast við lögin í heimalandi sínu og var dæmdur í fimm mánaða fangelsi. Þar kynntist hann hugmyndafræði sem kallaður hefur verið "Salafismi" en í sem stystu máli er kjarni hennar afneitun á öllum vestrænum gildum og hugmyndum. Árið 2000 hitti hann Osama Bin Laden í Kandahar í Afganistan og fékk tilboð um að ganga í samtök hans, Al Kaída. Hann þekktist ekki boðið og vildir frekar vera sinn eigin húsbóndi og berjast við jórdanska ríkið. Árið 2003 var hann hinsvegar kominn til Írak og stóð þar fyrir blóðugu sprengjutilræði við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Bagdad, þar sem fjöldi manns lét lífið. Fram til ársins 2006 voru samtök Zarqawi mjög virk í Írak, en ári áður hafði hann lýst yfir allsherjarstríði gegn Sjítum í Írak. Í byrjun júní árið 2006 var hann hinsvegar myrtur í sprengjuárás bandaríska flughersins á hús þar sem hann var staddur. Þar með voru samtök hans leiðtogalaus.

Rústir hússins sem Zarqawi var í

Frá og með þessum tíma fer hinsvegar að bera sífelt meira á því sem kallað er Íslamska ríkið og voru samtök Zarqawi í raun endurskírð því nafni á sínum tíma. Líta má á samtökin sem afsprengi Al-Kaída, en ISIS klauf sig þaðan, sagt er að þeim hafi ekki þótt Al-Kaída nógu öfgakenndir og ekki nógu öflugir. Einnig verður að líta til eftirfarandi staðreyndar þegar ritað er um sög ISIS: Þegar Bandaríkjamenn réðust inn í Írak 2003 var það eitt fyrsta verk þeirra að leysa upp íraska herinn, sem var að mestu leyti skipaður súnnítum og fylgismönnum Saddams Hussein. Markmið innrásarinnar var að ná í hann með einum eða öðrum hætti. Við þessa aðgerða urðu tugir þúsunda manna skyndilega atvinnulausir og fjölmargir þeirra snerust seinna meir gegn Bandaríkjamönnum og gengu til liðs við ISIS. Talið er að þetta séu ein almestu mistök sem Bandaríkjamenn gerðu í Írak.

Hugmyndafræði[breyta]

Í greininni Hvað er ISIS? eftir Dr.Magnús Þorkel Bernharðsson sem birtist á Vísindavefnum í nóvember síðastliðnum tekur hann saman helstu þætti hugmyndafræði samtakanna.

Abu Bakr al-Bagdadi, árið 2004

Hann telur að ISIS séu einskonar ný-fasísk samtök, sem miði að því að því að stofna einskonar trúarlega hreint ríki, sem er laust undan öllum vestrænum áhrifum: "ISIS-liðar vilja hreinræktað einsleitt ríki og hafa óbeit á þeirri fjölmenningu og fjölmenningarríki sem hefur einmitt einkennt Sýrland og Írak í um 1000 ár." Í lok greinarinnar segir Magnús að ISIS sé ..."nútímaleg fasísk þjóðernishreyfing sem í gegnum jihad og samfélagsmiðla vill koma á alræðiskalífadæmi í Sýrlandi og Írak."

Leiðtoginn[breyta]

Leiðtogi ISIS-samtakanna er maður að nafni Abu Bakr al-Bagdadi. Hann er fæddur í bænum Samarra í Írak árið 1970 og er því 44 ára gamall. Hann telur sig vera kominn í beinan legg af sjálfum Múhameð spámanni. Hann lauk doktorsprófi i íslömskum fræðum frá háskólanum Bagdad og hann vill stofna sitt eigið kalífadæmi. Hann sækir fyrirmyndina til Abbasid-kalífadæmis (eins mesta heimsveldis múslima), en það var til í Mið-Austurlöndumá 8.öld eftir Krist. Kalífi er það nefn sem notað er yfir æðsta yfirmann samfélags múslima (Umma) og eru þeir taldir fá vald sitt frá Allah, guði múslima. Slíku ríki er stjórnað með Sjaría-lögum og þar sem Abu Bakr hefur komist til áhrif hefur hann innleitt slík lög. Margt er á huldu í sambandi við Abu Bagdadi, en vitað er að hann sat í varðhaldi í fangabúðum Bandaríkjamanna, Camp Bucca, í Írak og þar er talið að hann hafi snúist til öfgahyggju (radicalism).Þaðan var hann leystur úr haldi árið 2009 og tók brátt við yfirstjórn ISIS. Hann hefur eftir þetta aðeins einu sinni sést opinberlega, en það var þegar hann (í hluverki kalífa) ávarpaði hóp liðsmanna sinna í mosku (föstudagsbæn) í borginni Mosul sumarið 2014, en borgin er á valdi ISIS. Hér er myndband frá framkomu al-Bagdadi í Mosul.

Spurningar[breyta]

  • Hver stjórnaði Tawhid Al-Jihad?
  • Hver er munurinn á Súnnítum og Sjítum?
  • Hver urðu örlög Zarqawi?
  • Hvað gerðu Bandaríkjamenn í kjölfar innrásarinnar í Írak?
  • Hvernig lýsir Dr. Magnús Þ.Bernharðsson ISIS? Gerðu stutta samantekt.
  • Hvað er Kalífi?

Ítarefni[breyta]

Listi yfir árásir íslamskra hryðjuverkamanna